Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Borgarbyggð - Takmörkun á málskotsrétti til ráðuneytisins, einkaréttarleg ákvörðun sveitarstjórnar

Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur
8. október 2004
FEL04090030/1001

Víðigrund 34

550 SAUÐÁRKRÓKUR

Vísað er til stjórnsýslukæru yðar f.h. ábúenda jarðarinnar Álftáróss í Borgarbyggð, dags. 3.

september 2004.

Í erindi yðar er um kæruheimild vísað til 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, með síðari

breytingum, og er á því byggt að ákvörðun bæjarstjórnar Borgarbyggðar að selja jörðina í

makaskiptum hafi verið stjórnsýsluákvörðun sem kæranleg sé til ráðuneytisins. Á þennan

skilning fellst ráðuneytið ekki.

Samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga úrskurðar ráðuneytið um ýmis vafaatriði sem upp kunna

að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna en það skerðir þó ekki rétt aðila til þess að

höfða mál fyrir dómstólum. Ákvæðið hefur verið túlkað á þann veg að ráðuneytið fjalli

eingöngu um mál er varða stjórnsýsluákvarðanir, þ.e. ákvarðanir sem hafa áhrif á réttindi eða

skyldur manna. Ákvarðanir sveitarstjórna sem eru eingöngu einkaréttarlegs eðlis falla því

almennt utan valdsviðs ráðuneytisins, nema unnt sé að benda á brot gegn meginreglum

sveitarstjórnarlaga. Sem dæmi um slíkt má nefna að hlutaðeigandi stjórnvald hafi ekki vald til

að taka ákvörðun eða einstakir sveitarstjórnarmenn séu vanhæfir til að koma að afgreiðslu

tiltekins máls.

Eignarhald og sala bújarða er ekki á meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Ákvörðun

sveitarstjórnar um að selja bújörð í eigu sveitarfélags felur að mati ráðuneytisins ekki í sér

stjórnsýsluákvörðun heldur er um að ræða einkaréttarlega ákvörðun sem ekki sætir kæru til

ráðuneytisins skv. 103. gr. sveitarstjórnarlaga. Ekki verður séð af gögnum málsins að því sé

haldið fram að við gerð makaskiptasamnings milli Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu,

dags. 28. maí 2004, hafi verið brotið gegn meginreglum sveitarstjórnarlaga á þann hátt að

málið sæti kæru til ráðuneytisins.

Með vísan til framangreinds rökstuðnings er málinu vísað frá félagsmálaráðuneytinu. Tekið

skal fram að framangreind niðurstaða skerðir á engan hátt rétt yðar til að leita til dómstóla eða

umboðsmanns Alþingis.

Þetta tilkynnist yður hér með.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G. Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

Afrit:

Landbúnaðarráðuneytið

8. október 2004 - Borgarbyggð - Takmörkun á málskotsrétti til ráðuneytisins, einkaréttarleg ákvörðun sveitarstjórnar. (PDF)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta