Hoppa yfir valmynd

A-200/2005 Úrskurður frá 30. mars 2005

ÚRSKURÐUR

Hinn 30. mars 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-200/2005:

Kæruefni

Með bréfi, dagsettu 23. mars 2005 [sic], mótteknu 24. febrúar 2005, kærði […], synjun landbúnaðarráðuneytisins dagsetta 22. október 2004 um að afhenda henni ættbók Cocker Spaniel hundsins [A].

Niðurstaða

Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1996 er frestur til að kæra synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum 30 dagar frá tilkynningu ákvörðunar. Þegar kæra […] barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál voru liðnir rúmlega 4 mánuðir frá því henni var tilkynnt um synjun.

Telur nefndin ekki efni til að taka kæruna til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda var kæranda leiðbeint um kærufrest í synjunarbréfi landbúnaðarráðuneytisins. 

Úrskurðarorð:

Kröfu kærenda, […], á hendur landbúnaðarráðuneytinu um að fá aðgang að ættarbók Cocker Spaniel hundsins [A] er vísað frá.

 

 

Páll Hreinsson, formaður

Friðgeir Björnsson

Sigurveig Jónsdóttir




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta