Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Viðvíkurhreppur - Auglýsing hreppsnefndarfunda

Guðríður Magnúsdóttir                                        13. febrúar 1997                                                97010092

Viðvík, Viðvíkurhreppi                                                                                                                               1001

551 Sauðárkrókur

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 2. janúar 1997, þar sem borin er fram kæra á hendur Viðvíkurhreppi þess efnis að ekki séu auglýstir fundir hreppsnefndar “hvorki opinberlega í héraðsblöðum né símleiðis til hreppsbúa.”

 

             Erindi yðar var sent til umsagnar hreppsnefndar Viðvíkurhrepps með bréfi, dagsettu 6. janúar 1997. Umsögnin barst ráðuneytinu með bréfi, dagsettu 10. febrúar 1997.

 

             Í umsögn hreppsnefndar kemur fram að rétt sé að fundir hreppsnefndar hafi ekki verið auglýstir undanfarin ár. Eru þar tilgreindar ýmsar skýringar, en ljósrit umsagnarinnar fylgir hér með. Jafnframt kemur fram í umsögninni að fundir hreppsnefndarinnar verði “auglýstir á þessu ári annaðhvort bréflega eða skriflega.”

 

             Um auglýsingar á hreppsnefndarfundum er að finna ákvæði í 2. mgr. 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og 2. mgr. 14. gr. fyrirmyndar að samþykkt um stjórn og fundarsköp N.N.hrepps, en sú samþykkt gildir fyrir Viðvíkurhrepp þar sem sveitarfélagið hefur ekki sett sér sérstaka samþykkt skv. 49. gr. sveitarstjórnarlaga. Í 2. mgr. 50. gr. laganna segir að kunngera skuli “íbúum sveitarfélags með auglýsingu hvar og hvenær sveitarstjórn heldur fundi.” Samskonar ákvæði er í 2. mgr. 14. gr. fyrirmyndarinnar.

 

             Samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að hreppsnefnd Viðvíkurhrepps er skylt að auglýsa fundi sína. Jafnframt er ljóst af gögnum málsins að hreppsnefndin hefur brotið þessi ákvæði laganna og fyrirmyndarinnar að samþykkt. Fram hefur hins vegar komið ætlun hreppsnefndarinnar að bæta úr þessum ágalla. Ráðuneytið mun því skora á hreppsnefnd að hrinda þeim fyrirætlunum í framkvæmd hið fyrsta og sjá til þess að fundir hreppsnefndarinnar verði auglýstir framvegis, ekki eingöngu á yfirstandandi ári.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

 

 

 

Ljósrit:  Hreppsnefnd Viðvíkurhrepps.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta