Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Rangárvallarhreppur - Álagning fasteignaskatts á heilsugæslustöðvar og fasteignir tengdar slíkum rekstri

Rangárvallahreppur                                                                 19. ágúst 1999                                                                 99070045

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri                                                                                                                       1100

Laufskálum 2

850 Hella

 

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 14. júlí 1999, þar sem óskað er eftir túlkun ráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 og lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 varðandi heilsugæslustöðvar sem ekki eru reknar í sjúkrahúsi eða í starfstengslum við það.  Ennfremur er spurst fyrir um það hvort eingöngu það húsnæði sem viðkomandi starfsemi fer fram í er undanþegið fasteignaskatti eða hvort fasteignir sem tengdar eru rekstrinum, svo sem íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði, geti fallið undir undanþágu 1. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

 

          Í meðfylgjandi bréfi ráðuneytisins frá 26. júní 1992 var fjallað um heilsugæslustöðvar og dvalarheimili aldraðra í þessu sambandi.  Þar var niðurstaðan sú að heilsugæslustöðvar væru „sjúkrastofnanir samkvæmt heilbrigðislögum“ og þar með undanþegnar fasteignaskatti.

 

          Ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er undantekningarákvæði, þ.e. tilteknar fasteignir eru þar undanþegnar fasteignaskatti.  Slík ákvæði ber að öðru jöfnu að skýra eftir orðanna hljóðan, þ.e. aðrar fasteignir en þær sem beinlínis eru tilgreindar í ákvæðinu falla ekki undir það.

 

          Þess ber þó að geta að samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hafa ekki komið til úrskurðar hjá yfirfasteignamatsnefnd mál sem unnt er að nota sem fordæmi í þessum tilvikum.  Sveitarfélagið getur í slíkum tilvikum bent gjaldanda á að kæra ákvörðun sveitarstjórnar um álagningu til yfirfasteignamatsnefndar, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta