Úrskurðir og álit
-
-
-
30. september 2016 /650/2016. Úrskurður frá 20. september 2016
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tollstjóri safnaði um hann við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu að rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til hlutverks tollstjóra samkvæmt 4. mgr. 9. gr. lögreglulaga og 183. gr. tollalaga. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
30. september 2016 /644/2016. Úrskurður frá 20. september 2016
Deilt var um rétt erlendra tryggingarfélaga til gagna um í vörslum Þjóðskjalasafns Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun safnsins á beiðni um aðgang að CAMELS-mati á Kaupþingi frá maí 2008, tölvubréf einstaklings til rannsóknarnefndar Alþingis og skjal frá Kaupthing Singer Friedlander, ýmist á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kærenda til aðgangs að bréfi þáv. stjórnarformanni Kaupþings til forsætisráðherra frá apríl 2008.
-
30. september 2016 /651/2016. Úrskurður frá 20. september 2016
Óskað var eftir skýrslum tiltekins starfslaunaþega í vörslum stjórnar listamannalauna. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þær hefðu að geyma einkahagsmuni starfslaunaþegans. Úrskurðarnefndin tók fram að almenningur eigi ríkan rétt til aðgangs að gögnum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Sá réttur verði hins vegar almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum listamanna að upplýsingar um verk í vinnslu og ófullkomin verk, hugmyndir að verkum, ferlum við sköpun listverka og afstöðu listamanna til verka sinna séu ekki á almannavitorði, sbr. 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Staðfest var synjun stjórnar listamannalauna á þeim hluta skýrslnanna sem hafa að geyma slíkar upplýsingar en kæranda heimilaður aðgangur að því sem eftir stendur.
-
30. september 2016 /649/2016. Úrskurður frá 20. september 2016
Ríkisskattstjóri afturkallaði bindandi álit og fjarlægði það af vef embættisins. Kærandi krafðist aðgangs að álitinu en beiðninni var synjað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að hið umbeðna gagn væri fyrirliggjandi hjá ríkisskattstjóra í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Ekki var fallist á að um vinnugagn væri að ræða þar sem það hafði verið birt öðrum og kæranda heimilaður aðgangur.
-
-
30. september 2016 /648/2016. Úrskurður frá 20. september 2016
Kærð var synjun innanríkisráðuneytisins á beiðni kærenda um gögn um skilnað foreldra sinna. Um aðgang að gögnunum fór eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að í málinu vægjust á annars vegar hagsmunir kærenda af því að fá afhent gögn um skilnað foreldra sinna, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um kærendur sjálfa, og hins vegar sjónarmið um friðhelgi einkalífs foreldra þeirra, sem báðir eru látnir. Eins og á stóð taldi nefndin hagsmuni kærenda nægjanlega ríka til að heimila þeim aðgang að umbeðnum gögnum.
-
-
-
29. september 2016 /Mál nr. 52/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
29. september 2016 /Mál nr. 68/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
29. september 2016 /Mál nr. 64/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. og 5. mgr. 13. gr. lge., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
28. september 2016 /Mál nr. 39/2015
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Sparnaður á tímabili greiðsluskjóls skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
27. september 2016 /Guðmundur Runólfsson kærir ákvörðun Fiskistofu um álagningu veiðigjalds
Sérstök úthlutun aflaheimilda í skötusel - Kaup aflaheimilda - Stofn til útreiknings veiðigjalds - Form ákvörðunar
-
23. september 2016 /Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis að synja kæranda um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði það fyrir landlækni að taka mál kæranda til meðferðar að nýju.
-
-
-
-
-
-
-
22. september 2016 /Mál nr. 44/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
22. september 2016 /Mál nr. 61/2014
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 12. gr. lge., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
22. september 2016 /Mál nr. 26/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
22. september 2016 /Mál nr. 51/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr. og 5. mgr. 13. gr. lge., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
21. september 2016 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um greiðslu dráttarvaxta vegna endurgreiðslu inneignar.
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun tollstjóra um synjunar á greiðslu dráttarvaxta vegna endurgreiðslu inneignar.
-
21. september 2016 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra
Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar tollstjóra um að synja beiðni um að falla frá kröfu um fjártryggingu vegna greiðslufrests á áfengisgjaldi.
-
-
-
-
-
21. september 2016 /Mál nr. 72/2016 Úrskurður 16. september 2016
Aðlögun kenninafns: Andradóttir Aðlögun eiginnafns: Katrína
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
20. september 2016 /Mál nr. 5/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 1. maí 2016 kærði Björgun ehf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem „varnaraðila“) auðkennt „16-041 Landeyjahöfn – Haust dýpkun 2016 til 2018“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Jafnframt er krafist málskostnaðar.
-
20. september 2016 /Mál nr. 4/2016. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Kærandi, Kongsberg Maritime AS, sendi Ríkiskaupum erindi 29. mars sl. vegna útboðs Ríkiskaupa, fyrir hönd Tækniskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, nr. 20149 (hér eftir „varnaraðila“) „Bridge and Engine Room Simulators“. Ríkiskaup framsendu erindið til kærunefndar útboðsmála sem taldi rétt að túlka efni þess sem kæru. Þar sem erindið uppfyllti ekki kröfur 2. mgr. 94. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. 11. gr. laga nr. 58/2013, var kæranda hins vegar gefinn frestur til úrbóta. Ný kæra barst 7. apríl sl. þar sem þess er krafist að samningsgerð verði stöðvuð og ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Transas Marine Ltd. verði ógilt en varnaraðila gert að semja við kæranda.
-
20. september 2016 /Mál 14/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 6. september 2016 kærði Samskip hf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Vegagerðarinnar, nr. 20127 um Vestmannaeyjaferju, nýsmíði og rekstur ferju til 12 ára. Kærandi krefst þess aðallega að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik.
-
15. september 2016 /Úrskurður vegna ákvörðunar Byggðastofnunar um að hafna Hafborgu ehf. um aflamark
Aflaheimildir Byggðastofnunar - Úthlutun aflaheimilda - Stjórnvaldsákvörðun - Mat stjórnvalda
-
15. september 2016 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Byggðastofnunar varðandi tilboð Goðaborgar ehf. um samstarf varðandi nýtingu byggðakvóta.
Aflaheimildir Byggðastofnunar - Úthlutun aflaheimilda - Stjórnvaldsákvörðun - Mat stjórnvalda
-
-
14. september 2016 /Mál nr. 179/2016
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Skuldari hefur bakað sér skuldbindingu sem einhverju nemur miðað við fjárhag hans með háttsemi sem varðar refsingu eða skaðabótaskyldu skv. d-lið 2. mgr. 6. gr. lge.
-
-
14. september 2016 /Mál nr. 37/2015
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Sparnaður á tímabili greiðsluskjóls skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge
-
-
14. september 2016 /Mál nr. 36/2015
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Sparnaður á tímabili greiðsluskjóls skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
08. september 2016 /Mál nr. 60/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
08. september 2016 /Mál nr. 50/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kærendum um greiðsluaðlögunarumleitanir á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. september 2016 /Mál nr. 45/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
-
-
-
-
06. september 2016 /Mál nr. 34/2015
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Sparnaður á tímabili greiðsluskjóls skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge
-
06. september 2016 /Mál nr. 90/2016
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara. Fyrirliggjandi gögn gefa ekki glögga mynd af fjárhag skuldara skv. b-lið 1. mgr. 6. gr. lge. Skuldari hefur af ráðnum hug eða með grófri vanrækslu veitt rangar eða villandi upplýsingar um mikilsverðar aðstæður í málinu skv. d-lið 1. mgr. 6. gr. lge. Leiðbeiningarskylda. Málsmeðferðartími.
-
05. september 2016 /643/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016
Kærð var synjun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á beiðni um afrit af lögregluskýrslum og dagbók lögreglu. Kæru var vísað frá á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að lögin gilda ekki um rannsókn sakamála.
-
05. september 2016 /641/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016
Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum innanríkisráðuneytis um bálför ömmu sinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að rétturinn ákvarðaðist af 14. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að löggjöf gerði ráð fyrir aðkomu kæranda að ákvörðuninni sem umbeðin gögn fjölluðu um. Kærandi var talinn eiga ríkari hagsmuni af aðgangi en umsækjendur af því að gögn færu leynt og aðgangur veittur.
-
05. september 2016 /642/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016
Ritstjóri fjölmiðils kærði synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um netföng og vinnusímanúmer hjá starfsmönnum á ákærusviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri skylt að birta almenningi slíkar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun lögreglunnar.
-
03. september 2016 /Stjórnsýslukæra - Glaður ehf. vegna úthlutunar þorskeldiskvóta
Aflaheimildir til áframeldis - Kærufrestur - Ráðstöfun aflaheimilda - Fiskveiðiár - Leiðbeiningarskylda
-
-
31. ágúst 2016 /Mál nr. 236/2016
Hrundið ákvörðun umboðsmanns skuldara. Geta til að standa við fjárskuldbindingar skv. 1. og 2. mgr. 2. gr. lge. Skilyrði til að leita greiðsluaðlögunar skv. a-lið 1. mgr. 6. gr. lge.
-
31. ágúst 2016 /Mál nr. 151/2016
Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla ekki með nauðasamningi kæranda samkvæmt 18. gr. lge.
-
-
-
-
-
30. ágúst 2016 /Úrskurður nr. 274/2016
Hæli, synjað um efnismeðferð, ákv. ÚTL staðfest að hluta, ný meðferð
-
-
-
-
-
-
-
30. ágúst 2016 /Úrskurður nr. 290/2016
Dyflinnarmál, Ítalía,barnafjölskylda, ákv. ÚTL felld úr gildi
-
30. ágúst 2016 /Úrskurður nr. 291/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, barnafjölskylda, ákv. ÚTL felld úr gildi
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
25. ágúst 2016 /Mál nr. 38/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
25. ágúst 2016 /Mál nr. 36/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
25. ágúst 2016 /Mál nr. 21/2015
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara. Sparnaður á tímabili greiðsluskjóls skv. a-lið 1. mgr. 12. gr. lge
-
23. ágúst 2016 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun ÁTVR
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun ÁTVR um höfnun á að víkja sæti við afgreiðslu umsóknar kæranda.
-
23. ágúst 2016 /Óskað eftir umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna máls sem höfðað var á hendur ríkisskattstjóra
Óskað var eftir umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna máls sem höfðað var á hendur ríkisskattstjóra og íslenska ríkinu með stefnu dags. 24. júní 2016. Stefnan laut að því að krefjast ógildingar á úrskurði ríkisskattstjóra frá 19. febrúar 2016, þess efnis að stefnandi hafi skattalega heimilisfesti og beri fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi í skilningi 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, vegna tekna sinna og eigna á tímabilinu frá 17. mars 2006 til 31. desember 2010.
-
19. ágúst 2016 /Mál nr. IRR16010371
Samgöngustofa: Ágreiningur vegna bóta fyrir seinkun á flugi Primera Air
-
19. ágúst 2016 /640/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Deilt var um aðgang að gögnum sem vörðuðu gjafsóknarbeiðni fyrrum eiginkonu kæranda í dómsmáli á milli þeirra. Talið var að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að réttur fyrrum eiginkonu kæranda til þess að efni gagnanna færi leynt, vægi þyngra en réttur kæranda til aðgangs og staðfesti synjun ráðuneytisins með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.
-
19. ágúst 2016 /639/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Kærð var synjun innanríkisráðuneytisins á afhendingu greinargerðar um fjárhagslegt samband ríkis og kirkju en gagnabeiðnin var reist á 5. gr. upplýsingalaga. Innanríkisráðuneytið bar því við að um væri að ræða gagn sem tekið hafi verið saman fyrir ráðherrafund og væri það því undanskilið aðgangi á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að þótt greinargerðin bæri ekki skýrlega með sér að hafa sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund hefði nefndin ekki forsendur til þess að draga skýringar ráðuneytisins í efa. Var því synjun ráðuneytisins staðfest.
-
19. ágúst 2016 /638/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Deilt var um aðgang Landverndar að samningi Landsnets hf. við PCC Bakka Silicon hf. um flutning raforku án útstrikana. Úrskurðarnefnd taldi aðgang að samningnum fara eftir lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Talið var að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum er tengjast tímasetningum á afhendingu raforku með vísan til þess að hluti upplýsinganna væru þegar opinberar auk þess sem ekki yrði séð að þær vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni PCC sem til þess væru fallnar að valda tjóni yrði aðgangur veittur. Þá taldi úrskurðarnefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingum um getu flutningsmannvirkja og skammhlaupsafl en ekki hafi verið sýnt fram á aukna hættu gegn öryggis- eða almannahagsmunum yrði aðgangur veittur og ekki yrði séð að önnur takmörkunarákvæði frá upplýsingarétti stæðu aðgangi í vegi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun Landsnets að aðgangi að upplýsingum um móðurfélagstryggingu PCC í samningnum með vísan til 1. tölul. 6. gr. um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Að lokum staðfesti úrskurðarnefndin synjun Landsnets á upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna flutningsmannvirkja með vísan til viðskiptahagsmuna Landsnets en taldi ekki nægilega sýnt fram á að undanskilja mætti upplýsingar um áætlaða upphæð sparnaðar Landsnets vegna styrkingar flutningskerfisins og áætlað kerfisframlag PCC vegna framkvæmdanna, frá upplýsingarétti almennings.
-
-
19. ágúst 2016 /635/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Í málinu var deilt um rétt A til afrits af öllum samningum sem Menntamálastofnun hafði gert við B á tilteknu tímabili um gerð námsefnis í tónmennt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi A eiga rétt til aðgangs á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga að samningum um efni sem A ætti höfundarétt að. Var réttur A til afrits af samningunum talinn ríkari en réttur B á því að efni samninganna yrði haldið leyndu. Kærandi var talinn eiga rétt til aðgangs að öðrum samningum við B á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ekki var talið að 9. gr. laganna stæði aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt A til afrits af öllum samningum stofnunarinnar við B.
-
19. ágúst 2016 /634/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Deilt var um rétt erlendra tryggingafélaga til aðgangs að gögnum um Landsbanka Íslands í vörslum Fjármálaeftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um aðra liði beiðninnar en í þessu máli var skorið úr um rétt til aðgangs að fundargerðum vegna vettvangsathugunar FME á bankanum í september 2007. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða upplýsingar sem féllu undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og vísaði kæru frá.
-
19. ágúst 2016 /636/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016
Deilt var um rétt erlendra tryggingafélaga til aðgangs að gögnum í tveimur töluliðum um Landsbanka Íslands í vörslum Fjármálaeftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um aðra töluliði beiðninnar en í þessu máli var skorið úr um rétt til aðgangs að gögnum um rannsóknir FME á bankanum og kærur til lögregluyfirvalda. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið „rannsókn“ væri ekki nægilega afmarkað í beiðni kærenda til að hún uppfyllti tilgreiningarreglu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá væri FME óheimilt að veita upplýsingar um kærur til lögreglu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Var kæru því vísað frá.
-
18. ágúst 2016 /Úrskurður nr. 283/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, sérstaklega viðkvæm staða, ákv. ÚTL staðfest
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
17. ágúst 2016 /Úrskurður nr. 170/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, sérstaklega viðkvæm staða, ákv. ÚTL felld úr gildi
-
-
-
-
-
-
-
-
11. ágúst 2016 /Mál nr. 8/2016. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 13. júlí 2016 kærði Verkfræðistofan Vista ehf. útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd Vegagerðarinnar, nr. 20258 „Endurnýjun frostdýptarmælibúnaðar fyrir Vegagerðina“. Kærandi krefst þess að innkaupaferlið verði stöðvað þar til endanlega hefur verið leyst úr kærunni. Þá krefst kærandi þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði en til vara að nefndin beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Kærandi krefst þess jafnframt að kærunefndin láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að þeim verði gert að greiða kæranda málskostnað.
-
-
10. ágúst 2016 /Úrskurður í máli nr. IRR16020223
Orkuveita Reykjavíkur: Ágreiningur um álagningu vatnsgjalds
-
-
-
-
-
09. ágúst 2016 /633/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016
Deilt var um afhendingu þriggja samninga Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar við Thorsil ehf. Úrskurðarnefndin taldi samningana fjalla um umhverfismál í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 þar sem þeir lytu að þeirri ráðstöfun Reykjanesbæjar að leigja lóð undir kísilmálmsmiðju í bænum ásamt skyldum ráðstöfunum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að þær upplýsingar sem fram kæmu í samningunum vörðuðu svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Thorsil ehf. að leynd um efni samninganna gengi framar lögbundnum rétti almennings til aðgangs að upplýsingunum. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006.
-
09. ágúst 2016 /629/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016
Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um afrit af gögnum. Kæru var vísað frá úrskurðarnefndinni hvað varðar gögn í vörslum Isavia sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 35. gr. laganna. Þá var kæru vísað frá hvað varðar umbeðin gögn sem urðu til eftir 1. janúar 2013 með vísan til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.
-
09. ágúst 2016 /632/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016
Kærð var synjun Þingeyjarsveitar á afhendingu starfslokasamnings við fráfarandi skólastjóra. Leyst var úr málinu á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sbr. 4. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd eldri upplýsingalaga hefðu 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að veita skuli aðgang að upplýsingum um föst launakjör opinberra starfsmanna, ráðningarsamningum og öðrum samningum sem geymdu upplýsingar um fastar greiðslur. Var það niðurstaða nefndarinnar að Þingeyjarskóla hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu starfslokasamningsins.
-
09. ágúst 2016 /630/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016
Í málinu var deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um skýrslu um eineltisásakanir á hendur kæranda og tölvupóstsamskiptum sem tengdust málinu. Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna upplýsinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu skýrslunnar án útstrikana með vísan til þess að hagsmunir skýrslugjafa af því að ekki væri heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ætti kærandi rétt til aðgangs að tölvupóstsamskiptum er tengdust kvörtun um einelti án útstrikana með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og þess að kærandi væri aðili að tölvusamskiptunum.
-
09. ágúst 2016 /631/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016
Kærð var synjun grunnskóla á aðgangi að nafnlausu bréfi foreldra barna í bekk sonar kæranda til skólans. Í bréfinu voru að því er virðist frásagnir fjögurra barna af samskiptum við son kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir barnanna sem haft var eftir í bréfinu, af því að upplýsingar um líðan þeirra, tilfinningar og heilsu færu leynt, væru ríkari en þeir hagsmunir sem kærendur kynnu að hafa af aðgangi að bréfinu. Var því staðfest synjun skólans á afhendingu bréfsins með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.
-
29. júlí 2016 /Úrskurður í máli nr. IRR15080102
Fljótsdalshérað: Ágreiningur um endurnýjun lóðarleigusamnings. Frávísun
-
28. júlí 2016 /Úrskurður nr. 271/2016
Niðurfelling rétts til dvalar, EES-borgari, ákvörðun ÚTL staðfest
-
-
28. júlí 2016 /Úrskurður nr. 269/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, sérstaklega viðkvæm staða, ákv. ÚTL felld úr gildi
-
28. júlí 2016 /Úrskurður nr. 270/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, sérstaklega viðkvæm staða, ákv. ÚTL felld úr gildi
-
28. júlí 2016 /Úrskurður nr. 183/2016
Hæli, synjað um efnismeðferð, rannsóknarregla, ákv. ÚTL felld úr gildi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.