Hoppa yfir valmynd
Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

Mál nr. 558/2019 - Úrskurður

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 558/2019

Fimmtudaginn 26. mars 2020

A

gegn

Vinnumálastofnun

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Arnar Kristinsson lögfræðingur.

Með kæru, dags. 30. desember 2019, kærði A Reykjavík, til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvörðun Vinnumálastofnunar, dags. 31. október 2019, um að fella niður bótarétt hans í tvo mánuði.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kærandi lagði inn kæru, sem rituð var á ensku, hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 30. desember 2019. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 2. janúar 2020, sem ritað var á ensku, var kæranda tilkynnt að eingöngu væri tekið við kærum á íslensku. Óskað var eftir að kærandi legði inn kæru sína á íslensku og tekið fram að nefndin myndi að því loknu taka mál hans til meðferðar. Kæranda var jafnframt bent á að hann gæti fengið aðstoð hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Beiðni nefndarinnar var ítrekuð með erindum 22. janúar og 18. febrúar 2020.  

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er íslenska mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu. Með vísan til þess ber úrskurðarnefnd velferðarmála einungis að taka til meðferðar kærur sem uppfylla þetta skilyrði.

Kærandi hefur ekki orðið við beiðni úrskurðarnefndarinnar um að leggja inn kæru á íslensku. Að því virtu er það niðurstaða nefndarinnar að kæran sé ekki tæk til meðferðar. Kæru er því vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Kári Gunndórsson

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta