Hoppa yfir valmynd
Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

Úrskurður nr. 28/2010

Miðvikudaginn 23. júní 2010

A

gegn

Tryggingastofnun ríkisins

Ú r s k u r ð u r

Mál þetta úrskurða Friðjón Örn Friðjónsson, hrl., Guðmundur Sigurðsson, læknir og Þuríður Árnadóttir, lögfræðingur.

Með bréfi, dags. 11. janúar 2010, kærir A til úrskurðarnefndar almannatrygginga ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins varðandi endurhæfingarlífeyri.

Óskað er endurskoðunar.

Málavextir eru þeir samkvæmt málsgögnum að með umsókn til Tryggingastofnunar ríkisins, dags. 2. desember 2009, sótti kærandi um enduhæfingarlífeyri.

Úrskurðarnefndin óskaði með bréfi dags. 18. janúar 2010, eftir greinargerð Tryggingastofnunar ríkisins. Greinargerðin er dagsett 29. janúar 2010, þar segir meðal annars:

 „Enn fremur má geta þess að í kærubréfinu er talað um “úrskurð” Tryggingastofnunar þar sem umsókn um endurhæfingarlífeyri hafi verið hafnað. Enginn úrskurður liggur fyrir í þessu máli af hálfu Tryggingastofnunar. Einungis bréf þar sem óskað var frekari upplýsinga frá umsækjanda áður en erindi hans yrði afgreitt. Af þessu öllu leiðir að Tryggingastofnun ríkisins telur rétt að ofangreindu máli verði vísað frá nefndinni eins og fram kemur hér í upphafi.“

 

Niðurstaða úrskurðarnefndar:

Kæra varðar umsókn um endurhæfingalífeyri. Þar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur mál kæranda enn til umfjöllunar og hefur ekki lokið afgreiðslu þess verður það ekki tekið til úrskurðar hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga, sbr. 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þegar af þeirri ástæðu er málinu vísað frá úrskurðarnefnd almannatrygginga.

 

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

Máli A er vísað frá úrskurðarnefnd almannatrygginga.

 

 

F.h. úrskurðarnefndar almannatrygginga

Friðjón Örn Friðjónsson,

formaður

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta