Úrskurðir og álit
-
16. júní 2017 /686/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017
Kæru vegna beiðni um upplýsingar um umsækjendur í starf við félagslega liðleiðslu fyrir börn og fullorðna hjá Vestmannaeyjabæ var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem Vestmannaeyjabær hafði gefið þær skýringar að enginn hafi sótt um starfið. Lá því ekki fyrir synjun á afhendingu gagna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.
-
16. júní 2017 /684/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017
Kærð var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum varðandi ívilnunarsamning við Silicor Materials. Ráðuneytið hafði synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að gögnin vörðuðu mikilvæga fjarhags- eða viðskiptahagsmuni Silicor Materials, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta en taldi ekki sýnt fram á að sum gagnanna innihéldu trúnaðarupplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi. Var því kveðið á um skyldu ráðuneytisins til að afhenda kæranda þau gögn.
-
16. júní 2017 /683/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017
Kærandi óskaði eftir gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands er varða Landsbanka Íslands. Úrskurðarnefnd tók fram að 1. mgr. 13. gr. nr. 87/1998 laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um Seðlabanka Íslands feli í sér sérstaka þagnarskyldu og takmarki þar af leiðandi aðgang almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Talið var að hluti umbeðinna gagna féllu undir þessar þagnarskyldureglur og þar af leiðandi ekki unnt að veita aðgang að þeim. Var því synjun Þjóðskjalasafns Íslands staðfest.
-
15. júní 2017 /Úrskurður í máli nr. SRN17040453
Samgöngustofa: Staðfest ákvörðun SGS um að synja beiðni um heimild til að nota tilteknar bifreiðar við akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna
-
15. júní 2017 /Nr. 340/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Noregs er staðfest.
-
-
-
-
15. júní 2017 /Úrskurður nr. 124/2017
Endurupptaka, alþjóðleg vernd, barnafjölskylda, ákvörðun ÚTL felld úr gildi
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
09. júní 2017 /Nr. 317/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
09. júní 2017 /Mál nr. 80/2017
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Ekki fyrir hendi nægilega glögg mynd af fjárhag skuldara skv. b-lið 1. mgr. 6. gr. lge. Rangar eða villandi upplýsingar um mikilsverðar aðstæður í málinu skv. d-lið 1. mgr. 6. gr. lge. Sparnaður í greiðsluskjóli skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge. Stofnað til nýrra skulda á meðan leitað er greiðsluaðlögunar skv. d-lið 1. mgr. 12. gr. lge.
-
-
-
-
-
-
09. júní 2017 /Úrskurður nr. 326/2017
Dyflinnarmál, Danmörk, rannsóknarregla, sérstaklega viðkvæm staða, ákvörðun ÚTL staðfest
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
06. júní 2017 /Úrskurður í máli nr. SRN17040966
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Staðfest ákvörðun um að synja beiðni um endurveitingu ökuréttar
-
02. júní 2017 /Nr. 316/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Spánar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.
-
02. júní 2017 /Nr. 315/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Spánar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
29. maí 2017 /Mál nr. 40/2017
Umgengni. Sjónarmið barns. Máli vísað til meðferðar barnaverndarnefndar að nýju.
-
26. maí 2017 /Nr. 300/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
23. maí 2017 /Nr. 291/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda þau til Frakklands er staðfest.
-
23. maí 2017 /Nr. 290/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Frakklands er staðfest.
-
23. maí 2017 /Nr. 286/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Ítalíu er staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
18. maí 2017 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um frestun fyrirtöku fjárnámsgerðar
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðum tollstjóra um að hafna beiðni um að fresta fyrirtöku fjárnámsgerðar á hendur kæranda verði felld úr gildi.
-
-
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 281/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi
-
-
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 280/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 282/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 279/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 278/2017
Alþjóðleg vernd, barnafjölskylda, öruggt ríki, ákvörðun ÚTL staðfest að hluta
-
18. maí 2017 /Úrskurður nr. 283/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, barnafjölskylda, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
11. maí 2017 /Nr. 275/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að kærandi beri að yfirgefa landið meðan umsókn hans um dvalarleyfi er til meðferðar og synja honum um dvalarleyfi er staðfest.
-
11. maí 2017 /Nr. 273/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann er felld úr gildi.
-
11. maí 2017 /Mál nr. 25/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 14. desember 2016 kærði Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands ehf. örútboð Ríkiskaupa nr. 20386 „Örútboð á hýsingar- og rekstrarþjónustu fyrir Landlækni“. Kærandi gerir þær kröfur að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði verði felld úr gildi, að ákvörðun varnaraðila um að meta tilboð kæranda ógilt verði felld úr gildi og að samningur varnaraðila við Advania ehf. verði lýstur óvirkur frá upphafi. Verði ekki fallist á óvirkni samnings eða hann ekki lýstur óvirkur frá upphafi er þess krafist að stjórnvaldssektir verði lagðar á varnaraðila og að gildistími samnings verði styttur. Þá krefst kærandi þess að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðilum verði gert að greiða kæranda málskostnað.
-
11. maí 2017 /Mál 3/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 30. janúar 2017 kærði Vision-Box – Soluçoês de Visão Por Computador S.A. útboð Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir sameiginlega nefndir „varnaraðilar“) nr. 20293 auðkennt „ABC Automatic Border Control“. Skilja verður kæru svo að kærandi krefjist þess að ákvörðun varnaraðila frá 20. janúar 2017 um að ganga til samninga við Secunet Security Network AG verði felld úr gildi.
-
11. maí 2017 /Mál nr. 20/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. nóvember 2016 kærði Prima ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur“. Kærandi krefst þess að felldur verði úr gildi hluti skilmála í A. lið í grein 0.1.3. í útboðsgögnum þannig að orðið „bjóðandi“ verði fellt út. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna niðurfellingar á útboði nr. 13786. Auk þess er krafist málskostnaðar.
-
11. maí 2017 /Mál nr. 19/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 5. október 2016 kærði JÁVERK ehf. útboð Seltjarnarnesbæjar auðkennt „Hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði LNS Sögu ehf. og varnaraðila verði gert að samþykkja tilboð kæranda. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.
-
11. maí 2017 /Mál 21/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 10. nóvember 2016 kærði HS Orka hf. örútboð Ríkiskaupa (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20418 innan rammasamnings um raforku nr. RK 05.07. Kærandi gerir þær kröfur að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.
-
11. maí 2017 /Mál nr. 5/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni 16. febrúar 2017 kærir BL ehf. örútboð Strætó bs. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Samningskaup – Örútboð III. Endurnýjun strætisvagna“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Yutong Eurobus ehf. í hinu kærða útboði og kærunefnd útboðsmála veiti álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um að samningsgerð verði stöðvuð um stundarsakir, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
11. maí 2017 /Mál 9/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. mars 2017 kærir Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. útboð Ríkiskaupa, f.h. Hafrannsóknarstofnunar (sameiginlega nefndir varnaraðilar) nr. 20509, auðkennt „Slipptaka – Árni Friðriksson Hafrannsóknarstofnun“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila að leita samninga við Slippinn á Akureyri um hið útboðna verk. Jafnframt er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerðina um stundarsakir, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
11. maí 2017 /Mál 1/2017. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. janúar 2017 kærðu Ísmar ehf. og Múlaradíó ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. V20237 auðkennt „TETRA Farstöðvar“. Kærandi krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði kærenda, og þar með hafna öllum tilboðum“ í hinu kærða útboði. Til vara er þess krafist að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kærendum. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
-
11. maí 2017 /Mál 7/2017. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 6. mars 2017 kærði Rafal ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd RARIK ohf. (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) nr. 20460 „Jarðspennistöðvar fyrir RARIK“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði RST nets ehf. og Hraunsala ehf. og tilboði þeirra verði vísað frá útboðinu. Hafi samningur þegar komist á gerir kærandi kröfu um að samningurinn verði lýstur óvirkur. Þá er þess krafist að varnaraðila RARIK ohf. verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 110 gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
-
11. maí 2017 /Mál 24/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 9. desember 2016 kærði Exprima AB útboð Reykjavíkurborgar nr. 13805 auðkennt „Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi – Uppsteypa og utanhússfrágangur“. Kærandi krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna beiðni kæranda um viðbótarfrest í 15 daga, frá 7. desember 2016 að telja, til að skila inn vilyrði um skilyrðislausa verktryggingu“. Þá er þess krafist að kærunefnd láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila vegna framangreindrar ákvörðunar. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
-
-
-
-
-
-
10. maí 2017 /Með stjórnsýslukæru dags. 27. desember 2016 kærir Esja Gæðafæði ehf. ákvörðun Matvælastofnunar, um að hafna innflutningi á hreindýrakjöti og veiðiminjum
Innflutningur - innflutningur frá þriðju ríkjum - merking matvæla - samþykkisnúmer starfsstöðvar - rekjanleiki vöru - dýraafurðir
-
-
-
-
-
-
-
09. maí 2017 /Nr. 266/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Danmerkur er staðfest.
-
09. maí 2017 /Nr. 262/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Ítalíu er staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
04. maí 2017 /Nr. 253/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Ákvörðun stofnunarinnar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann er felld úr gildi.
-
04. maí 2017 /681/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017
Deilt var um aðgang fjölmiðils að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um föst launakjör starfsmannsins og tilhögun starfsloka, sem almenningur ætti rétt á aðgangi að samkvæmt 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því bæri Kirkjuráði að veita kæranda aðgang að samningnum.
-
04. maí 2017 /Úrskurður nr. 253/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi, barnafjölskylda
-
-
-
04. maí 2017 /680/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017
Deilt var um aðgang fjölmiðils að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um föst launakjör starfsmannsins og tilhögun starfsloka, sem almenningur ætti rétt á aðgangi að samkvæmt 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því bæri Kirkjuráði að veita kæranda aðgang að samningnum.
-
04. maí 2017 /Úrskurður nr. 254/2017
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákv ÚTL staðfest að hluta, brottvísun og endurkomubann fellt úr gildi, barnafjölskylda
-
-
-
-
-
-
03. maí 2017 /Mál nr. 39/2017
Hrundið ákvörðun umboðsmanns skuldara þar sem synjað er um um heimild til greiðsluaðlögunar þar sem skuldari hafi á ámælisverðan hátt látið undir höfuð leggjast að standa við skuldbindingar sínar eftir því sem honum var framast unnt samkvæmt f-lið 2. mgr. 6. gr. lge.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
27. apríl 2017 /Nr. 247/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa honum frá Íslandi og ákveða endurkomubann er felld úr gildi að hluta.
-
27. apríl 2017 /Nr. 248/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest. Ákvörðun stofnunarinnar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða þeim endurkomubann er felld úr gildi.
-
-
27. apríl 2017 /678/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017
Kærð var afgreiðsla Sorpurðunar Vesturlands á afgreiðslu á beiðni um upplýsingar um magn laxafurða sem stofnunin tók til urðunar frá fiskeldi og skráningu um laxafurðir frá fiskeldi á tilteknu ári. Af hálfu stofnunarinnar kom fram að ekki væru til sundurliðaðar upplýsingar um urðaðan fiskúrgang eftir tegund. Úrskurðarnefndin tók fram að valdsvið hennar næði ekki til þess að skera úr um það hvort slík skráning samrýmdist reglugerð 738/2003. Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd með vísan til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.
-
-
27. apríl 2017 /679/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Hagstofu Íslands um hvernig vísitala neysluverðs hefði reiknast ef ekki hefði komið til mistaka við útreikning hennar á árinu 2016 sem og allra gagna sem útreikningarnir hefðu byggst á. Úrskurðarnefndin vísaði beiðni um útreikning frá þar sem beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum. Þar sem ekki yrði séð að tekin hafi verið afstaða til beiðni um gögn sem útreikningar byggðust á, var þeim hluta upplýsingabeiðninnar vísað til nýrrar meðferðar hjá Hagstofu Íslands.
-
-
27. apríl 2017 /677/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017
Deilt var um aðgang að gögnum um samþykki Íslands á nýjum aðildarríkjum að Norður-Atlantshafsbandalaginu í vörslum utanríkisráðuneytisins. Kærandi hafði fengið aðgang að gögnunum að hluta en af hálfu ráðuneytisins kom fram að sum þeirra hefðu ekki fundist í skjalasafni þess. Úrskurðarnefndin tók fram að úrskurðavald nefndarinnar sé afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar svo hátti til að umbeðin gögn eru ekki til staðar teljist ekki vera um synjun að ræða. Kæru kæranda var því vísað frá nefndinni.
-
-
-
27. apríl 2017 /Úrskurður nr. 252/2017
Alþjóðleg vernd, örugg ríki, brottvísun og endurkomubann, ákvörðun ÚTL felld úr gildi að hluta
-
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.