Úrskurður 15/2024 Gildi áreiningsseðla
Tilvísun: LKS2024060016
Ár 2024, 25. júní kl. 10:00 kemur landskjörstjórn saman á fundi í Þjóðminjasafni Íslands til að úrskurða um gildi ágreiningsseðla og lýsa úrslitum forsetakjörs sem fram fór þann 1. júní sl.
Fyrir er tekið að úrskurða um einn ágreiningsseðil úr Norðvesturkjördæmi og kveðinn upp svofelldur
ú r s k u r ð u r nr. 15/2024:
I.
Ágreiningsatkvæðið barst landskjörstjórn frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmi þann 4. júní sl. Ágreiningur var á milli umboðsmanna og yfirkjörstjórnar kjördæmis og kjörseðilinn því sendur landskjörstjórn til úrskurðar, sbr. 3. mgr. 99. gr. kosningalaga.
Um er að ræða kjörfundaratkvæði þar sem tákn er merkt í ferning fyrir framan nafn frambjóðanda. Umboðsmenn telja að um auðkenningu eða teikningu á seðlinum sé að ræða sem sýni ekki skýran vilja kjósanda. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðilinn gildan þar sem vilji kjósanda væri skýr.
II.
Landskjörstjórn telur ótvírætt að vilji kjósanda sé skýr. Ekki sé um auðkenningu að ræða þrátt fyrir að merking sé ekki í samræmi við það sem kveðið er á um í kosningalögum.
Með vísun til 105. gr. kosningalaga er niðurstaða yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis staðfest.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis um gildi ágreiningsatkvæðis er staðfest.
Landskjörstjórn,
Kristín Edwald formaður
Arnar Kristinsson
Ebba Schram
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Magnús Karel Hannesson