Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Færsla lífeyrisskuldbindinga fyrrverandi og núverandi starfsmanna í ársreikningi

Stoð-endurskoðun hf.                                           9. janúar 1998                                                    97100128

Hjörleifur Pálsson lögg. endurskoðandi                                                                                        1102

Pósthólf 10095

130 Reykjavík

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 22. október 1997, varðandi hvernig færa eigi lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaga vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna í ársreikningi.

 

             Í handbók um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga, sem samin er á grundvelli reglugerðar um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja nr. 280/1989, er ekki tekin afstaða til þessa atriðis. Formlegar reglur hafa því enn ekki verið mótaðar af bókhaldsnefnd sveitarfélaga, sem félagsmálaráðuneytið á meðal annars aðild að, eða af ráðuneytinu. Hins vegar má geta þess að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga, þar sem ýmsar breytingar eru meðal annars lagðar til á fjármálakafla laganna, og í framhaldi af samþykkt þeirra laga mun fyrrgreind handbók verða tekin til endurskoðunar. Við þá endurskoðun má vænta þess að gerð verði ákveðin tillaga um bókhaldslega meðferð lífeyrisskuldbindinga sveitarfélaga.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta