Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Garðabær - Krafa um að fá afhenta lóð án endurgjalds, frávísun

Einar M. Bjarnason
29. nóvember 2004
FEL04050018/16-1300

Guðmundur M. Bjarnason

Stórási 20

210 GARÐABÆ

Vísað er til bréfa yðar sem dagsett eru 10. október 2004 og 17. nóvember 2004. Með bréfi sem

dagsett er 9. nóvember 2004 var yður veittur frestur til að koma að frekari rökum fyrir því að

ráðuneytið ætti að hlutast til um að þér fáið til eignar lóðina Brúnás 12, 210 Garðabæ, án

endurgjalds. Í síðara bréfi yðar er ekki að finna rök sem leiða til þess að ráðuneytið geti

endurmetið þá afstöðu sína sem yður var kynnt í áðurnefndu bréfi, dags. 9. nóvember 2004, að

ekki sé ástæða til þess að ráðuneytið láti málið til sín taka á grundvelli 102. eða 103. gr.

sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Málinu er því vísað frá ráðuneytinu.

Ljóst er af bréfum yðar að þér teljið yður eiga lögvarða kröfu á því að fá til eignar lóðina Brúnás

12, 210 Garðabæ, án endurgjalds. Yður er bent á að ef þér hafið undir höndum aðfararheimild,

sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, getið þér leitað til sýslumanns og krafist aðfarargerðar, sbr.

IV. þátt sömu laga. Ef þessi leið stendur yður ekki opin og ekki næst samkomulag við umrætt

sveitarfélag er ekki annars úrkosti en að leita til dómstóla sem endanlega skera úr um réttmæti

kröfu yðar. Hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða

réttarsambands getur hann leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar í þeim efnum, sbr. 2. mgr.

25. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G. Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

29. nóvember 2004 - Garðabær - Krafa um að fá afhenta lóð án endurgjalds, frávísun. (PDF)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta