Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Héraðsnefnd Rangæinga - Heimildir sveitarfélaga til að segja sig úr héraðsnefnd

Bergur Pálsson
14. apríl 2004
FEL04020050/1001

Hólmahjáleigu

861 Hvolsvelli

Vísað er til erindis yðar, dags. 17. febrúar 2004, þar sem þér óskið álits ráðuneytisins á því, f.h.

sveitarstjórnarmanna B-lista framsóknarmanna í Rangárþingi eystra, hvort sveitarfélagið geti sagt sig úr

Héraðsnefnd Rangæinga. Gerð er grein fyrir því í erindinu að fyrir sameiningu sveitarfélaga í

Rangárvallasýslu hafi verið þar ellefu sveitarfélög og héraðsnefnd því verið nauðsynlegur

samstarfsvettvangur sveitarfélaganna. Nú séu sveitarfélögin aðeins þrjú og því ekki sama þörf á þessu

fyrirkomulagi. Til dæmis sé unnt að fela sveitarstjórum að annast samstarf og stofna byggðasamlög um

stærri verkefni.

Héraðsnefndir komu fyrst til sögunnar við setningu sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og tóku þær sem

kunnugt er við mörgum verkefnum sýslunefnda. Í 4. mgr. 6. gr. laganna var að finna svohljóðandi

ákvæði:

„Verkefni þau, sem sýslunefndum eru nú falin með lögum, skulu falla til sveitarfélaga. Héraðsnefndir

skulu myndaðar um lausn þeirra verkefna og annarra verkefna sem sveitarfélögin fela þeim eða þeim eru

falin með lögum. Héraðsnefndir taka við eignum og skuldum sýslufélaga við gildistöku laga þessara nema

sveitarfélög, sem aðild áttu að sýslufélagi, óski að yfirtaka þær. Kaupstaðir geta átt aðild að

héraðsnefndum og heimilt er að sameina þær með samkomulagi viðkomandi sveitarstjórna. Um

héraðsnefndir gilda ákvæði IX. kafla eftir því sem við getur átt.“

Sambæ rilegt ákvæ ði um skylduaðild sveitarfélaga að héraðsnefnd er ekki að finna í gildandi

sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, en í 81. gr. laganna er minnst á héraðsnefndir sem eitt form á samvinnu

sveitarfélaga. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 45/1998 er að finna eftirfarandi

skýringar:

„Lagt er til að felld verði brott 4. mgr. 6. gr. laganna svo enginn vafi leiki á að það eru sveitarfélögin sem

ákveða sjálf hvort þau eigi aðild að héraðsnefnd og þá hvernig hún skuli starfræ kt.“

 

Með vísan til framangreinds verður að telja að það hafi verið skýr vilji löggjafans að afnema

skyldubundna aðild sveitarfélaga að héraðsnefndum og að sveitarstjórnum sé því frjálst að slíta samstarfi

sínu á þeim vettvangi. Ráðuneytið telur hins vegar rétt að benda á að í lögum eru héraðsnefndum falin

tiltekin verkefni og kann a.m.k. í einhverjum tilvikum að leika vafi á því hver beri ábyrgð á þeim

verkefnum ef héraðsnefnd er ekki lengur starfandi. Í þessu sambandi skal einkum bent á 19. gr. laga um

landgræ ðslu, nr. 17/1965, ýmis ákvæ ði laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, 69. gr. jarðalaga,

nr. 65/1976, 21. gr. vegalaga, nr. 45/1994, og 11. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

 

14. apríl 2004 - Héraðsnefnd Rangæinga - Heimildir sveitarfélaga til að segja sig úr héraðsnefnd (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta