Úrskurðir og álit
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
15. mars 2016 /Úrskurður nr. 97/2016
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, ákvörðun ÚTL staðfest, barnafjölskylda
-
-
-
-
-
-
-
-
-
10. mars 2016 /Mál nr. IRR15110212
Samgöngustofa: Synjun um atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiðar
-
-
-
-
07. mars 2016 /614/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016
Kærð var synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að gjaldeyrisskiptasamningi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingar í samningnum heyra undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sem væri sérstök þagnarskylduregla. Þar sem trúnaðarupplýsingar kæmu mjög víða fram í samningnum væri ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem sérstök þagnarskylda náði ekki til, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
07. mars 2016 /613/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016
Kærð var synjun Neytendastofu um aðgang að gögnum er vörðuðu rafrænar skilríkjalausnir en gagnabeiði kæranda var sett fram í 4. töluliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á að efni skjalsins skjalinu „Svar Auðkennis ehf. vegna ábendingar um vísbendingar um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum Auðkennis ehf.“, sem beiðst var í 2. tölul. gagnabeiðni, væri þess eðlis að leynt ætti að fara og var kæranda því veittur aðgangur að skjalinu. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin að tvö fylgiskjöl með skjalinu væru háð þagnarskyldu á grundvelli 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og var kæru vegna synjunar á aðgangi að þeim því vísað frá nefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndin að rökstuðningur fyrir synjun Neytendastofu að gögnum samkvæmt 1, 3. og 4. í gagnabeiðni kæranda samræmdist ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og 22. gr. stjórnsýslulaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi hvað varðaði þá töluliði í gagnabeiðni og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem rökstudd afstaða væri tekin til hvers gagns fyrir sig.
-
07. mars 2016 /611/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016
A óskaði eftir gögnum í vörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera það með sér að vera rannsóknargögn í sakamáli eins og lögreglan héldi fram að þau væru. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá nefndinni.
-
-
07. mars 2016 /612/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016
Kærandi kærði þá ákvörðun innanríkisráðuneytisins að birta ekki opinberlega úrskurði í kærumálum í umgengnismálum. Þar sem ekki var um að ræða synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
07. mars 2016 /615/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016
Kærð var afgreiðsla embættis landlæknis á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi stofnanir sem sinna fíkniefnameðferð. Hvað varðaði fyrirspurnir kæranda um upplýsingar um fjölda skráðra atvika og kvartana taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að draga í efa þá fullyrðingu embættis landslæknis að hinar umbeðnu upplýsinga væru ekki fyrirliggjandi. Lá því ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá hafði fyrirspurn um upplýsingar um framkvæmd embættisins á gæðaeftirliti á fíknimeðferð verið svarað með því að vísa til fyrirliggjandi upplýsinga á heimasíðu embættisins, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Var því kæru málsins vísað frá úrskurðarnefndinni í heild sinni.
-
-
03. mars 2016 /Úrskurður nr. 151/2016
Alþjóðleg vernd, synjað um efnismeðferð, Grikkland, ákvörðun felld úr gildi
-
-
-
-
-
-
-
-
-
23. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 77/2016
Alþjóðleg vernd, barnafjölskylda, öruggt ríki, ákvarðanir ÚTL staðfestar
-
-
23. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 76/2016
Alþjóðleg vernd, öruggt upprunaríki, barnafjölskylda, ákvörðun ÚTL staðfest
-
-
23. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 13/2016
Lán til grundvallar útreikningi, lántaki ekki einstaklingur
-
-
23. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 19/2016
Frávísun, endurupptökubeiðni til meðferðar hjá ríkisskattstjóra, endurupptökubeiðni barst ríkisskattstjóra innan kærufrests
-
-
23. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 20/2016
Frávísun, endurupptökubeiðni hafnað af ríkisskattstjóra, endurupptökubeiðni barst ríkisskattstjóra að loknum kærufresti
-
-
-
22. febrúar 2016 /Mál 21/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 30. október 2015 kærði Hnit verkfræðistofa hf. útboð Vegagerðarinnar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) auðkennt „Bakkavegur Húsavík: Bökugarður-Bakki, eftirlit“. Endanlegar kröfur kæranda eru þær að „ákvarðanir varnaraðila að hafna því að meta hæfni [kæranda] sem bjóðanda í verkið og opna því ekki tilboð hans í verkið verði metnar ógildar og sömuleiðis allt framhald síðari opnunarfundarins 13. október 2015 eftir það, þ.m.t. opnun tilboða annarra bjóðenda“. Jafnframt er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.
-
22. febrúar 2016 /Mál nr. 17/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru dagsettri 10. september 2015 sem barst kærunefnd útboðsmála 22. sama mánaðar kærir Sæsteinn ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við Hafið Fiskverslun ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 13456 „Rammasamningur um sjávarfang“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila en til vara að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.
-
22. febrúar 2016 /Mál nr. 22/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 3. nóvember 2015 kærði Sparri ehf. útboð Ríkiskaupa og Isavia ohf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. 20168 auðkennt „Endurbætur á þjónustuhúsi Isavia á Kef“. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í hinu kærða útboði verði felld úr gildi og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða verkið út á nýjan leik. Jafnframt er þess krafist að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.
-
-
-
-
-
-
18. febrúar 2016 /ÍSAM ehf. og Íslenskt Marfang ehf. kæra ákvörðun Matvælastofnunar frá 8. október 2015 um að hafna endurinnflutningi á grásleppuhrognakavíar.
innflutningur - rekjanleiki vöru - heilbrigðis- eða auðkennismerki - starfsstöð - merking matvæla
-
17. febrúar 2016 /Mál nr. 21/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli c-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
17. febrúar 2016 /Mál nr. 170/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
17. febrúar 2016 /Mál nr. 15/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 6. gr. og a- og c-liða 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
16. febrúar 2016 /Nr. 92/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, sbr. 69. og 71. gr. laga um útlendinga, að uppfylltum skilyrðum 55. gr. laga um útlendinga.
-
-
-
16. febrúar 2016 /Máli nr. IRR16090095
Samgöngustofa: Ágreiningur um endurnýjun haffærnisskirteinis
-
16. febrúar 2016 /Úrskurður nr. 56/2016
Dyflinnarmál, Ítalía, sérstaklega viðkvæm staða, ákvörðun ÚTL staðfest
-
-
-
11. febrúar 2016 /Nr. 45/2016 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 13. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002 er staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
10. febrúar 2016 /Mál nr. 38/2015
Endurgreiðsla húsaleigu, tryggingarfé: Riftun vegna heilsuspillandi húsnæðis
-
09. febrúar 2016 /Mál nr. 14/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
09. febrúar 2016 /Mál nr. 17/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 1. mgr. 16. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
05. febrúar 2016 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um niðurfelling dráttarvaxta vegna virðisaukaskatts
Kærð var synjun tollstjóra um niðurfellingu dráttarvaxta vegna virðisaukaskattskuldar.
-
05. febrúar 2016 /Mál nr. 10/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. febrúar 2016 /Mál nr. 11/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli b- og d-liða 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
02. febrúar 2016 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun Fjársýslu ríkisins um breytingu á gildisdagsetningum á tímabilum í virðisaukaskatti
Kærð var til ráðuneytisins synjun Fjársýslu ríkisin á beiðni félagsins um breytingu á gildisdagsetningum á tímabilum í virðisaukaskatti.
-
-
-
-
-
-
-
27. janúar 2016 /605/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærandi krafðist þess að Ríkisútvarpið ohf. veitti honum aðgang að sundurliðuðum starfslokasamningum og greiðslum tengdum þeim til tiltekinna stjórnenda RÚV árin 2013 og 2014. Samkvæmt 18. gr. laga um félagið nr. 23/2013 skyldu eldri upplýsingalög nr. 50/1996 gilda um starfsemi þess. Úrskurðarnefndin taldi að teknu tilliti til lögskýringargagna að um rétt kæranda til aðgangs færi eftir upplýsingalögum nr. 140/2012. Við mat á því hvaða gögnum kærandi átti rétt á aðgangi að þurfti að meta hverjir væru æðstu stjórnendur RÚV í skilningi 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði til grundvallar að svonefndir framkvæmdastjórar félagsins féllu ekki undir hugtakið. Var því staðfest synjun RÚV á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum.
-
27. janúar 2016 /607/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærandi óskaði eftir gögnum um hvaða starfsmenn Landspítala-Háskólasjúkrahúss hefðu haft aðgang að og skoðað sjúkraskrá eiginmanns hennar heitins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið sjúkraskrárupplýsingar yrði að skýra rúmt. Umbeðin gögn voru talin falla undir hugtakið. Þar sem um aðgang að sjúkraskrám fer samkvæmt lögum um sama efni var málinu vísað frá nefndinni.
-
27. janúar 2016 /606/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærendur kröfðust aðgangs að samningi Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) við sjálfboðaliðasamtökin Seeds og samstarfsaðila þeirra, Concordia, um fræðsluferð fyrir fullorðið fólk. Annar kæranda var þátttakandi í ferðinni. Kærendur nutu því réttar til aðgangs á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Rannís bar því við að samningurinn væri trúnaðarmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á að efni samningsins væri þess eðlis að leynt ætti að fara og var kærendum því veittur aðgangur að honum.
-
27. janúar 2016 /608/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærandi óskaði eftir kynningu sem flutt var á dánarmeinafundi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi um eiginmann hennar heitinn. Að sögn LSH var kynningin ekki vistuð á spítalanum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál voru ekki efni til að vefengja þá staðhæfingu og var málinu því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
27. janúar 2016 /609/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærandi óskaði eftir gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands er vörðuðu Kaupþing banka og Seðlabanka Íslands. Gögnin höfðu að miklu leyti orðið til eða komist í vörslu stjórnvalda í tenglsum við athugun rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008. Úrskurðarnefnd tók fram að 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 feli í sér sérstaka þagnarskyldu og takmarki þar af leiðandi aðgang almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. s.l. Nefndin tók þó fram að allar hugsanlegar upplýsingar er varði Seðlabankann falli ekki sjálfkrafa þar undir heldur taki ákvæðið meðal annars til upplýsinga um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Umbeðnar upplýsingar voru taldar falla undir þagnarskylduna. Jafnframt var það ekki talið breyta hagsmununum sem lágu til grundvallar leynd gagnanna að þau höfðu að ýmsu leyti verið notuð við gerð skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
-
27. janúar 2016 /610/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016
Kærandi óskaði eftir ýmsum gögnum og fundargerðum frá Fjármálaeftirlitinu tengdum uppsögn sinni og málaferlum gegn stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri sérstök þagnarskylduregla og þar af leiðandi var ekki unnt að veita aðgang að þeim gögnum er féllu undir hana. Þá var kæru vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að því leyti sem hún varðaði ákvarðanir sem voru teknar samkvæmt stjórnsýslulögum eða ekki kærðar innan 30 daga kærufrests upplýsingalaga. Hins vegar var felld úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að afhenda ekki tiltekin gögn á þeirri forsendu að kærandi hefði þau þegar undir höndum.
-
26. janúar 2016 /Nr. 51/2017 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
26. janúar 2016 /Mál nr. 27/2015. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 11. desember 2015 kærir SBK ehf. samningskaup Reykjanesbæjar nr. 14235 „Akstur almenningsvagna í Reykjanesbæ“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðilans Reykjanesbæjar um að ganga til samninga við varnaraðilann Hópferðir Sævars Baldurssonar ehf. og að Reykjanesbæ verði gert að greiða málskostnað. Af hálfu varnaraðila er þess aðallega krafist að kærunni verði vísað frá nefndinni en til vara að öllum kröfum kæranda verði hafnað og kæranda gert að greiða málskostnað í ríkissjóð. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 2. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
26. janúar 2016 /Mál nr. 19/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 16. október 2015 kærði Superlit Romania S.A. útboð varnaraðila, Fallorku ehf., nr. FO-1502 auðkennt „Glera II Hydopower Project. Penstock pipes“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála ógildi ákvörðun varnaraðila Fallorku ehf. um að ganga til samninga við félagið Amiantit Norway AS, að kærunefnd leggi fyrir kærða að auglýsa útboðið á nýjan leik og að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar.
-
26. janúar 2016 /Mál nr. 25/2015. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 30. nóvember 2015 kærir Cargo Express ehf. útboð varnaraðila, Ríkiskaupa og Íslandspósts hf., (hér eftir vísað sameiginlega til sem „varnaraðila“) nr. 20109 auðkennt „Póstflutningar í flugi fyrir Íslandspóst frá Keflavík til Kaupmannahafnar“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði Icelandair Cargo ehf. í hinu kærða útboði eða, til vara, að nefndin beini því til varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi einnig að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
25. janúar 2016 /Mál nr. 18/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 6. október 2015 kærði Xergi A/S forval varnaraðila Sorpu bs. nr. 071501 auðkennt „Waste Treatment Plant in Álfsnes.“ Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna þátttöku kæranda í forvalinu, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 21. október 2015 krafðist varnaraðili þess aðallega að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá kærunefnd útboðsmála en til vara að nefndin hafnaði öllum kröfum kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi kæranda.
-
25. janúar 2016 /Mál 28/2015. Álit kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 16. nóvember 2015 óskaði Landsvirkjun eftir ráðgefandi áliti kærunefndar útboðsmála samkvæmt 4. mgr. 91. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, vegna fyrirhugaðra innkaupa í tengslum við endurnýjun vélbúnaðar Bjarnarflagsstöðvar. Af bréfinu verður ráðið að Landsvirkjun hyggist endurnýja vélbúnað í rafstöð fyrirtækisins í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
21. janúar 2016 /Úrskurður nr. 14/2016
Alþjóðleg vernd, barnafjölskylda, 2. mgr. 12. gr. f, ákvörðun ÚTL felld úr gildi
-
21. janúar 2016 /Úrskurður nr. 15/2016
Alþjóðleg vernd, barnafjölskylda, 2. mgr. 12. gr. f, ákvörðun ÚTL felld úr gildi
-
-
20. janúar 2016 /Mál nr. 6/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a- og c-liða 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2016 /Mál nr. 13/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
18. janúar 2016 /Mál 20/2015. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 16. október 2015 kærði SITA Information Networking Computing USA Inc. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Isavia ohf. nr. 20099 auðkennt „New AODB for Multi Airport Handling“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa um að taka tilboði Gentrack Limited í útboðinu og hafna tilboði kæranda. Auk þess er krafist málskostnaðar.
-
-
-
13. janúar 2016 /Mál nr. 12/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a- og d-liða 1. mgr. 6. gr., a- og c-liða 1. mgr. 12. gr. og 2. og 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
13. janúar 2016 /Mál nr. 177/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
13. janúar 2016 /Mál nr. 4/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 16. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. janúar 2016 /Úrskurður í máli IRR15120032
Norðurþing: Ágreiningur vegna hækkunar vegar vegna vatnavaxta
-
-
-
-
-
-
-
-
04. janúar 2016 /An administrative appeal of the Directorate of Internal Revenue‘ decision.
[…] […] Reykjavík January 4, 2016 Reference: FJR15100043/16.2.3 Subject: An administrative appeal of the Directorate of Internal Revenue‘ decision. A reference is made to the appellant's e-mail da)...
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
29. desember 2015 /Úrskurður vegna kæru á ákvörðun ríkisskattstjóra
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun ríkisskattstjóra um að hafna beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri vinnu verktaka við endurbætur og viðhald fasteignar.
-
22. desember 2015 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts
Kærð var til ráðuneytisins synjun ríkisskattstjóra um endurgreiðslu virðisaukaskatts.
-
21. desember 2015 /Mál nr. 131/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli a- og c-liða 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
18. desember 2015 /Kæra vegna synjunar Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem sjúkraþjálfari
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis að synja kæranda um starfsleyfi sem sjúkraþjálfari. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði það fyrir landlækni að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
16. desember 2015 /Vísun nemanda úr framhaldsskóla vegna hegðunar
Ár 2015, miðvikudaginn 16. desember, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
16. desember 2015 /Úrskurður nr. 184/2015
Dyflinnarmála, Frakkland, fjölskylda, ákvörðun ÚTL staðfest
-
-
16. desember 2015 /Mál nr. 16/2015
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um útreikning á skuldamyndun kæranda, sbr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, var ómerkt og málinu vísað til Vinnumálastofnunar til meðferðar að nýju.
-
-
16. desember 2015 /Mál nr. 55/2015
Málið var talið varða við 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest. Það var mat úrskurðarnefndar að kærandi hefði verið starfandi á innlendum vinnumarkaði samhliða töku atvinnuleysisbóta án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um vinnuna.
-
16. desember 2015 /Úrskurður nr. 207/2015
Dyflinnarmála, Frakkland, fjölskylda, ákvörðun ÚTL staðfest
-
16. desember 2015 /Mál nr. 46/2015
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um atvinnuleysisbætur á grundvelli 4. mgr. 54. gr. laga atvinnuleysistryggingar er var felld úr gildi og Vinnumálastofnun gert að greiða kæranda atvinnuleysisbætur frá umsóknardegi.
-
-
-
-
14. desember 2015 /Úrskurður vegna ákvörðunar tollstjóra um að synja kröfu um greiðslu dráttarvaxta
Kærð var ákvörðun tollstjóra um að synja kröfu um greiðslu dráttarvaxta af endurgreiðslukröfu kæranda samkvæmt úrskurði yfirskattanefndar.
-
10. desember 2015 /Vísun nemanda úr framhaldsskóla vegna hegðunar
Ár 2015, fimmtudaginn 10. desember, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
-
10. desember 2015 /Mál nr. 5/2014
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
10. desember 2015 /Mál nr. 187/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
10. desember 2015 /Mál nr. 186/2013
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
10. desember 2015 /Mál nr. 185/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 5. mgr. 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
09. desember 2015 /Nr. 199/2015 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á útgáfu dvalarleyfis er er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi skv. 13. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002 að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna.
-
-
-
-
-
-
-
-
09. desember 2015 /Mál nr. 54/2015
Ferðaþjónusta fatlaðra. Kærandi hafði ekki lengur lögvarða hagsmuni af efnislegri úrlausn málsins. Kæru vísað frá.
-
-
09. desember 2015 /Mál nr. 59/2015
Ferðaþjónusta aldraðra. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 7. gr. reglna um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Kópavogi. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
09. desember 2015 /Mál nr. 61/2015
Íbúðalánasjóður. Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 2. mgr. 48. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Hin kærða ákvörðun því staðfest.
-
09. desember 2015 /Úrskurður í máli nr. IRR14050211
Reykjavíkurborg: Ágreiningur um úthlutun á byggingarrétti. Frávísun.
-
08. desember 2015 /Úrskurður í máli nr. IRR15090111
Borgarbyggð: Ágreiningur um ákvörðun um að fækka starfsstöðvum Grunnskóla Borgarfjarðar
-
04. desember 2015 /Mál nr. 23/2015. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 6. nóvember 2015 kærir Icepharma hf. rammasamningsútboð varnaraðila Ríkiskaupa og Landspítala (hér eftir vísað sameiginlega til sem „varnaraðila“) nr. 15880 auðkennt sem „Framework agreement for Video Endoscopy Systems for gastrointestinal and respiratory applications“. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val á tilboði í útboðinu, en til vara að nefndin beini því til þeirra að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila, auk þess sem krafist er málskostnaðar. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu varnaraðila um afléttingu sjálfkrafa banns við samningsgerð samkvæmt 1. mgr. 94. gr. a. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 12. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
03. desember 2015 /Mál nr. 34/2015
Tímabundinn leigusamningur: Leigutími, endurgreiðsla tryggingarfjár
-
03. desember 2015 /Mál nr. 132/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
03. desember 2015 /Mál nr. 54/2015
Ákvörðun Vinnumálastofnunar, um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar vegna þess að hann hafnaði starfi, var staðfest.
-
-
03. desember 2015 /Mál nr. 53/2015
Málið var talið varða við 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest. Það var mat úrskurðarnefndar að kærandi hefði verið starfandi á innlendum vinnumarkaði samhliða töku atvinnuleysisbóta án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um vinnuna.
-
03. desember 2015 /Mál nr. 47/2015
Staðfest var sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að gera kæranda að endurgreiða höfuðstól skuldar sinnar við stofnunina skv. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar
-
03. desember 2015 /Mál nr. 184/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli 16. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
03. desember 2015 /Mál nr. 181/2013
Felld er niður ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kærenda á grundvelli a–liðar 1. mgr. 6. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
03. desember 2015 /Mál nr. 40/2015
Málið var talið varða við 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest. Það var mat úrskurðarnefndar að kærandi hefði verið starfandi á innlendum vinnumarkaði samhliða töku atvinnuleysisbóta án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um vinnuna.
-
03. desember 2015 /Mál nr. 176/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður greiðsluaðlögunarumleitanir kæranda á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.