Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Eyrarsveit - Álagning b-gatnagerðargjalds árið 1984 og framkvæmdahraði við lagningu gangstéttar

Hafsteinn Garðarsson                                                       18. febrúar 1999                                                                  98110081

Grundargötu 92                                                                                                                                                                          122

350 Grundarfjörður

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 23. nóvember 1998, varðandi álagningu B-gatnagerðargjalds í Eyrarsveit.

 

          Um álagningu gatnagerðargjalds í Eyrarsveit á árinu 1984 giltu lög um gatnagerðargjöld nr. 51/1974, sbr. lög nr. 31/1975, og samþykkt um gatnagerðargjöld í Grundarfirði nr. 399/1975.

 

          Umrætt gjald var lagt á yður árið 1984. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal kæru ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila máls. Ráðuneytið lítur svo á að ákvæði þetta eigi við í máli þessu og mun það því ekki taka til efnislegrar meðferðar álagningu B-gatnagerðargjalds í Eyrarsveit á árinu 1984, né kröfu um endurgreiðslu hluta þess gjalds.

 

          Í öðru lagi er í erindi yðar fjallað um framkvæmdahraða vegna lagningar gangstéttar. Fram kemur í gögnum málsins að kostnaður vegna lagningar gangstétta var innifalinn í þeim gatnagerðargjöldum sem innheimt voru hjá fasteignareigendum við Grundargötu árið 1984. Ráðuneytið telur að 2. mgr. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld sé skýr hvað það varðar, en samkvæmt ákvæðinu er B-gatnagerðargjald fyrst gjaldkræft þegar lagningu gangstéttar er lokið. Þó skal sveitarstjórn heimilt að ákveða í samþykkt sem hún setur og ráðherra staðfestir að greiðslu slíks gjalds skuli dreift á tiltekið árabil.

 

          Þar sem hreppsnefnd Eyrarsveitar nýtti sér framangreinda heimild, sbr. 9. gr. samþykktar nr. 399/1975, til að innheimta að fullu eftirstöðvar B-gatnagerðargjalds með jöfnum afborgunum í 4 ár, telur ráðuneytið  að hreppsnefnd hefði verið heimilt að ljúka við lagningu gangstétta við Grundargötu innan fjögurra ára. Verður að telja verulega aðfinnsluvert að þeim framkvæmdum lauk ekki fyrr en 13 árum eftir álagningu B-gatnagerðargjalds.

 

F. h. r.

 

Sigríður Lillý Baldursdóttir (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

Afrit:

Eyrarsveit

Neytendasamtökin

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta