Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Ísafjarðarbær - Um framsendingu erindis varðandi sorphirðugjald

Lögmenn                                                                                 23. desember 1999                                                    97120003

Hlöðver Kjartansson, hdl.                                                                                                                                          16-4200

Bæjarhrauni 8

220 Hafnarfjörður

 

 

 

        Vísað er til erindis yðar fyrir hönd Guðvarðar Kjartanssonar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 3. desember 1999. Er erindið sent í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis frá 4. nóvember sl. Með vísan til þess er kærður til ráðuneytisins sá dráttur sem orðið hefur á meðferð þess hluta erindis yðar til Ísafjarðarbæjar frá 17. mars 1997 sem varðar álagningu sorphirðugjalds fyrir árið 1997.

 

        Í erindinu er einnig vísað til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 21. nóvember 1997, og svars ráðuneytisins frá 14. janúar 1998. Var þar um að ræða svar ráðuneytisins varðandi ýmsa þætti máls Guðvarðar Kjartanssonar gegn Ísafjarðarbæ og drátt sveitarfélagsins á að veita ýmsar upplýsingar.

 

        Í fyrirliggjandi erindi hefur málið verið nánar afmarkað og er eingöngu um að ræða drátt Ísafjarðarbæjar á að afgreiða endanlega álagningu sorphirðugjalds fyrir árið 1997 á eign Guðvarðar, sbr. álit umboðsmanns Alþingis.

 

        Í 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er fjallað um málshraða og í 4. mgr. segir að dragist afgreiðsla máls óhæfilega sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.

 

        Álagning sorphirðugjalds hjá sveitarfélögum fer fram á grundvelli samþykkta og gjaldskráa sem staðfestar eru af umhverfisráðuneytinu, sbr. áður lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988 og nú lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Með vísan til þess og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga telur félagsmálaráðuneytið að kæru yðar frá 3. desember sl. beri að beina til umhverfisráðuneytisins. Hefur félagsmálaráðuneytið því framsent erindi yðar til umfjöllunar umhverfisráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

Afrit: Umhverfisráðuneytið.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta