Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Akureyrarkaupstaður - Ráðuneytið hafnar kröfu um að bæjarstjórn verði áminnt

LEX ehf. Lögmannsstofa
24. apríl 2006
FEL02050077/1001

Tómas Eiríksson, hdl.

Sundagörðum 2

104 Reykjavík

Vísað er til bréfs yðar f.h. Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig á Akureyri, þar

sem farið er fram á að ráðuneytið beiti Akureyrarkaupstað úrræðum skv. 102. gr.

sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.

Eins og fram kemur í bréfi yðar hefur um alllangt skeið verið ágreiningur um skipulagsmál og

gatnagerð við götuna Melateig á Akureyri. Mál þetta kom fyrst til kasta ráðuneytisins með

stjórnsýslukæru, dags. 24. maí 2002. Kærunni var vísað frá ráðuneytinu með bréfi, dags. 28.

ágúst sama ár. Í því bréfi kom jafnframt fram að ráðuneytið teldi að kæra umbjóðanda yðar

varðaði mikilvæg álitamál um skyldur sveitarfélaga gagnvart íbúum sínum og hefði það því

ákveðið að taka málið til frekari skoðunar á grundvelli eftirlitshlutverks ráðuneytisins skv.

102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Þeirri athugun lauk með áliti, dags. 22. apríl 2003. Í

álitinu beindi ráðuneytið því til Akureyrarkaupstaðar, með vísan til 1. og 2. mgr. 102. gr.

sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, að bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar tæki til athugunar þau

sjónarmið sem rakin eru í niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins og leitaði leiða til að koma til

móts við íbúa Melateigs hvað þau atriði varðar. Þess var jafnframt óskað að niðurstaða

sveitarfélagsins yrði kynnt ráðuneytinu þegar hún lægi fyrir.

Fyrir liggur að dómkröfum hagsmunafélagsins á hendur Akureyrarkaupstað var vísað frá

Hæstarétti og að Akureyrarkaupstaður hefur unnið dómsmál sem verktakafyrirtæki höfðuðu til

að krefjast endurgreiðslu gatnagerðargjalds. Ráðuneytið hefur á undanförnum árum verið

upplýst af aðilum um viðræður sem átt hafa sér stað milli hagsmunafélagsins og bæjaryfirvalda

um hugsanlegan sáttagrundvöll í málinu. Það er mat ráðuneytisins að í þeim viðræðum hafi

Akureyrarkaupstaður í meginatriðum lýst yfir vilja til að bregðast við þeim ábendingum og

tilmælum sem fram koma í fyrrgreindu áliti ráðuneytisins. Má í því sambandi benda á bréf

bæjarstjóra til ráðuneytisins frá 14. maí 2004 og bréfs bæjarlögmanns frá 24. október 2003,

auk fleiri gagna, samanber einnig svör ráðuneytisins við þeim bréfum, dags. 15. júlí 2004 og 2.

desember 2003.

Ráðuneytið harmar að ekki hafi náðst niðurstaða í málinu sem umbjóðendur yðar geta sætt sig

við en jafnframt er það afstaða ráðuneytisins að ekki sé tilefni til áminningar eða annarra

viðurlaga skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga á hendur bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar.

Erindi yðar er því hafnað með vísan til framangreinds rökstuðnings.

Fyrir hönd ráðherra

Guðjón Bragason (sign.)

Guðrún A Þorsteinsdóttir (sign.)

24. apríl 2006 - Akureyrarkaupstaður - Ráðuneytið hafnar kröfu um að bæjarstjórn verði áminnt. (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta