Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Súðavíkurhreppur - Nánari skýringar vegna skráningar fundargerða

Súðavíkurhreppur                                                  4. mars 1997                                                      97010088

Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri                                                                                                      16-4803

Njarðarbraut 14

420 Súðavík

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 26. febrúar 1996, þar sem óskað er eftir frekari skýringum vegna svarbréfs til Valsteins Heiðars Guðbrandssonar frá 19. febrúar sl.

 

             Þau ummæli ráðuneytisins að ekki hafi að öllu leyti verið fylgt ákvæðum 34. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Súðavíkurhrepps nr. 545/1996 byggjast á eftirfarandi:

 

1.          Í 1. mgr. 34. gr. er tilgreint hvað skuli skrá í fundargerð. Þar er ekki gert ráð fyrir að önnur skjöl séu límd inn í fundargerðabók sem hluti fundargerðar. Ráðuneytið getur að vissu leyti fallist á að ákvæði samþykktarinnar banna þann hátt ekki beinlínis, en telja verður slíkt mjög óheppilegt þar sem hætta getur verið á að slík skjöl losni úr fundargerðabókinni og hugsanlega glatist.

 

2.          Í 5. mgr. 34. gr. segir orðrétt: “Í lok fundar skal fundargerð lesin upp og skulu allir viðstaddir hreppsnefndarmenn undirrita hana nema hreppsnefnd ákveði annað.” Að mati ráðuneytisins er almenna reglan sú að ganga skal frá fundargerð í lok fundar. Tilvísun um að hreppsnefnd “ákveði annað” er talin eiga við um undirritun fundargerðarinnar, sbr. ennfremur fyrirmæli í 3. mgr. 53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986.

 

             Frekari upplýsingar verða góðfúslega veittar.

 

F. h. r.

 

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta