Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Norður Hérað - Heimild sveitarstjórnar til að ákveða sameiningu að lokinni atkvæðagreiðslu og skylda til að halda borgarfund um málið

Aðalsteinn Jónsson
23. ágúst 2004
FEL04080018/1001

Klausturseli

701 Egilsstaðir

Hinn 23. ágúst 2004 er kveðinn upp í félagsmálaráðuneytinu svohljóðandi

ú r s k u r ð u r:

Með erindi, dags. 9. ágúst 2004, kærðu tólf íbúar Norður-Héraðs til ráðuneytisins þá ákvörðun

sveitarstjórnar Norður-Héraðs að samþykkja sameiningu sveitarfélaganna Austur-Héraðs, Fellahrepps og

Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar fóru fram tvær umræður og

atkvæðagreiðslur um tillöguna, hin fyrri 23. júlí 2004 og hin síðari viku síðar, þann 30. júlí.

Kærendur gera þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.

Staðreyndir málsins og afstaða kærenda og sveitarstjórnar koma að mati ráðuneytisins nægilega vel fram í

stjórnsýslukærunni og þeim gögnum sem henni fylgdu. Hefur málið verið tekið til úrskurðar án frekari

gagnaöflunar og var sú ákvörðun kynnt oddvita Norður-Héraðs með símbréfi hinn 18. ágúst 2004.

I. Málavextir

 

Hinn 26. júní 2004 fór fram atkvæ ðagreiðsla um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Tillaga

samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna var samþykkt í þremur sveitarfélaganna, Austur-

Héraði, Fellahreppi og Norður-Héraði, en í Fljótsdalshreppi var tillagan felld. Á Norður-Héraði voru

greidd 184 gild atkvæ ði og var sameiningin samþykkt þar með tíu atkvæ ða mun. Á kjörskrá voru 218

kjósendur.

Í kjölfar atkvæ ðagreiðslunnar var ákveðið á fundi samstarfsnefndar sveitarfélaganna hinn 29. júní að

leggja til að þau þrjú sveitarfélög þar sem sameiningartillagan var samþykkt yrðu sameinuð samkvæmt

heimild í 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Tillaga þessi var ræ dd á

fundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs þann 8. júlí en ákveðið var að bíða með að taka málið til afgreiðslu

þar til viðauki við málefnaskrá yrði tilbúinn.

Hinn 9. júlí afgreiddi samstarfsnefndin tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þriggja með viðauka við

málefnaskrá sem kynnt var fyrir atkvæ ðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra á

Fljótsdalshéraði. Tillagan var tekin til afgreiðslu á aukafundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs 23. júlí og var

ákveðið að málið yrði afgreitt við tvæ r umræ ður í sveitarstjórn. Tillagan var samþykkt án mótatkvæ ða og

var málinu þar með vísað til síðari umræ ðu sem fór fram 30. sama mánaðar.

Fyrir þann fund var lagður fram til umræ ðu og afgreiðslu undirskriftalisti sem afhentur var oddvita að

kvöldi 29. júlí 2004, þar sem 93 íbúar Norður-Héraðs undirrita svohljóðandi kröfu:

„Undirritaðir íbúar sveitarfélagsins Norður-Héraðs krefjast þess að haldinn verði almennur íbúafundur í

sveitarfélaginu um fyrirhugaða sameiningu þess við Austur-Hérað og Fellahrepp. Á fundinum verði til

umfjöllunar og atkvæ ðagreiðslu tillaga um að beina því til sveitarstjórnar Norður-Héraðs að efna til

almennrar bindandi atkvæ ðagreiðslu í sveitarfélaginu um fyrirhugaða sameiningu í samræmi við heimild í

5. mgr. 104. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.“

Í fundargerð er bókað að oddviti hafi lagt til að haldinn yrði íbúafundur og að afgreiðslu 2. liðar á dagskrá

fundarins, þ.e sameiningu Fellahrepps, Austur-Héraðs og Norður-Héraðs, yrði frestað fram til næ sta

sveitarstjórnarfundar.

Meiri hluti sveitarstjórnar lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:

„Undirritaðir samþykkja kröfu 93 íbúa Norður-Héraðs um almennan íbúafund um kynningu á sameiningu

Norður-Héraðs, Austur-Héraðs og Fellahrepps og umræ ðu um hana. Þar sem að tillaga um sameiningu

framangreindra sveitarfélaga hefur þegar verið samþykkt í sveitarstjórn Norður-Héraðs 23/7 2004 með

fjórum atkvæ ðum og að auki í hinum sveitarfélögunum tveimur þá lítum við svo á að þá ákvörðun sé ekki

hæ gt að afturkalla með íbúaþingi eða almennum kosningum. Leggjum við því til að seinni umræ ða um

sameiningu fari fram samkvæmt dagskrá fundarins.“

Eftir umræ ðu var framangreind tillaga meiri hluta sveitarstjórnar borin upp og samþykkt með fjórum

atkvæ ðum en einn sat hjá. Tillaga um sameiningu Fellahrepps, Austur-Héraðs og Norður-Héraðs var

síðan tekin til síðari umræ ðu og var hún samþykkt með þremur atkvæ ðum en tveir sátu hjá.

Loks var ákveðið á fundinum að haldinn yrði íbúafundur laugardaginn 7. ágúst kl. 17. Fundargerð þess

fundar er á meðal gagna málsins og kemur þar fram að að lokinni kynningu á málefnaskrá og almennum

umræ ðum var samþykkt tillaga um að skora á ráðuneytið að hafna sameiningu Norður-Héraðs,

Fellahrepps og Austur-Héraðs þar til fram hafi farið almenn bindandi atkvæ ðagreiðsla um sameiningu

þessara þriggja sveitarfélaga. Tuttugu greiddu þessari tillögu atkvæ ði en þrettán voru á móti.

Með bréfi oddvita Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps, dags. 4. ágúst 2004, sem barst

ráðuneytinu 6. sama mánaðar, er þess farið á leit að ráðuneytið staðfesti sameiningu sveitarfélaganna

þriggja. Afgreiðslu málsins hefur verið frestað þar til meðferð stjórnsýslukæ ru þessarar er lokið.

II. Málsrök kærenda

 

Eins og áður greinir krefjast kæ rendur þess að samþykkt sveitarstjórnar Norður-Héraðs um sameiningu

sveitarfélagsins við Fellahrepp og Austur-Hérað verði felld úr gildi.

Kæ rendur byggja á því að afgreiðsla meiri hluta sveitarstjórnar á kröfu íbúa um almennan íbúafund og

atkvæ ðagreiðslu á honum sé ólögmæ t enda byggi hún á ólögmæ tum sjónarmiðum. Ekki hafi verið heimilt

að láta síðari umræ ðu og atkvæ ðagreiðslu um sameiningu fara fram fyrr en tilgreind krafa hefði hlotið

lögmæ ta umfjöllun.

Kæ rendur gera athugasemd við að í bókun meiri hlutans sé gengið út frá forsendu sem sé augljóslega

röng, þ.e. að ekki sé unnt að láta fara fram almenna atkvæ ðagreiðslu af þeirri ástæ ðu að sveitarstjórn hafi

þegar afgreitt málið. Benda þeir á að sveitarstjórn hafi ákveðið að tvæ r umræ ður fæ ru fram um

sameiningartillöguna og þar með megi vera ljóst að tillagan hlyti ekki endanlega afgreiðslu frá

sveitarstjórn fyrr en eftir síðari umræ ðu. Samþykkt við fyrri umræ ðu feli einungis í sér að málinu sé vísað

til annarrar umræ ðu og ef tillaga sé felld við þá umræ ðu teljist hún þar með fallin í sveitarstjórn og fái

ekki gildi.

Með vísan til þessa hafi undirskriftalistinn ekki falið í sér ósk um afturköllun á þegar orðinni samþykkt

enda hafi sveitarstjórn verið í lófa lagið að fresta síðari umræ ðu og atkvæ ðagreiðslu þar til umbeðinn

íbúafundur hefði farið fram.

Meginsjónarmið kæ renda er að í svo mikilvæ gu máli, þar sem lítill meiri hluti var fyrir sameiningu allra

sveitarfélaga á Héraði, hafi sveitarstjórn verið rétt og skylt að gefa íbúum kost á því að greiða atkvæ ði um

þá sameiningu sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. Halda kæ rendur því fram að kjósendur hafi í

kosningum þann 26. júní 2004 verið að greiða atkvæ ði um sameiningu allra sveitarfélaga á Héraði enda

hafi sú aðstaða sem nú sé uppi ekki verið kynnt í aðdraganda kosninganna eða í málefnaskrá.

Kæ rendur byggja jafnframt á því að eins og atvikum sé háttað hafi sveitarstjórn ekki heimild til að ákveða

sameiningu á grundvelli 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem forsendur þeirrar sameiningar sem

kynnt var og kosið var um séu brostnar í veigamiklum atriðum. Af hálfu kæ renda er því haldið fram að

meginmarkmið sameiningartillögu þeirrar sem kosið var um þann 26. júní 2004 hafi verið að sameina allt

Fljótsdalshérað í eitt sveitarfélag. Að mati kæ renda var það grundvallarforsenda fyrir málefnaskrá þeirri

sem kosið var um að Fljótsdalshreppur yrði með í sameiningu. Norður-Hérað sé dreifbýlissveitarfélag

eins og Fljótsdalshreppur og þessi sveitarfélög eigi það sammerkt að þar fari nú fram framkvæmdir við

Kárahnjúkavirkjun. Sveitarfélögin hafi af þeim sökum átt ýmiss konar samstarf, meðal annars varðandi

tekjustofna sveitarfélaganna vegna þeirra framkvæmda og á starfstíma virkjunarinnar.

Kæ rendur benda einnig á að ekki geti orðið af stofnun sjóðs í þeirri mynd sem kynnt var í málefnaskrá

eftir að sameiningin var felld í Fljótsdalshreppi. Að mati kæ renda hafi þarna verið um að ræ ða eina af

grundvallarforsendum fyrir afstöðu íbúa til sameiningar sveitarfélaganna á öllu Fljótsdalshéraði í eitt

sveitarfélag. Í viðauka við málefnaskrána, sem samstarfsnefnd hafi samþykkt eftir að niðurstaða

kosninganna lá fyrir, komi fram tillaga um fjárfestingar- og þróunarsjóð í breyttri mynd sem mun hafa

það hlutverk að efla búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins. Ekki er því lengur um það að ræ ða að starfssvæ ði

sjóðsins sé einangrað við virkjunarsveitarfélögin, Fljótsdalshrepp og Norður-Hérað. Þá telja kæ rendur

ljóst að sjóðurinn verði miklu minni en fjallað var um í fyrri málefnaskrá.

Af hálfu kæ renda er byggt á því að framangreind atriði leiði til þess að forsendur sameiningar sem íbúar

greiddu atkvæ ði um þann 26. júní 2004 séu brostnar í veigamiklum atriðum og því hafi sveitarstjórn

Norður-Héraðs ekki vald til að ákveða sameiningu sveitarfélagsins við Fellahrepp og Austur-Hérað án

þess að bera málið undir atkvæ ði íbúa.

Kæ rendur segja kröfu sína um ógildingu byggjast hvort tveggja á því að ekki hafi verið staðið formlega

rétt að meðferð málsins og að eins og atvikum sé háttað hafi sveitarstjórn ekki haft vald til að ákveða

þessa sameiningu án þess að bera hana undir atkvæ ði íbúa sveitarfélagsins.

III. Niðurstaða ráðuneytisins

A. Inngangur

 

Með símbréfi sem sent var oddvita Norður-Héraðs hinn 18. ágúst 2004 var kæ rða sent afrit kæ runnar.

Jafnframt var honum tilkynnt að ráðuneytið teldi staðreyndir málsins og afstöðu kæ renda og

sveitarstjórnar koma næ gilega vel fram í stjórnsýslukæ runni og þeim gögnum sem henni fylgja til að unnt

væ ri að úrskurða í málinu án frekari gagnaöflunar. Sveitarstjórn var gefinn kostur á að koma sínum

sjónarmiðum og athugasemdum á framfæ ri við ráðuneytið þar til úrskurður yrði kveðinn upp en hún hefur

ekki nýtt sér þann rétt.

Á meðal gagna málsins eru fundargerðir sveitarstjórnar Norður-Héraðs frá fundum sem haldnir voru 8.,

23. og 30. júlí 2004 og minnisatriði frá íbúafundi sem haldinn var 7. ágúst. Jafnframt liggur frammi eintak

af málefnaskrá vegna atkvæ ðagreiðslu um sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og

Norður-Héraðs, sem fram fór 26. júní 2004, og dreifibréf til íbúa Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-

Héraðs, sem dagsett er 5. ágúst 2004. Í dreifibréfinu er kynntur viðauki við fyrrgreinda málefnaskrá ásamt

samþykktum fyrir FJÁRAFL-fjárfestinga- og þróunarsjóð „Héraðs“. Einnig eru þar rakin nokkur atriði

varðandi næ stu skref við undirbúning sameiningar sveitarfélaganna þriggja, auk þess sem bent er á

vefslóð þar sem unnt er að nálgast fundargerðir sveitarstjórna allra sveitarfélaganna er varða sameiningu

sveitarfélaganna.

Kæ ruheimild til ráðuneytisins er byggð á 103. gr. sveitarstjórnarlaga og er kæ ran fram komin innan

kæ rufrests, sem er þrír mánuðir. Kæ rendur eiga allir lögheimili á Norður-Héraði og telur ráðuneytið að

þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um lögmæ ti hinnar kæ rðu ákvörðunar.

B. Um heimildir sveitarstjórna skv. 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga

 

Eins og áður er rakið fór hinn 26. júní 2004 fram atkvæ ðagreiðsla um sameiningu Austur-Héraðs,

Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Tillagan var felld í Fljótsdalshreppi en

samþykkt í hinum sveitarfélögunum þremur. Samkvæmt 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998,

sbr. 6. gr. laga nr. 69/2004, er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga hlýtur samþykki

íbúa heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga þótt tillaga samstarfsnefndar hljóti ekki samþykki

íbúa allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Skilyrði er að tillaga hafi verið samþykkt í a.m.k. 2/3

sveitarfélaganna og að í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/3 íbúa á svæ ðinu.

Samkvæmt framangreindu ákvæ ði sveitarstjórnarlaga eru skilyrði uppfyllt til að sameina þau þrjú

sveitarfélög þar sem sameining var samþykkt í atkvæ ðagreiðslu 26. júní 2004, þ.e. Austur-Hérað,

Fellahrepp og Norður-Hérað, bæ ði að því er varðar hlutfall íbúa og fjölda þeirra sveitarfélaga sem hlut

eiga að máli. Kæ rendur byggja hins vegar á því að forsendur séu í veigamiklum atriðum brostnar fyrir

þeirri sameiningu sem þá var kosið um. Í því sambandi nefna þeir sérstaklega að kjósendur hafi verið að

greiða atkvæ ði um sameiningu allra sveitarfélaganna á Héraði og að aðrar mögulegar sameiningar hafi

ekki verið nefndar í aðdraganda kosninganna eða í málefnaskrá. Meginmarkmið sameiningartillögunnar

hafi þannig verið að sameina allt Fljótsdalshérað í eitt sveitarfélag.

Einnig hafa kæ rendur nefnt að fjárfestinga- og þróunarsjóður sem átti að efla byggð á því svæ ði sem

afmarkaðist af sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi og Norður-Héraði sé ekki fyrir hendi í þeirri mynd sem

kynnt var í málefnaskrá. Telja kæ rendur að þarna hafi verið um að ræ ða eina af grundvallarforsendum

fyrir afstöðu íbúa til tillögu að sameiningu.

Ljóst má vera að ákvæ ði 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga veitir sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga þar

sem sameiningartillaga hefur verið samþykkt formlegt vald til þess að ákveða sameiningu þeirra

sveitarfélaga, þrátt fyrir að tillaga um sameiningu hafi verið felld í einhverju þeirra sveitarfélaga sem þátt

tóku í atkvæ ðagreiðslu. Þau skilyrði sem sett eru í ákvæ ðinu eru hlutlæ gs eðlis og verður að telja að þar sé

um tæmandi talningu að ræ ða. Eins og áður segir eru þau skilyrði uppfyllt í þessu máli.

Ekki hefur áður reynt á þá málsástæ ðu við málskot til ráðuneytisins eða fyrir almennum dómstólum hvort

forsendur sameiningar kunni að vera svo breyttar að skylt kunni að vera að láta greiða atkvæ ði að nýju í

þeim sveitarfélögum sem hyggjast sameinast á grundvelli 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga. Ljóst er að í

mörgum tilvikum breytast forsendur við það að kjósendur í einu eða fleiri sveitarfélögum fella tillögu um

sameiningu og getur þá þurft að laga stefnumótun fyrir hið sameinaða sveitarfélag að breyttum aðstæ ðum.

Umræ tt lagaákvæ ði verður ekki skýrt á annan veg en þann að löggjafinn hafi algerlega lagt það í hendur

sveitarstjórna hlutaðeigandi sveitarfélaga að meta hvort skilyrði hafi breyst svo mikið að ekki séu lengur

forsendur til þess að sameina sveitarfélögin og sæ tir það mat ekki endurskoðun ráðuneytisins.

Í gögnum málsins kemur fram að á fundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs, sem haldinn var 23. júlí 2004,

gerði oddviti í bókun nokkra fyrirvara við málefnaskrá vegna sameiningar. Í fundargerð sveitarstjórnar frá

30. sama mánaðar, þar sem sameiningartillagan var afgreidd við síðari umræ ðu, kemur fram að

sveitarstjórnir Fellahrepps og Austur-Héraðs hafi fallist á flest þau atriði sem fram koma í umræ ddri

bókun. Tillaga um sameiningu var síðan samþykkt án mótatkvæ ða en tveir sveitarstjórnarmenn sátu hjá

við afgreiðslu málsins.

Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið ekki unnt að fallast á það með kæ rendum að þótt forsendur

hafi nokkuð breyst fyrir sameiningu sveitarfélaga á Héraði, sem greidd voru atkvæ ði um 26. júní 2004,

geti það orðið til þess að ákvörðun sveitarstjórnar Norður-Héraðs um að fallast á sameiningu Austur-

Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs sé ógild. Að mati ráðuneytisins væ ri slík niðurstaða í beinni

andstöðu við skýrt ákvæ ði 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga sem veitir sveitarstjórn endanlegt

ákvörðunarvald í málinu.

C. Um málsmeðferð sveitarstjórnar Norður-Héraðs

 

Í stjórnsýslukæ ru kemur fram það meginsjónarmið kæ renda að í svo mikilvæ gu máli, þar sem lítill meiri

hluti var fyrir sameiningu allra sveitarfélaga á Héraði, hafi sveitarstjórn verið rétt og skylt að gefa íbúum

kost á því að greiða atkvæ ði um þá sameiningu sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. Halda kæ rendur því

fram að kjósendur hafi í kosningum þann 26. júní 2004 verið að greiða atkvæ ði um sameiningu allra

sveitarfélaga á Héraði en ekki um sameiningu þeirra þriggja sveitarfélaga sem nú hafa ákveðið að

sameinast á grundvelli 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga.

Varðandi þessa málsástæ ðu kæ renda verður að hafa það í huga að sveitarstjórnarmenn eru til þess kjörnir

af íbúum sveitarfélagsins í almennum kosningum að taka ákvarðanir um málefni sveitarfélagsins. Í 28. gr.

sveitarstjórnarlaga kemur þannig fram að sveitarstjórnarmaður er einungis bundinn af lögum og

sannfæ ringu sinni um afstöðu til einstakra mála. Í ákvæ ðinu felst að sveitarstjórnarmönnum er heimilt að

taka ákvörðun í samræmi við lög þótt þeir viti að meðal íbúa sveitarfélagsins sé mikil andstaða við málið.

Samkvæmt 5. mgr. 104. gr. sveitarstjórnarlaga getur sveitarstjórn ákveðið að efna til almennrar

atkvæ ðagreiðslu til að kanna vilja kosningabæ rra íbúa um tiltekið málefni. Niðurstaða slíkrar

atkvæ ðagreiðslu er ekki bindandi fyrir sveitarstjórn nema hún hafi fyrir fram ákveðið að svo skuli vera.

Samkvæmt umræ ddu ákvæ ði var sveitarstjórn Norður-Héraðs ekki skylt að halda almenna

atkvæ ðagreiðslu í sveitarfélaginu áður en ákvörðun um sameiningu sveitarfélagsins við Austur-Hérað og

Fellahrepp var samþykkt við síðari umræ ðu 30. júlí 2004. Eins og rakið hefur verið að framan leiða

ákvæ ði 28. gr. og 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga til sömu niðurstöðu, þ.e. að sveitarstjórn Norður-

Héraðs hafi verið heimilt að leiða málið til lykta án þess að greidd yrðu atkvæ ði um málið að nýju.

Þá stendur eftir að meta hvort sveitarstjórn Norður-Héraðs hafi verið skylt að halda almennan borgarafund

áður en síðari umræ ða fór fram um sameiningartillöguna. Samkvæmt 2. mgr. 104. gr. sveitarstjórnarlaga

er skylt að halda slíkan fund ef fjórðungur atkvæ ðisbæ rra manna í sveitarfélaginu óskar þess. Til almenns

borgarafundar skal boðað með almennri auglýsingu og skal þar tekið fram hverjir hafi atkvæ ðisrétt á

fundinum ef æ tlunin er að atkvæ ðagreiðsla fari þar fram.

Í framangreindu ákvæ ði felst réttur fyrir íbúa til að krefja sveitarstjórnarmenn um upplýsingar um málefni

sveitarfélagsins og koma skoðunum sínum á framfæ ri við íbúa. Ályktanir slíkra funda geta hins vegar

aldrei verið bindandi, sbr. 4. mgr. sömu greinar, og verður að líta svo á að það sem fram kemur á slíkum

fundum sé eingöngu ráðgefandi fyrir sveitarstjórn. Kjörnir sveitarstjórnarmenn verða því eftir sem áður að

taka ákvörðun á grundvelli eigin sannfæ ringar, sem eftir atvikum getur verið önnur en vilji meiri hluta

íbúa sveitarfélagsins.

Á það ber að fallast með kæ rendum að tillaga um sameiningu sveitarfélaganna þriggja hafi ekki verið

búin að fá endanlega afgreiðslu í sveitarstjórn Norður-Héraðs við fyrri umræ ðu um málið, sem fram fór

23. júlí 2004. Að mati ráðuneytisins var ekki skylt skv. 21. gr. sveitarstjórnarlaga að hafa tvæ r umræ ður

um málið í sveitarstjórn en það var hins vegar sameiginleg ákvörðun hlutaðeigandi sveitarstjórna að fara

þá leið til tryggja að málið fengið vandaða afgreiðslu. Við fyrri umræ ðu um málið í sveitarstjórn var eðli

máls samkvæmt ekki tekin önnur ákvörðun en sú að vísa málinu til seinni umræ ðu. Í bókunum á fundi

sveitarstjórnar Norður-Héraðs 30. júlí virðist hins vegar gæ ta nokkurs misskilnings hvað þetta varðar og

verður ekki fallist á það sem þar kemur fram að sveitarstjórn hafi þegar afgreitt málið endanlega. Ekki

verður talið að máli skipti fyrir niðurstöðu málsins að þá lá fyrir að bæ jarstjórn Austur-Héraðs hefði fyrir

sitt leyti lokið afgreiðslu málsins við tvæ r umræ ður, enda er ákvörðun skv. 2. mgr. 91. gr.

sveitarstjórnarlaga háð samþykki allra hlutaðeigandi sveitarstjórna.

Skilja verður erindi kæ renda svo að á því sé byggt að óheimilt hafi verið að láta síðari umræ ðu og

atkvæ ðagreiðslu um sameiningartillögu fara fram fyrr en almennur borgarafundur hefði verið haldinn og

að sá annmarki sé slíkur að hin kæ rða ákvörðun sé ógildanleg. Eins og áður er getið fór borgarafundurinn

fram átta dögum eftir að sameiningin var samþykkt í sveitarstjórn Norður-Héraðs.

Með undirskriftalista sem afhentur var oddvita kvöldi fyrir umræ ddan sveitarstjórnarfund var uppfyllt

skilyrði 2. mgr. 104. gr. sveitarstjórnarlaga og var sveitarstjórn Norður-Héraðs því skylt að efna til

almenns borgarafundar, sem hún og gerði þann 7. ágúst 2004. Kæ rendur nefna hins vegar í

stjórnsýslukæ runni að á fundinum hafi verið gerð athugasemd við það að efni fundarins hafi ekki verið í

samræmi við þá kröfu sem 93 íbúar höfðu sett fram.

Sú krafa sem sett er fram á undirskriftalistum sem afhentir voru oddvita er augljóslega nokkrum

annmörkum háð. Þannig má ljóst vera að það er ekki á valdi almenns borgarafundar að binda hendur

sveitarstjórnar, hvorki um það hvort atkvæ ðagreiðsla verði haldin né hvort hún skuli fela í sér bindandi

úrslit. Það var því óhjákvæmilegt að sveitarstjórn afmarkaði nánar dagskrá fundarins, í samræmi við

ákvæ ði 104. gr. sveitarstjórnarlaga. Framhjá því verður þó ekki horft að í stað þess að á fundinum væ ri

fjallað um fyrirhugaða ákvörðun um sameiningu Norður-Héraðs við Austur-Hérað og Fellahrepp ákvað

sveitarstjórn að tilgangur fundarins yrði sá að kynna sameininguna, eftir að hún var samþykkt endanlega í

sveitarstjórn. Ber að fallast á það með kæ rendum að eðlilegra hefði verið að halda umræ ddan fund áður en

málið var endanlega afgreitt í sveitarstjórn og að þessu leyti sé um að ræ ða annmarka á málsmeðferð

sveitarstjórnar.

Almennir borgarafundir eru mikilvæ gt úrræ ði fyrir íbúa sveitarfélags til að fá upplýsingar um málefni

sveitarfélagsins og koma á framfæ ri skoðunum sínum við sveitarstjórn. Slíkir fundir eru hins vegar ekki

vettvangur til þess að taka bindandi ákvarðanir um einstök málefni og eins og áður er rakið er ótvíræ tt að

sveitarstjórn ein hefur vald til að ráða því til lykta hvort sveitarfélag verði sameinað öðrum

sveitarfélögum á grundvelli heimildar í 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga, sem hefur að geyma sérreglu er

gildir um það tilvik er stjórnsýslukæ ran varðar. Í umræ ddu ákvæ ði er hvorki kveðið á um skyldu

sveitarstjórnar til að viðhafa nýja atkvæ ðagreiðslu um málið né er þar nefnt að halda beri almennan

borgarafund um ákvörðun um sameiningu sveitarfélags við önnur sveitarfélög. Verður enda að æ tla að

sveitarstjórn sé almennt kunnugt um afstöðu íbúa sveitarfélagsins til sameiningar í ljósi sem á undan er

gengið vegna kynningar og atkvæ ðagreiðslu um sameiningartillögu.

Ráðuneytið telur rétt að horfa til þess að þegar var komin fram á opinberum vettvangi og í almennri

umræ ðu umtalsverð andstaða meðal íbúa Norður-Héraðs við fyrirhugaða sameiningu, eins og raunar mátti

einnig ráða af úrslitum á Norður-Héraði í atkvæ ðagreiðslu sem fram fór 26. júní 2004. Sveitarstjórn mátti

einnig vera ljós andstaða fjölmargra íbúa Norður-Héraðs við það að sameining yrði ákveðin án þess að

greidd yrðu atkvæ ði um málið að nýju, sem meðal annars kom ljóslega fram á undirskriftalista með

nöfnum næ rri helmings kosningabæ rra manna í sveitarfélaginu, sem afhentur var oddvita 29. júlí 2004.

Ljóst er samkvæmt lögum að endanleg ákvörðun um sameiningu á grundvelli 2. mgr. 91. gr.

sveitarstjórnarlaga er falin hlutaðeigandi sveitarstjórnum og að við afgreiðslu málsins eru

sveitarstjórnarmenn eingöngu bundnir af lögum og eigin sannfæ ringu. Að mati ráðuneytisins verður það

því ekki talið varða ógildingu hinnar kæ rðu ákvörðunar þótt sá annmarki hafi verið á meðferð málsins,

eins og áður sagði, að ekki var haldinn borgarafundur áður en tillaga um sameiningu Norður-Héraðs við

Austur-Hérað og Fellahrepp var tekin til síðari umræ ðu og atkvæ ðagreiðslu í sveitarstjórn Norður-Héraðs.

Með vísan til framangreindrar niðurstöðu verður að hafna kröfu kæ renda um að ákvörðun sveitarstjórnar

Norður-Héraðs, um að sameina sveitarfélagið Austur-Héraði og Fellahreppi, verði úrskurðuð ógild.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

 

Ákvörðun sveitarstjórnar Norður-Héraðs, um að sveitarfélagið skuli sameinað Austur-Héraði og

Fellahreppi, er gild.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G. Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

 

23. ágúst 2004 - Norður Hérað - Heimild sveitarstjórnar til að ákveða sameiningu að lokinni atkvæðagreiðslu og skylda til að halda borgarfund um málið. (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta