Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Skógarstrandarhreppur - Skyldur sveitarstjórna til að afgreiða erindi

Skógarstrandarhreppur                                         27. febrúar 1997                                                97020055

Guðmundur Jónsson oddviti                                                                                                                    1001

Emmubergi

371 Búðardalur

 

 

 

 

 

             Vísað er til símtals yðar við ráðuneytið þann 17. febrúar sl. varðandi afgreiðslur mála á hreppsnefndarfundum. Af því tilefni er eftirfarandi hér með upplýst:

 

             Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 hafa sveitarstjórnarmenn málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á sveitarstjórnarfundum.

 

             Í 32. gr. fyrirmyndar að samþykkt um stjórn og fundarsköp N.N.hrepps, sbr. auglýsingu nr. 106/1987, er kveðið á um að hreppsnefnd geti samþykkt mál sem til meðferðar er, fellt það, vísað því frá hreppsnefnd eða vísað því til afgreiðslu nefndar eða oddvita. Máli sem hreppsnefnd ber að lögum að afgreiða verður þó ekki vísað til afgreiðslu annarra. Þá er hreppsnefnd einnig heimilt að fresta afgreiðslu máls, nema um sé að ræða mál sem að lögum ber að afgreiða fyrir tiltekinn tíma. Þessi fyrirmynd að samþykkt gildir fyrir Skógarstrandarhrepp þar sem ekki hefur verið sett sérstök samþykkt fyrir það sveitarfélag, sbr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

             Þegar hreppsnefnd er með til afgreiðslu mál, sem að hluta eða öllu leyti er byggt á aðsendu erindi, ber að skoða framangreind ákvæði samþykktarinnar með hliðsjón af ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða, en í 9. gr. þeirra laga er svohljóðandi ákvæði:

             “Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.

             Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal tiltaka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína.

             Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.

             Dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.”

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta