Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Vestmannaeyjabær - Neitun á að afhenda upplýsingar þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fullnustuheimild ráðuneytisins

Oddur Júlíusson 22. maí 2000 Tilvísun: 99060013/16-8000

Brekastíg 7B

900 Vestmannaeyjum

Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 21. febrúar 2000, varðandi neitun Vestmannaeyjabæjar á að afhenda gögn á grundvelli úrskurðar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá 7. febrúar 2000.

Af því tilefni ritaði ráðuneytið Vestmannaeyjabæ bréf, dagsett 22. febrúar sl., þar sem óskað var umsagnar um erindið. Svarbréf barst ráðuneytinu með bréfi, dagsettu 6. apríl sl. Bréf þessi fylgja hér með í ljósriti.

Í 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er kveðið á um að ráðuneytið hafi eftirlit með að sveitarstjórnir gegni skyldum sínum samkvæmt þeim lögum og öðrum löglegum fyrirmælum. Í þessu máli er efnislega deilt um hvort og/eða að hve miklu leyti Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda yður gögn. Í V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er kveðið á um sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna er nefndin sjálfstæð í störfum sínum og verður úrskurðum hennar samkvæmt þeim lögum ekki skotið til annarra stjórnvalda. Heimilt er hins vegar að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla.

Með hliðsjón af því að deilt er um túlkun upplýsingalaga og þar með skyldur Vestmannaeyjabæjar í máli þessu sem félagsmálaráðuneytið hefur ekki úrskurðarvald um telur ráðuneytið að það hafi ekki heimild til að beita úrræðum 102. gr. sveitarstjórnarlaga gagnvart sveitarfélaginu í þessu tilviki.

Dregist hefur að svara erindi yðar vegna mikilla anna í ráðuneytinu.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta