Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Vestmannaeyjabær - Skylda nefnda til að halda gerðabækur

Oddur Júlíusson                                                                     30. mars 1999                                                                   99030087

Brekastíg 7B                                                                                                                                                                              1001

900 Vestmannaeyjar

 

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 22. þ.m., þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvort ráð og nefndir sem sveitarstjórnir kjósa skuli halda gerðabækur.

          Af því tilefni skal bent á ákvæði 1. mgr. 48. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en þar segir svo:

          "Nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélags skulu halda gerðabók sem fundargerðir eru færðar í. Fundargerðir nefnda skal skrá með sams konar hætti og fundargerðir sveitarstjórna, sbr. 23. gr."

          Ljóst er því samkvæmt ákvæðinu að ráðum og nefndum sveitarfélaga er skylt að færa fundargerðir í gerðabók sína.

 

F. h. r.

 

Sesselja Árnadóttir (sign.)

Guðjón Bragason (sign.)

 

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta