Færsla lífeyrisskuldbindinga í ársreikningum sveitarfélaga
Stoð Endurskoðun hf. 6. febrúar 1998 97100128
Hjörleifur Pálsson lögg. endurskoðandi 1102
Pósthólf 10095
130 Reykjavík
Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 13. janúar 1998, þar sem óskað er eftir að ráðuneytið taki afstöðu til færslu lífeyrisskuldbindinga í ársreikningum sveitarfélaga á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986.
Eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins frá 9. janúar 1998 liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Verði frumvarpið samþykkt telur ráðuneytið að mun betri lagagrundvöllur verði til að taka á ýmsum fjármálalegum atriðum er varða sveitarfélögin, meðal annars því atriði sem um er getið í erindi yðar. Með hliðsjón af því telur ráðuneytið ekki tímabært að svo stöddu að taka af skarið um slíkar reglur, en eins og fyrr segir mun það væntanlega verða gert þegar ný lög liggja fyrir.
Að beiðni yðar sendist hér með afrit af umsögn bókhaldsnefndar sveitarfélaga um fyrra erindi yðar.
F. h. r.
Húnbogi Þorsteinsson (sign.)
Sesselja Árnadóttir (sign.)