Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Sveitarfélagið X - Hafnað beiðni um endurupptöku

A g. sveitarfélaginu X                                  10. desember 2001                     FEL01080012/1001

  

Vísað er til erindis yðar, dags. 15. október 2001 en mótt. 1. nóvember 2001, þar sem krafist er endurupptöku á erindi yðar frá 24. júlí 2001. Í upphaflega erindinu var kvartað yfir störfum oddvita sveitarfélagsins X, B, og formanns skólanefndar sveitarfélagsins X, C, þess krafist að tiltekin ummæli viðkomandi einstaklinga yrðu rannsökuð og að þeim yrði vikið úr starfi á meðan rannsókn stæði yfir. Rök fyrir beiðni um endurupptöku eru þau að ráðuneytið hafi ekki óskað eftir nöfnum vitna að hinum tilgreindu ummælum.

 

Eins og fram kemur í niðurstöðu ráðuneytisins, dags. 10. október 2001, er það ekki í verkahring ráðuneytisins að rannsaka tiltekin ummæli sem kunna að hafa verið viðhöfð af hálfu einstakra sveitarstjórnarmanna. Jafnframt skal tekið fram að við málsmeðferð ráðuneytisins fara aldrei fram vitnaleiðslur. Ef um er að ræða ummæli sem geta varðað refsiábyrgð er hins vegar hægt að óska eftir lögreglurannsókn þar sem unnt er að taka skýrslur af vitnum.

 

Ráðuneytið telur af framangreindum ástæðum ekki unnt að verða við kröfu yðar um endurupptöku málsins.

 

 

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Guðjón Bragason (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta