Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Borgarbyggð - Ágreiningur aðildarsveitarfélaga heilsugæslustöðvarinnar um hlutdeild í stofnkostnaði

Heilsugæslustöðin Borgarnesi                            4. febrúar 1997                                                  97010161

Eva Eðvarsdóttir framkvæmdastjóri                                                                                                         1102

310 Borgarnes

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 17. janúar 1997, þar sem vísað er til úrskurðar ráðuneytisins ágreiningi aðildarsveitarfélaga Heilsugæslustöðvarinnar Borgarnesi um hlutdeild í stofnkostnaði.

 

             Sveitarfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í eigin málum sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Úrskurðarvald félagsmálaráðuneytisins samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga er um “ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna”. Úrskurðarvaldið nær því yfir formlegu atriðin við töku ákvörðunarinnar, sbr. sveitarstjórnarlög og stjórnsýslulög, en ekki efnisinnihald, þ.e. atriði sem byggjast á frjálsu mati sveitarstjórnarinnar.

 

             Hvað erindi yðar varðar er rétt að taka fram að í 18. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 segir að hlutaðeigandi sveitarfélög skuli greiða 15% af kostnaði við byggingu og búnað heilsugæslustöðva. Frekari ákvæði um kostnaðarskiptingu einstakra hlutaðeigandi sveitarfélaga er ekki að finna í lögunum. Sveitarfélögunum er því ætlað að komast að samkomulagi um þau atriði, m.a. með hliðsjón af því sem telst sanngjarnt og eðlilegt.

 

             Með vísan til þess telur ráðuneytið að það hafi ekki úrskurðarvald um það deiluefni sem fram kemur í erindi yðar.

 

             Að lokum skal hins vegar vegna niðurlags erindis yðar bent á ákvæði 15. gr. laga nr. 97/1990, sbr. lög nr. 140/1996, en þar segir svo: “Ráðherra er heimilt að breyta skiptingu í heilsugæsluumdæmi, fjölda og flokkun heilsugæslustöðva og starfssvæði þeirra með reglugerð, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.”

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta