Úrskurður 16/2024 Gildi ágreiningsseðla
Tilvísun: LKS 2024060016
Ár 2024, 25. júní kl. 10:00 kemur landskjörstjórn saman á fundi Í Þjóðminjasafni Íslands til að úrskurða um gildi ágreiningsseðla og lýsa úrslitum forsetakjörs sem fram fór þann 1. júní sl.
Fyrir er tekið að úrskurða um 59 ágreiningsseðla úr Reykjavíkurkjördæmi suður og kveðinn upp svofelldur
ú r s k u r ð u r nr. 16/2024:
I.
Ágreiningsseðlarnir bárust landskjörstjórn frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmi suður þann 5. júní sl. Um ágreining er að ræða milli umboðsmanna og yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður og eru atkvæðin því send landskjörstjórn til úrskurðar, sbr. 3. mgr. 99. gr. kosningalaga.
Af 59 ágreiningsseðlum eru 58 þeirra kjörfundaratkvæði og eitt utankjörfundaratkvæði, atkvæði skráð nr. 59.
-
Atkvæði skráð nr. 1.
Um er að ræða einn kjörseðil þar sem nafn frambjóðanda hefur verið skrifað á bakhlið seðilsins en síðan strikað yfir það og merkt í ferning fyrir framan nafn sama frambjóðanda. Umboðsmaður taldi atkvæði ógilt þar sem það hafi verið auðkennt. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðilinn gildan þar sem vilji kjósanda væri skýr og ágalli varði ekki ógildi sbr. 1. mgr. 105. gr. kosningalaga.
-
Atkvæði skráð nr. 2-12.
Um er að ræða 11 kjörseðla þar sem eitt nafn frambjóðanda er skrifað á bakhlið hvers seðils. Á tveimur þeirra er einnig merkt X við nafn frambjóðandans á framhlið seðilsins. Umboðsmenn töldu atkvæðin gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til ógildingar atkvæðis. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda og vísaði til úrskurðar Alþingis 2013.I.3.B.
-
Atkvæði skráð nr. 13-24.
Um er að ræða 12 kjörseðla þar sem á seðlunum eru merkingar eða orð við nöfn frambjóðenda. Umboðsmenn töldu atkvæðin vera gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til að telja atkvæðin ógild. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda með vísan þess að þeir hafi verið auðkenndir, en slíkt sé í andstöðu við kosningalög.
-
Atkvæði skráð nr. 25-36.
Um er að ræða 12 kjörseðla þar sem strikað er yfir nafn eða nöfn frambjóðenda á kjörseðli en auk þess merkt X í ferning fyrir framan nafn annars frambjóðanda. Umboðsmenn töldu atkvæðin vera gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til að telja atkvæðin ógild. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda með vísan til þess að ekki sé leyfilegt samkvæmt kosningalögum að strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðli.
-
Atkvæði skráð nr. 37.
Um er að ræða einn kjörseðil þar sem nafn frambjóðanda hefur verið skrifað á bakhlið seðils en síðan strikað yfir það og merkt í ferning fyrir framan nafn sama frambjóðanda. Umboðsmaður taldi atkvæði ógilt þar sem það hafi verið auðkennt. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðilinn gildan þar sem vilji kjósanda væri skýr og ágalli varði ekki ógildi sbr. 1. mgr. 105. gr. kosningalaga
-
Atkvæði skráð nr. 38-40.
Um er að ræða þrjá kjörseðla þar sem eitt nafn frambjóðanda er skrifað á bakhlið hvers seðils. Umboðsmenn töldu atkvæðin vera gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til ógildingar atkvæðis. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda og vísaði til úrskurðar Alþingis 2013.I.3.B.
-
Atkvæði skráð nr. 41-53.
Um er að ræða 13 kjörseðla þar sem seðlarnir eru auðkenndir með merkingum eða orðum.
Umboðsmenn töldu atkvæðin gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til ógildingar atkvæðanna. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda með vísan þess að þeir hafi verið auðkenndir, en slíkt sé í andstöðu við kosningalög.
-
Atkvæði skráð nr. 54-58.
Um er að ræða fimm kjörseðla þar sem strikað er yfir nafn eða nöfn frambjóðenda á kjörseðli en auk þess merkt X í ferning fyrir framan nafn annars frambjóðanda. Umboðsmenn töldu atkvæðin vera gild, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til ógildingar atkvæðanna. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðlana ógilda með vísan þess að ekki sé leyfilegt samkvæmt kosningalögum að strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðli.
-
Atkvæði skráð nr. 59.
Um er að ræða einn utankjörfundarseðil þar sem á seðilinn hefur verið skrifað ,,ég kýs“ og síðan nafn frambjóðanda. Umboðsmenn töldu atkvæðið vera gilt, vilji kjósanda skýr og auðkenning með þeim hætti að ekki sé ástæða til ógildingar atkvæðis. Yfirkjörstjórn úrskurðaði kjörseðilinn ógildan með vísan til kosningalaga og úrskurða Alþingis þar sem seðilinn hefði verið auðkenndur.
II.
Landskjörstjórn hefur farið yfir öll gögn málsins og eru niðurstöður eftirfarandi:
-
Atkvæði skráð nr. 1. Landskjörstjórn telur ótvírætt að vilji kjósanda sé skýr og staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 2-12. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 13-24. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 25-36. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skrá nr. 37. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 38-40. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 41-53. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar og ítrekar að ekki er merkt við nafn neins frambjóðanda.
-
Atkvæði skráð nr. 54-58. Landskjörstjórn staðfestir niðurstöðu yfirkjörstjórnar með vísan til röksemda hennar.
-
Atkvæði skráð nr. 59. Landskjörstjórn fellst ekki á þá niðurstöðu yfirkjörstjórnar að með því að skrifa ,,ég kýs“ og síðan nafn frambjóðandans Höllu Tómasdóttur á utankjörfundarseðilinn hafi kjósandi auðkennt kjörseðilinn. Auðkenningin nær til þess að auðkenna frambjóðandann en ekki kjósandann og verður fallist á að ákvæði c. liðar 103. gr. kosningalaga sé uppfyllt, þ.e. að kjósandi hafi ekki af ásettu ráði gert kjörseðilinn auðkennanlegan. Atkvæði skráð nr. 59 skal því meta gilt atkvæði greitt Höllu Tómasdóttur.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæðis skráð nr. 1 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr. 2-12 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr. 13-24 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr. 25-36 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæðis skráð nr. 37 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr. 38-40 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr.41-53 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæða skráð nr. 54-58 er staðfest.
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður um gildi ágreiningsatkvæðis skráð nr. 59 er felld úr gildi og atkvæðið úrskurðað gilt og greitt Höllu Tómasdóttur.
Landskjörstjórn
Kristín Edwald formaður
Arnar Kristinsson
Ebba Schram
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Magnús Karel Hannesson