Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir á málefnasviði innviðaráðuneytisins

Vestmannaeyjabær - Kæra vegna frests til að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunar

Oddur Júlíusson                                                                   7. febrúar 2000                                                                FEL00020018

Brekastíg 7B                                                                                                                                                                                    1103

900 Vestmannaeyjar

 

 

 

        Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 1. febrúar sl., þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar er kærð fyrir að hafa ekki afgreitt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir lok janúarmánaðar.

 

        Í 1. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 sveitarstjórnir skuli afgreiða fjárhagsáætlun fyrir lok janúarmánaðar vegna yfirstandandi árs.  Þar segir einnig að ráðuneytið geti veitt sveitarstjórnum lengri frest þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi.

 

        Ráðuneytinu barst erindi frá Vestmannaeyjabæ, dagsett 28. janúar sl., þar sem óskað var eftir fresti til að afgreiða fjárhagsáætlun bæjarins  Með bréfi, dagsettu sama dag, veitti ráðuneytið Vestmannaeyjabæ frest til 20. febrúar n.k. til að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta