Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Breiðdalshreppur - Hæfi skoðunarmanna ársreikninga

Breiðdalshreppur                                                   19. nóvember 1998                                           98110057

Rúnar Björgvinsson sveitarstjóri                                                                                                             1001

Ásvegi 32

760 Breiðdalsvík

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvort einstaklingur sem setið hefur í sveitarstjórn kjörtímabilið 1994-1998 og þar með fyrri hluta þess árs geti verið kjörgengur sem skoðunarmaður hreppsreikninga fyrir árið 1998.

 

             Í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er meðal annars gert ráð fyrir að aðal- og varamenn í sveitarstjórn séu ekki kjörgengir sem skoðunarmenn hjá sveitarfélaginu.

 

             Í ársreikningi birtast í tölum afleiðingar tiltekinna ákvarðana sveitarstjórnar á reikningsárinu og verður að telja að sveitarstjórnarmaður beri almennt með beinum og/eða óbeinum hætti ábyrgð á ákvörðunum hennar. Hann getur því ekki jafnframt verið endurskoðandi eigin gerða.

 

             Samkvæmt framansögðu telur ráðuneytið því að einstaklingur sem setið hefur í sveitarstjórn kjörtímabilið 1994-1998 og þar með fyrri hluta þess árs geti ekki verið skoðunarmaður hreppsreikninga fyrir árið 1998.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta