Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Reykjanesbær - Ágreiningur um kjör fulltrúa í heilbrigðisnefnd á Suðurnesjasvæði

Reykjanesbær
12. janúar 1999
98110042

Ellert Eiríksson, bæjarstjóri 16-2000

Tjarnargötu 12

230 Keflavík

 

 

Vísað er til erindis yðar, dagsett 11. nóvember 1998, þar sem óskað er úrskurðar félags- málaráðuneytisins á ágreiningi sem uppi er meðal sveitastjórna á Suðurnesjasvæði um kjör fulltrúa í heilbrigðisnefnd, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, en skv. 2. mgr. 11. gr. laganna nær Suðurnesjasvæði til Reykjanesbæjar, Grindavíkurkaupstaðar, Sandgerðisbæjar, Gerðahrepps og Vatnsleysustrandarhrepps.

Fyrrgreind 1. mgr. 11. gr. laganna hljóðar svo:

„Landið skiptist í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitar- stjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd skulu eiga sæti fimm menn, kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður. Samtök atvinnurekenda og náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa hvor í nefndina til viðbótar. Fulltrúar atvinnurekenda og náttúruverndarnefnda hafa ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn."

Í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 er ekki að finna nein fyrirmæli um með hvaða hætti kjósa skuli í nefndir þegar um samstarf sveitarfélaga er að ræða. Ef ekki er um lögbundin verkefni að ræða er það alfarið samningsatriði milli viðkomandi sveitarfélaga hvernig nefnd er skipuð. Ef hins vegar um lögbundin verkefni er að ræða koma til skoðunar lagaákvæði á viðkomandi sviði. Getur niðurstaða um skipan nefndar ráðist af túlkun á lögum á viðkomandi sérsviði, meðal annars með hliðsjón af tilgangi laganna og hinum lögbundnu verkefnum.

Með vísan til framangreinds telur félagsmálaráðuneytið að umfjöllun um ágreining þann sem hér um ræðir sé ótvírætt á verksviði umhverfisráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 9. gr. framangreindra laga.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

Afrit: Umhverfisráðuneytið.




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta