Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Vestmannaeyjabær - Vísað frá ráðuneytinu kæru v/ágreining um ályktunarhæfi fundar í stjórn ÞV

Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Vestmannaeyja
29. júlí 2003      
FEL03070044/1001

Arnar Sigurmundsson, bæjarfulltrúi

Bröttugötu 30

900 VESTMANNAEYJUM

 

Vísað er til bréfs yðar og annarra bæjarfulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. júlí sl., varðandi málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja. Í bréfinu er farið fram á að ráðuneytið úrskurði um lögmæti ákvarðana sem teknar voru á fundi stjórnar Þróunarfélags Vestmannaeyja þann 29. apríl sl., þar sem einungis tveir af fimm stjórnarmönnum voru mættir til fundarins.

Erindi yðar er hér með vísað frá ráðuneytinu með vísan til þess að Þróunarfélag Vestmannaeyja er sameignarfélag sem starfar á einkaréttarlegum grundvelli. Ákvarðanir er varða innri málefni félagsins ráðast af samþykktum félagsins og þeim lögum og venjum er gilda um sameignarfélög. Er því ekki unnt á grundvelli 103. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, að skjóta til ráðuneytisins ágreiningi um slíkar ákvarðanir.

 

 

F. h. r.

Garðar Jónsson (sign.)

Guðjón Bragason (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta