Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Hveragerðisbær - Hæfi leikskólakennara í hlutastarfi til að sitja í skólanefnd

Hveragerðisbær 9. nóvember 1998 98100046

Einar Mathiesen bæjarstjóri 1001

Hverahlíð 24

810 Hveragerði

Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 8. október 1998, þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins um hæfi Berglindar Bjarnadóttur til að vera varamaður í skólanefnd sveitarfélagsins. Berglind er leikskólakennari og starfar í hlutastarfi á leikskólanum Undralandi, Hveragerði, en skólanefndin fer með málefni grunnskóla og leikskóla.

Í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er svohljóðandi ákvæði:

“Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélags eru ekki kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana er þeir starfa hjá.“

Í ákvæðinu er ekki að finna takmörkun er varðar starfshlutfall viðkomandi starfsmanns hjá þeirri stofnun sem málið varðar. Ákvæðið var sett með hliðsjón af almennum reglum um hæfi í stjórnsýslunni og er tilgangur þess sá að koma fyrirfram í veg fyrir að nefndarmenn verði vanhæfir við meðferð mála.

Með hliðsjón af framangreindu telur ráðuneytið að vegna starfa hennar á leikskóla á vegum Hveragerðisbæjar sé Berglind Bjarnadóttir ekki kjörgeng í skólanefnd sveitarfélagsins.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta