Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Sveinsstaðahreppur - Lögmæti hreppsnefndarfundar vegna úrskurðar um sveitarstjórnarkosningar

Sveinsstaðahreppur                                              19. ágúst 1998                                                   98080006

Björn Magnússon oddviti                                                                                                                         1001

Hólabaki

541 Blönduós

            

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 5. ágúst 1998, þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á lögmæti fundar í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps sem haldinn var 23. júní 1998.

 

             Ný sveitarstjórn var kjörin í Sveinsstaðahreppi 23. maí 1998. Var úrskurður kjörstjórnar varðandi eitt atkvæði kærður til sýslumanns og varð niðurstaða nefndar um málið á þá leið að úrskurður kjörstjórnarinnar var felldur úr gildi, sbr. úrskurð frá 10. júní 1998. Var sá úrskurður kærður til félagsmálaráðuneytisins þann 15. júní 1998 og kvað ráðuneytið upp úrskurð þann 30. júní 1998 á þá leið að úrskurður nefndarinnar var staðfestur. Eftir að úrskurður ráðuneytisins lá fyrir varpaði kjörstjórn hlutkesti um hvort Birgir Ingþórsson eða Gunnar Ellertsson teldist vera kjörinn aðalmaður í hreppsnefnd.

 

             Á fund hreppsnefndar Sveinsstaðahrepps þann 23. júní 1998 mættu fjórir aðalmenn, þar á meðal Gunnar Ellertsson, og Birgir Ingþórsson sem var boðaður sem 1. varamaður.

 

             Samkvæmt II. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 eiga þeir einir rétt til setu á sveitarstjórnarfundum sem kjörnir hafa verið til þess í kosningum. Fara þær kosningar fram á grundvelli laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

 

             Ráðuneytið telur ljóst að á fund hreppsnefndar Sveinsstaðahrepps þann 23. júní 1998 mættu einstaklingar sem náð höfðu kjöri í sveitarstjórnarkosningum þann 23. maí 1998. Ráðuneytið telur því ekki tilefni til að ætla að fundur hreppsnefndarinnar hafi verið ólögmætur, þrátt fyrir að á þeim tíma hafi ekki verið endanlega leyst úr kærumáli um hvort Gunnar Ellertsson og Birgir Ingþórsson hafi náð kjöri sem aðalmaður í hreppsnefnd og hvor þeirra hafi átt að skipa sæti fyrsta varamanns. Báðir sátu þeir fundinn þar sem einn aðalmanna gat ekki mætt og breytir engu um stöðu þeirra á fundinum sjálfum hvor var aðalmaður og hvor var fyrsti varamaður.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta