Úrskurðir og álit
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 31/2012
Ágreiningur um við hvaða tímamörk skuli miða þegar verðmæti aðfararhæfra eigna er metið. Í lögum nr. 29/2011 er eingöngu fjallað um hvaða tímamark skuli miðað við þegar staða áhvílandi veðkrafna er metin, en í 1. mgr. ákvæðisins er mælt fyrir um að staða veðkrafna skuli miðast við 1. janúar 2011. Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæðið að því er varðar stöðu veðkrafna og til að gætt sé samræmis milli þess tímamarks sem staða veðkrafna er miðuð við annars vegar og mats á verðmæti fasteignar hins vegar, hefur úrskurðarnefndin talið rétt miða við sama tímamark. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 199/2011
Þess krafist að lífeyrissjóðslán væri tekið til greina þegar Íbúðalánasjóður endurútreiknaði lán hjá sjóðnum. Staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 13/2012
Mál þetta varðar 47. gr. barnaverndarlaga. Málinu var skv. 2. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga vísað til nýrrar meðferðar.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 205/2011
Ágreiningur um aðfararhæfar eignir. Lagt var mat á það hvort bankainnstæða kæranda, sem var fyrirfram greiddur arfur, teldist aðfararhæf eign í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2911. Þar sem ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir til að undanskilja fjárhæðina innheimtu skuldheimtumanna, sjá skilyrði 50. - 52. g. erfðalaga nr. 8/1962, taldist innstæðan til aðfararhæfra eigna sem ekki var sérstaklega undanþegin fjárnámi. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 16/2012
Fyrir lá að kærandi átti aðfararhæfar eignir með veðrými sem svaraði að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
20. ágúst 2012 /A-440/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012
Kærð var synjun Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda örorkulífeyrisþega og skattskyldar tekjur frá TR í maí og nóvember á árunum 2008-2011, sundurliðað eftir tekjubili. Fyrirliggjandi gögn. Upplýsingar í ótilteknum fjölda mála. Synjun staðfest.
-
18. ágúst 2012 /A-439/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012.
Kærð var synjun Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að afriti starfslokasamnings sjóðsins við fyrrum framkvæmdastjóra hans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
-
18. ágúst 2012 /A-438/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012.
Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að 1) skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og [B] og [C], sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011 og 2) yfirliti gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðarbæjar hjá [B]. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að skilmálaskjali að hluta. Krafa um frestun réttaráhrifa.
-
17. ágúst 2012 /Synjun námsstyrkjanefndar um greiðslu námsstyrks
Ár 2012, föstudagurinn 17. ágúst, er kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
-
-
15. ágúst 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12060292
Mosfellsbær: Ágreiningur um fundardagskrá
-
15. ágúst 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12060284
Mosfellsbær: Ágreiningur um fundardagskrá
-
-
-
10. ágúst 2012 /B-442/2012. Úrskurður frá 10. ágúst 2012.
Kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar A-442/2012 frá 5. júlí 2012 hafnað.
-
-
-
09. ágúst 2012 /A-434/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærð var synjun Flugmálastjórnar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Aðild að stjórnsýslumáli. Hluti af gögnun ekki fyrirliggjandi hjá Flugmálastjórn Íslands. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Aðgangur veittur að hluta. Frávísun að hluta.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
07. ágúst 2012 /Mál 11100119 Mat á umhverfisáhrifum, natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga.
Úrskurður um stjórnsýslukæru frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 19. september 2011 þess efnis að fyrirhuguð natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
-
07. ágúst 2012 /Mál 10120222 útgáfa starfsleyfis, Ölgerð Egils Skallagrímssonar
Úrskurður um kæru frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 4. nóvember 2010 um útgáfu starfsleyfis dags. 3. desember 2010 til handa Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum.
-
-
26. júlí 2012 /Mál nr. 30/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
25. júlí 2012 /Úrskurður vegna kæru dánarbús
Kærð var ákvörðun tollstjóra sem synjaði kröfu um að felldur yrði noður vaxta- og innheimtukostnður vegna innheimtu þing- og sveitarsjóðsgjalda.
-
20. júlí 2012 /B-438/2012. Úrskurður frá 20. júlí 2012.
Kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar A-438/2012 frá 5. júlí 2012 hafnað.
-
18. júlí 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12070078
Mosfellsbær: Ágreiningur um heimild bæjarstjóra til að ganga frá samningi um uppgjör sjálfskuldarábyrgðar
-
13. júlí 2012 /A-433/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærður var dráttur á svörum frá Landlækni vegna erindis til embættisins þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningi og öllum tengdum gögnum yfir Cervarix bóluefnið. Upplýsingar er varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Ráðstöfun almannafjár. Landlækni gert að afhenda kæranda rammasamning nr. 2870, dags. 24. júní 2011, um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi í heild sinni. Landlækni bar einnig að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15054, útboð á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma Veiru) til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu. Þá var staðfest ákvörðun Landlæknis um synjun á afhendingu afrits af tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 14. apríl 2011, vegna rammasamningsútboðs nr. 15036 á próteintengdum bóluefnum gegn pneumokokkum til notkunar í almennum bólusetningum.
-
-
11. júlí 2012 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun tollstjóra um greiðsluuppgjör
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun tollstjóra um að fella niður heimild kæranda til greiðsluuppgjörs.
-
11. júlí 2012 /Stjórnsýsluúrskurður vegna kærðu sem varðar ákvörðun fyrirtækjasskrár
Kærð var ákvörðun ráðuneytisins ákvörðun fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra um að framhaldsaðalfundur hafi verið löglega boðaður.
-
11. júlí 2012 /Mál 11040116
Úrskurður vegna stjórnsýslukæru frá Fjarðalaxi ehf., Jónatan Þórðarsyni, Höskuldi Steinarssyni og Arnóri Björnssyni vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 20. apríl 2011 þess efnis að fyrirhuguð 3.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum Arnarlax ehf. í Arnarfirði væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
-
-
11. júlí 2012 /Mál 11100049
Úrskurður um kæru vegna útgáfu Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis á starfsleyfi til Hvamms ehf., dags. 28. september 2011, til að starfrækja eggja- og kjúklingabú samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
-
-
-
10. júlí 2012 /A-430/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærð var synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af tilboði dags. 14. apríl 2011, sem lagt var fram af fyrirtækinu GlaxoSmithKleine ehf. vegna útboðs nr. NR 15036 og af útboðslýsingu Ríkiskaupa vegna þess útboðs. Upplýsingar sem varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Aðgangi hafnað. Landlækni gert að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15036, sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut að, enda um opið útboð að ræða, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu.
-
10. júlí 2012 /A-431/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærð var synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af gögnum er varða rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, annars vegar og afrit af gögnum er varða rammasamningi nr. 2144, dags. 2. október 2009, hins vegar, þ.e. óskað var eftir afritum af umræddum rammasamningum í heild sinni, án útstrikana, tilboðum seljenda og útboðslýsingum þeirra. Upplýsingar er varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur að hluta. Landlækni gert að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042, sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut að, enda um opið útboð að ræða, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu.
-
10. júlí 2012 /A-429/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærður var dráttur á svörum frá velferðarráðuneytinu vegna erindis þar sem farið var fram á afrit af kaupsamningi milli ráðuneytisins og GlaxoSmithKline ehf. um kaup á Synflorix-bóluefni gegn pneumókokkum, svo og öllum undirliggjandi samningum varðandi málið. Gögn þegar verið afhent að hluta. Önnur gögn ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Kæruheimild. Frávísun.
-
05. júlí 2012 /A-425/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var afgreiðsla innanríkisráðuneytisins á beiðni um leiðbeinandi yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir því hvort verkefni eru skyldubundin eða ekki. Við afgreiðslu upplýsingabeiðna var ekki fylgt þeirri reglu 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur ekki þeirri reglu að skýra skuli þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Frávísun. Gögn liggja ekki fyrir.
-
05. júlí 2012 /A-441/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012
Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á erindi kæranda þar sem óskað var eftir afhendingu samnings við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Erindi kærða hafði verið svarað á þá leið að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá bænum, en að unnið væri að gerð þeirra. Frávísun.
-
05. júlí 2012 /A-428/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja um afhendingu á gögnum um kaup embættisins á búningum af tilteknum lögaðila á árinu 2009 fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar. Kærandi hafði þegar fengið afrit af tilboði lögaðilans ásamt pöntun. Kæran laut því eingöngu að aðgangi að reikningum. Ekki fallist á að aðgangur kæranda að reikningunum væri líklegur til að geta valdið lögaðilanum tjóni. Ríkislögreglustjóra gert að afhenda kæranda umbeðna reikninga.
-
05. júlí 2012 /A-442/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012.
Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss á gögnum er vörðuðu opinber, en óútboðsskyld, innkaup spítalans á tilteknum vöruflokkum. Beiðni um gögn nægilega afmörkuð við tilgreind mál. Aðgangur aðila að gögnum er varða hann sjálfan. Aðgangur veittur að hluta. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Ráðstöfun almannafjár.
-
05. júlí 2012 /B-418/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012
Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 20. apríl 2012 nr. A-418/2012 felldur úr gildi. Ekki efni til að taka afstöðu til kröfu um að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðarins.
-
05. júlí 2012 /A-426/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun Áfengis- og tóbaksverlsunar ríkisins, ÁTVR, að synja beiðni um aðgang að gögnum varðandi reynslusölu á áfengi í verslunum ÁTVR, lögfræðiþjónustu o.fl. Kærði gerði kröfu um frávísun málsins eða staðfestingu synjunar. ÁTVR bar að afhenda kæranda skjal með heitinu „ferli umsókna um reynslusölu hjá ÁTVR“ í samræmi við ákvörðun sína. Beiðni kæranda laut að öðru leyti að ekki að tilteknu máli eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga. Frávísun.
-
05. júlí 2012 /A-437/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012
Kærður var dráttur á svörum frá landlækni vegna beiðni um afrit af kaupsamningum og öllum tengdum gögnum við níu innflutningsaðila varðandi kaup á 630.000 hlífðarsloppum, öndunargrímum, augnhlífum og hlífðarsvuntum. Fyrirliggjandi gögn. Öryggi og varnir ríkisins. Viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
-
05. júlí 2012 /A-427/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var synjun Akureyrarkaupstaðar á beiðni um aðgang að drögum að yfirlýsingu vegna samstarfs við Denverborg, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012. Vinnuskjöl. Endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls. Fallist á afhendingu gagnsins.
-
04. júlí 2012 /Kæra á ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins um þóknun verjanda
Kæra á ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins um þóknun verjanda í máli 2011/01/0020, tilvísun TE/sf/11/2517, dags 07.12.2011.
-
04. júlí 2012 /A-424/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja beiðni um aðgang að kostnaðarliðum vegna 17. júní hátíðarhalda í Hafnarfirði, þ.e. synjun afhendingar gagna varðandi leigu á hljóð- og ljósabúnaði á Víðistaðatúni vegna hátíðahalda 17. júní 2011, verktakagreiðslum til verktaka sem unnu verkið, flutningskostnað á tækjabúnaði og sviði og einnig heildarkostnað á verkinu með og án skemmtikrafta. Frávísun að því er varðaði yfirlit úr bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar. Fallist á aðgang að reikningi einstaklings vegna hátíðarhaldanna, enda ekki talið vera til þess fallið að skaða viðskiptahagsmuni hans að veita aðgang að reikningnum.
-
04. júlí 2012 /Mál 16/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 19. júní 2012, kærði Íslenska gámafélagið ehf. útboð Sorpu bs. vegna útboðsins „Endurvinnslustöðvar - Gámaleiga, flutningur og losun gáma frá endurvinnslustöðvum SORPU“.
-
04. júlí 2012 /Mál nr. 8/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 21. mars 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála degi síðar, kærir RVK ráðgjöf ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., 16. mars 2012 um val á tilboði í útboði nr. 15222 „Verkeftirlit - FLE stækkun til austurs“.
-
04. júlí 2012 /Mál nr. 6/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012“.
-
04. júlí 2012 /Mál nr. 14/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 11. júní 2012 sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 13. júní 2012, kærði Félag hópferðarleyfishafa útboð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem á m.a. rætur að rekja til samnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands nr. 12842 „Viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi“.
-
04. júlí 2012 /Mál nr. 13/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 23. maí 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15157: Skurðstofu- og skoðunarhanskar.
-
29. júní 2012 /A-423/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska FIH banka hefði verið í bókum Seðlabankans um áramótin 2011 til 2012. Í kærunni var ennfremur óskað eftir því að Seðlabankinn afhenti afrit af þeim kaupsamningi sem hann gerði við nýja eigendur FIH bankans þegar bankinn var seldur í október 2010. Staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni um aðgang að bókfærðu virði seljendaláns en þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afrit af kaupsamningi við nýja eigendur FIH bankans var þeim hluta kærunnar vísað frá.
-
29. júní 2012 /A-422/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun á beiðni um aðgang annars vegar að samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við lögaðila um kaup á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar og hins vegar að samningi heilbrigðisráðuneytisins við lögaðila um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu. Fallist var á beiðni kæranda að undanskildu einu fylgiskjali.
-
29. júní 2012 /A-436/2012. Úrskurður frá 29. júní 2012
Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt og að hluthafasamkomulagi fjármálaráðuneytisins og Skilanefndar Kaupþings um Arionbanka. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frávísun að hluta. Staðfest synjun um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt. Aðgangur veittur að hluta að hlutafjársamkomulagi.
-
28. júní 2012 /A-432/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærður var dráttur á svörum frá Landlækni vegna erindis, þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningum og öllum tengdum gögnum yfir veirulyfin Tamiflu og Relenza frá árinu 2006 til þess dags er beiðnin var sett fram. Landlæknir synjaði í kjölfarið beiðninni. Öryggi ríkisins. Synjun staðfest.
-
28. júní 2012 /A-435/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012
Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að hljóðritun milli formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands og forsætisráðherra um lánveitingu. Sérákvæði um þagnarskyldu. Synjun staðfest.
-
28. júní 2012 /A-421/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun sýslumanns að synja beiðni um afrit af skýrslu frá fyrirtækinu Líf og sál ehf. til lögreglustjóra í tilefni ásakana um einelti kæranda í garð tiltekinna lögreglumanna. Kærandi hafði einungis fengið í hendur niðurlag skýrslunnar. Synjun staðfest varðandi lýsingar einstakra starfsmanna. Kærandi skyldi þó fá aðgang að öðrum hlutum skýrslunnar.
-
-
27. júní 2012 /A-420/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var meint synjun Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða á beiðni um afhendingu allra gagna er vörðuðu meint kynferðisbrot gagnvart dóttur kæranda á Sólheimum, vistheimili Skúlagötu 46 og víðar. Kæruheimild var ekki fyrir hendi þar sem ekki var um synjun að ræða, kæranda hafði verið boðinn aðgangur að þeim gögnum sem lágu fyrir hjá kærða. Frávísun.
-
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 192/2011
Ágreiningur um hvort veita bæri þriggja ára fötluðu barni ferðaþjónustu til að fara í sjúkra- og iðjuþjálfun og sund. Samkvæmt 35. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 skal sveitarfélag gefa fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu, en markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks sé að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Úrskurðarnefndin taldi að þar sem um var að ræða barn undir 18 ára aldri sem lúti forsjá foreldra, eigi foreldrar rétt til greiðslna vegna ferðakostnaðar, sem hluta umönnunarbóta sem greiddar séu foreldrum langveikra barna á grundvelli laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Sú ferðaþjónusta sem fötluðu fólki væri færð í 35. gr. laga nr. 59/1992, sbr. lög nr. 152/2010, hafi því verið takmörkuð við þá sem séu eldri en 18 ára. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 6/2012
Málið varðar umgengni móður við börn sín, skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 7/2012
Málið varðar umgengni föður við barn sitt skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 25/2012
Húsaleigubætur. Ágreiningur um hvort greiða ætti kæranda húsaleigubætur aftur í tímann frá 1. ágúst 2011 til 30. desember 2011. Þar sem engra annarra gagna naut við í málinu var litið svo á að engar upplýsingar hafi legið fyrir um skólavist kæranda fyrr en í janúar 2012. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 26/2012
Ekki tekið við umsókn kærenda um niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði þar sem aftasti veðréttur væri hjá Arion banka. Málið var því framsent Arion banka. Íbúðalánasjóður upplýsti að þegar svar bærist frá bankanum yrði málið afgreitt. Í málinu lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun. Frávísun.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 1/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um greiðslu námsstyrks staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 18. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Kærandi hafi ekki verið talin eiga við mikla félagslega erfiðleika að stríða, ekki liggi fyrir að kærandi hafi ekki tök á að vinna með skóla né að hún myndi flosna úr námi kæmi ekki til aðstoðar. Þá áttu önnur ákvæði 18. gr. reglnanna ekki við um kæranda.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 19/2012
Ágreiningur um hvort velferðarráði Reykjavíkurborgar beri að sinna akstursþjónustu fyrir kæranda frá hjúkrunarheimili þar sem hún býr til að sinna ýmsum erindum. Hvorki er í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga né lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 að finna skyldu til að veita öldruðum akstursþjónustu. Samkvæmt 8. gr. reglna Reykjavíkurborgar um akstursþjónustu aldraðra gilda reglurnar ekki um akstursþjónustu fyrir aldraða sem eru á stofnunum, svo sem hjúkrunarheimilum. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 8/2012
Íbúðalánasjóður synjaði umsókn kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð á þeim grundvelli að greiðslubyrði hans rúmaðist ekki innan greiðslugetu, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001 um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 44/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um synjun um fjárhagsaðstoð staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslu styrks, þ.á.m. skilyrði 24. gr. reglna Reykjavíkurborgar að hafa verið með fjárhagsaðstoð sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 5/2012
Í málinu var ágreiningur um hvort félagsmálanefnd bæri að veita kæranda þjónustu tiltekins sálfræðings í stað sálfræðings og annarra sérfræðinga sem störfuðu fyrir nefndina. Samkvæmt 5. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 á einstaklingur rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og komi fram umsókn um slíka þjónustu skal skv. 3. mgr. 5. gr. laganna meta þá umsókn af teymi fagfólks, sem meti heildstætt þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustuna og jafnframt hvernig koma megi til móts við óskir hans. Úrskurðarnefndin taldi að slíkt mat hefði ekki farið fram á umsókn kæranda. Var því talið að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og málinu því vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
26. júní 2012 /A-419/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012
Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum fimm einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þagnarskylda. Synjun staðfest.
-
22. júní 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11080220
Hafnarfjarðarbær: Ágreiningur um ráðningu skólasálfræðinga
-
21. júní 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 21. júní 2012
Mál nr. 32/2012 Eiginnafn: Matta Hinn 21. júní 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 32/2012 en erindið barst nefndinni 5. júní: Eiginnafnið Matta (kvk)...
-
21. júní 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12050256
Sveitarfélagið Garður: Ágreiningur um fundarstjórn
-
21. júní 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11100252
Mýrdalshreppur: Ágreiningur um ráðningu landvarðar
-
19. júní 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11070089
Kópavogsbær: Ágreiningur um uppsögn þjónustusamnings
-
16. júní 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurður 16. júní 2012
Mál nr. 35/2012 Eiginnafn: Nóri Hinn 16. júní 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 35/2012 en erindið barst nefndinni 12. júní: Eiginnafnið Nóri (kk.) t)...
-
-
-
08. júní 2012 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts
Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um að hafna endurgreiðslu virðisaukaskatts til Landhelgisgæslu Íslands á grundvelli 21. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008.endurgreiðslukröfu kæranda.
-
-
05. júní 2012 /Mál nr. 11/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 14. maí 2012, kærði Bikun ehf. ákvarðanir Vegagerðarinnar um að ganga ekki til samninga við kæranda í kjölfar útboðanna „Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2012, klæðning“, „Yfirlagnir á Norðaustursvæði 2012, klæðning“ og „Yfirlagnir á Suðursvæði og Suðvestursvæði 2012 - Klæðning“.
-
05. júní 2012 /Mál nr. 10/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 25. apríl 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála 30. sama mánaðar, kærir Jökulfell ehf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 12788 „Sæmundargata - 2. áfangi: Gatnagerð og veitur“.
-
04. júní 2012 /Mál nr. 4/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar „Vöktun viðvörunarkerfa“.
-
04. júní 2012 /Mál nr. 1/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 3. janúar 2012, kærðu ÞÁ bílar ehf. ákvörðun Árborgar um „að semja við Guðmund Tyrfingsson ehf.“ í útboði kærða nr. 11229: „Útboð á akstri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.
-
04. júní 2012 /Mál nr. 2/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 23. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf., í eigin nafni og fyrir hönd CHINT Power Transmission & Distribution, Cromton Greaves, Schneider Electric og GBE Srl., útboð RARIK nr. 11005: „Brennimelur Substation Power Transformer, 20MVA, 132/33 kV“.
-
04. júní 2012 /Mál nr. 3/2012. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir ÍAS ehf. útboð RARIK nr. 11004: „Neskaupstaður Substation Power Transformer, 20MVA, 63/11 kV“.
-
31. maí 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 31. maí 2012
Mál nr. 24/2012B Eiginnafn: Þórsteinunn Hinn 31. maí 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 24/2012B en erindið barst nefndinni 22. maí: Í úrskurði nr. 2)...
-
30. maí 2012 /Kærð ákvörðun tollstjóra um endurgreiðslu dráttarvaxta
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun tollstjóra um að synja um endurgreiðslu dráttarvaxta.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
23. maí 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11060303
Reykjavíkurborg: Ágreiningur um sameiningu skóla og leikskóla
-
-
-
-
-
-
-
16. maí 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 16. maí 2012
Mál nr. 22/2012 Eiginnafn: Aðalvíkingur Hinn 16. maí 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 22/2012 en erindið barst nefndinni 24. apríl: Öll skilyrði 1)...
-
-
14. maí 2012 /Mál nr. 105/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda ekki fullar atvinnuleysisbætur fyrr en að loknum 39 virkum dögum frá umsóknardegi var staðfest með vísan til 4. mgr. 51. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi ekki uppfyllt skilyrði laganna á þeim tíma er hún sótti um bæturnar þar sem hún hafði fengið greidda 39 orlofsdaga við starfslok.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 104/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar er staðfest þar sem kærandi brást skyldum sínum með því að tilkynna ekki um fjarveru sína á námskeiði stofnunarinnar.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 102/2011
Staðfestar voru ákvarðanir Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og um að kærandi skuli endurgreiða stofnuninni ofgreiddar atvinnuleysisbætur auk 15% álags.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 106/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og endurgreiðslu atvinnuleysisbóta skv. 2. mgr. 39. gr. sömu laga var staðfest.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 95/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bóta með vísan til starfsloka kæranda á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistrygginga var staðfest.
-
14. maí 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 14. maí 2012
Mál nr. 23/2012 Eiginnafn: Damien Hinn 14. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 23/2012 en erindið barst nefndinni 7. maí: Öll skilyrði 1. mgr. 5.)...
-
14. maí 2012 /Mál nr. 134/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest sem og sú ákvörðun stofnunarinnar að kæranda bæri að endurgreiða atvinnuleysisbætur skv. 2. mgr. 39. gr. laganna.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 50/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um eignarráðstöfun á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laga nr. 103/2010 um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 59/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga og b-, c- og d-liðum 2. mgr. gr. sömu laga.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 81/2011
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-, f- og g-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
08. maí 2012 /A-415/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012
Kærð var synjun Þingvallanefndar á afhendingu gagna er vörðuðu annars vegar forkaupsrétt nefndarinnar að sumarhúsi, þ.e. samþykktu kauptilboði í sumarhúsið, tölvupóstum milli nefndarmanna í Þingvallanefnd vegna forkaupsréttarins og bréfi lögmanns Þingvallanefndar til lóðarleigusamningshafa um að fallið væri frá forkaupsrétti og hins vegar aðgangi að dreifibréfum sumarhúsaeigenda, ásamt álitsgerð lögfræðings, en gögnin höfðu verið lögð fram á fundum Þingvallanefndar. Synjað var á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ekki varð af kaupum þeim sem forkaupsrétturinn varðaði og skjölum þar að lútandi því ekki þinglýst. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga Gögn er varða ákvörðun um hvort beita skuli opinberum fjárheimildum til forkaupsréttar. Gögn hluti af fyrirsjáanlegum réttarágreiningi sem einstaklingar hafa aflað og kostað. Synjun staðfest að hluta.
-
08. maí 2012 /A-416/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á aðgangi að skrá yfir þá muni sem tilteknum starfsmanni ráðuneytisins og eiginkonu hans voru bættir eftir að þeir eyðilögðust við flutning til Bandaríkjanna árið 2011. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Friðhelgi heimilis. Synjun staðfest.
-
08. maí 2012 /A-417/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012
Kærð var synjun landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins á afhendingu efnahagsreikninga Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Ráðstöfun opinberra fjármuna. Aðgangur veittur.
-
08. maí 2012 /A-418/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012
Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss á gögnum er vörðuðu opinber, en óútboðsskyld, innkaup spítalans á tilteknum vöruflokkum. Beiðni um gögn nægilega afmörkuð við tilgreind mál. Aðgangur aðila að gögnum er varða hann sjálfan. Ekki sýnt fram á að aðgangur að gögnunum gæti skaðað samkeppnisstöðu Landspítala eða hagsmuni viðskiptamanna spítalans, í samkeppni við kæranda. Ekki fallist á að aðgangur að gögnunum gæti verið til þess fallinn að valda fyrirtækjunum tjóni yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur.
-
03. maí 2012 /A-414/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012
Kærð var synjun Ríkiskaupa á afhendingu upplýsinga um tilboðsfjárhæðir annars bjóðanda í útboði Ríkiskaupa á flugsætum til og frá Íslandi. Kærandi var sjálfur þátttakandi í útboðinu. Þátttakandi í útboði telst aðili máls í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Með vísan til þessa leit úrskurðarnefndin svo á að 9. gr. upplýsingalaga gilti um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum. Ekki fallist á að sýnt hefði verið fram á að það eitt og sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði, þótt kæranda yrði veittur aðgangur að umræddum tilboðsgögnum. Ekki heldur verið sýnt fram á að sérstök sjónarmið ættu að gilda um þá þjónustu sem rammasamningsútboðið laut að. Þá voru hagsmunir umrædds bjóðanda ekki taldir vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Aðgangur veittur.
-
-
03. maí 2012 /Mál nr. 6/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 12. mars 2012, kærði Bíladrangur ehf. útboð Vegagerðarinnar „Leirnavegur og breyting Svaðbælisár 2012“.
-
-
-
-
02. maí 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurður 2. maí 2012
Mál nr. 21/2012 Eiginnafn: Marísól Hinn 2. maí 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 21/2012 en erindið barst nefndinni 24. apríl. Eiginnafnið Marísól)...
-
30. apríl 2012 /Mál nr. 56/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c- og e-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
27. apríl 2012 /Mannanafnanefnd, úrskurður 27. apríl 2012
Mál nr. 20/2012 Eiginnafn: Marella Hinn 27. apríl 2012 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 20/2012 en erindið barst nefndinni 24. apríl. Eiginnafnið Mare)...
-
-
-
-
25. apríl 2012 /Mál nr. 7/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 20. mars 2012, kærði Hafnarnes Ver ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15178 „Netarall 2012“.
-
25. apríl 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11100274
Reykjavíkurborg: Ágreiningur um endurráðningu
-
-
-
-
-
-
-
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 86/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest skv. 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnutryggingar, enda hafði kærandi ekki upplýst stofnunina um skerta vinnufærni eins og honum bar að gera.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 4/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 9. mars 2012, kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Reykjanesbæjar „ Vöktun viðvörunarkerfa“.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 120/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda gætti kærandi ekki að skyldu sinni að láta stofnunina vita um breytingar á högum hans þegar hann varð fyrir slysi og fékk greiddar tryggingabætur í kjölfarið. Þá kvað úrskurðarnefndin á um að ofgreiddum atvinnuleysisbótum skyldi skuldajafnað við síðar tilkomnar greiðslur atvinnuleysisbóta.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 97/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest, enda í ljós leitt að kærandi var starfandi á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann þáði atvinnuleysisbætur og upplýsti ekki um að atvinnuleit hans hafi verið hætt. Komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að með háttsemi sinni hafi kærandi brotið gegn 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 5/2012. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 12. mars 2012 kærir Cetus ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15068: Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvörur fyrir Landspítala.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 121/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í þrjá mánuði var staðfest með vísan til 3. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Auk þess var kærandi látinn sæta ítrekunaráhrifum, sbr. 61. gr. laganna, þar sem hún hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laganna.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 30/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 9. nóvember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 17. sama mánaðar, kærir Resqtec Zumro B.V. útboð Ríkiskaupa nr. 15088: „Flugslysabjörgunarbúnaður fyrir Isavia ohf.“ Með bréfi, dags. 23. nóvember sama ár, voru kæranda veittar upplýsingar um hlutverk kærunefndar útboðsmála samkvæmt lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup, þær kröfur sem gerðar eru til kæru sem borin er undir nefndina samkvæmt 2. mgr. 94. gr. sömu laga og úrræði nefndarinnar samkvæmt 96. og 97. gr. laganna. Þá var kæranda með vísan til 3. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 veittur frestur til þess að leggja fram nýja kæru til samræmis við kröfur laganna. Með bréfi, dags. 13. desember sama ár lagði kærandi fram endurskoðaða kæru vegna áðurgreinds útboðs.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 122/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að réttur kæranda til tekjutengdra atvinnuleysisbóta hafi verið fullnýttur var staðfest með vísan til 29. og 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi farið aftur inn í kerfið eftir skemmri tíma en 24 mánuði á vinnumarkaði.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 90/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar því ástæður hennar fyrir námslokum voru ekki taldar gildar.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 130/2011
Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um niðurfellingu atvinnuleysisbóta kæranda í samtals fimm mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eru staðfestar.
-
-
-
-
-
13. apríl 2012 /A-413/2012. Úrskurður frá 29. mars 2012
Kærð var synjun Bankasýslu ríkisins á því að afhenda lista yfir alla umsækjendur um stöðu forstjóra stofnunarinnar, einnig þeirra sem dregið höfðu umsókn sína til baka eftir að umsóknarfresti lauk en áður en listinn var birtur. Bankasýsla ríkisins hafði hafnað því að birta nöfn þeirra sem dregið höfðu umsókn sína til baka, en birti lista yfir aðra umsækjendur. Málshraðareglu 11. gr. upplýsingalaga fullnægt. Einstaklingur sem sótt hefur um opinbert starf en dregur umsókn sína til baka verður almennt ekki lengur talinn umsækjandi um starfið. Synjun staðfest. Jafnframt var kærð afgreiðsla Bankasýslu ríkisins á beiðni Ríkisútvarpsins um sama lista og óskað eftir áliti úrskurðarnefndarinnar á því hvort Bankasýslu ríkisins hafi borið að birta lista yfir nöfn umsækjenda um leið og umsóknarfrestur um starfið rann út. Kæru málsins vísað frá að því leyti. Kæruheimild. Túlkun upplýsingalaga.
-
12. apríl 2012 /B-412/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012
Beiðni um endurupptöku úrskurðar nr. A-412/2012 hafnað.
-
12. apríl 2012 /Mál nr. 19/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Sérákvæði.
-
-
11. apríl 2012 /A-412/2012. Úrskurður frá 29. mars 2012
Kærð var afgreiðsla Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum er tengdust landi sem undirrituð hafði verið eignarnámssátt um þann 30. janúar 2007 milli aðila. Við afgreiðslu upplýsingabeiðna var ekki fylgt þeirri reglu 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur ekki þeirri reglu að skýra skuli þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Gögn ekki afhent úrskurðarnefnd, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, jafn skjótt og ætla mátti að unnt hefði verið. Hlutverk úrskurðarnefndar. Fyrirliggjandi gögn. Vinnuskjöl. Skráning og vistun gagna. Kæruheimild. Gögn þegar afhent eða afhending samþykkt. Frávísun að hluta.
-
11. apríl 2012 /A-411/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012
Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að stofnefnahagsreikningum Nýja Landsbanka Íslands hf., Nýja Kaupþings banka hf. og Nýja Glitnis banka hf., þ.e. þeim sem upphaflega voru útbúnir og afhentir stjórnum nýju bankanna þriggja á grundvelli laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., ásamt greinargerð um það hvernig eignir og skuldir voru klofnar út úr efnahag gömlu bankanna, þ.e. Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Jafnframt var kærð synjun á aðgangi að afritum af öðrum gögnum sem innihéldu upplýsingar um þær forsendur sem lagðar hefðu verið til grundvallar við gerð framangreindra stofnefnahagsreikninga þar sem gerð þeirra væri að öðru leyti rakin. Vinnuskjöl. Gögn m.a. sett saman öðrum til afnota. Endanleg ákvörðun stjórnvalds, þrátt fyrir að hún hafi tekið breytingum síðar og því verið til bráðabirgða á þeim tíma er hún var tekin. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. Sérstakt ákvæði um þagnarskyldu. Fyrirliggjandi gögn. Áður verið úrskurðað um aðgang að hluta gagna sem kæra beindist að. Aðgangur veittur að hluta.
-
10. apríl 2012 /Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR11080220
Húnavatnshreppur: Ágreiningur um ráðningu skólastjóra
-
10. apríl 2012 /A-409/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012
Kærð var sú ákörðun Reykjavíkurborgar að synja um aðgang að tilboði tiltekins bjóðanda og fylgigögnum þess, í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484 á hreinsun gatna og gönguleiða 2011, en borgin samdi við viðkomandi aðila í útboðinu. Þagnarskylda. Aðgangur aðila að upplýsingum er varða hann sjáfan. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna viðskipta stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Aðgangur veittur.
-
10. apríl 2012 /A-410/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012
Kærð var sú ákvörðun Sorpu bs. að synja um aðgang að öllum gögnum og upplýsingum um viðskipta- og afsláttar-fyrirkomulag milli tiltekin fyrirtækis og Sorpu bs. vegna móttöku á sorpi. Tilgreining máls eða gagna í máli. Mikilvægir fjárhagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Hagsmunir kæranda. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Viðskipti stofnana í samkeppni við aðra. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur.
-
10. apríl 2012 /Mál nr. 31/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, sem barst kærunefnd útboðsmála hinn 16. nóvember 2011, kærði AIH ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að vísa frá tilboði AIH ehf. vegna útboðs nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.
-
10. apríl 2012 /Mál nr. 32/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. nóvember 2011, kærði Logaland ehf. útboð Ríkiskaupa nr. 15066 „Rammasamningsútboð - Ýmsar gerðir af nálum, vökva- og blóðgjafasettum o.fl. fyrir heilbrigðisstofnanir“.
-
10. apríl 2012 /Mál nr. 35/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 13. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærir Stefán Jónsson ehf. ákvörðun Ríkiskaupa, fyrir hönd verkkaupans Isavia ohf., frá 28. október 2011 um að „bjóða út að nýju í rammasamningsútboði viðhaldsverk ríkisins á fasteignum. Þjónusta verktaka í iðnaði.“
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 81/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Auk þess skuli kærandi endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur að upphæð 100.724 kr. skv. 3. málsl. 60. gr. laganna og 1. málsl. 2. mgr. 39. gr.
-
04. apríl 2012 /A-407/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012
Kærð var sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að tilboði tiltekins bjóðanda í útboði Reykjavíkurborgar, sem Reykjavíkurborg síðan samdi við, ásamt tilteknum fylgigögnum tilboðsins, sem og gögnum sem bárust eftir opnun tilboða, afriti af úttektarskýrslu Mannvits og matsskýrslu Mannvits á bjóðendum í útboðinu. Gögn nægilega tilgreind. Þagnarskylda. Aðgangur aðila er upplýsingar varða hann sjálfan. Vinnuskjöl. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna viðskipta stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Aðgangur veittur.
-
04. apríl 2012 /A-408/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012
Kærð var afgreiðsla Landlæknisembættisins á beiðni um aðgang að skjölum og gögnum með upplýsingum um niðurstöður úttekta á hjúkrunarheimilum sem ekki hafði verið svarað. Í bréfi til úrskurðarnefndar féllst Landlæknisembættið á að veita kæranda aðgang að gögnunum, óskaði hann eftir því. Lagt fyrir Landlæknisembættið að afhenda kæranda umbeðin gögn.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 77/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga skv. 1. og 2. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var felld úr gildi með vísan til þess að nám kæranda hafi verið innan þeirra marka sem heimilt er samkvæmt ákvæði 2. mgr. 52. gr. laganna.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 87/2011
Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 163/2011
Hrundið var ákvörðun Vinnumálastofnunar, sem tekin var á grundvelli 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, þess efnis að kærandi skyldi ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hún hefði starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði, enda þáði hún ekki laun fyrir vinnu sem hún innti af hendi einn dag á útihátíð.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 98/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á umsókn um atvinnuleysisbætur var staðfest með vísan til 15. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 83/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á greiðslu atvinnuleysisbóta til kæranda með vísan til 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.