Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 224/2023-Úrkurður

 

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 224/2023

Mánudaginn 21. ágúst 2023

A

gegn

Barnavernd Kópavogs

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Björn Jóhannesson lögfræðingur og Guðfinna Eydal sálfræðingur.

Með kæru, dags. 13. apríl 2023, sem barst úrskurðarnefndinni 1. maí 2023, kærði A, ákvörðun Barnaverndar Kópavogs, dags. 12. apríl 2023.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kæra barst úrskurðarnefnd velferðarmála 1. maí 2023. Með bréfi  úrskurðarnefndarinnar,  dags. 3. maí 2023, til kæranda, óskaði nefndin eftir að kærandi sendi afrit af hinni kærðu ákvörðun. Beiðnin var síðan ítrekuð með tölvupósti til kæranda þann 23. maí 2023. Kærandi hefur ekki svarað erindum úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Kópavogs hefur ekki verið tekin ákvörðun í máli kæranda.

Frekari gagna var ekki aflað vegna kærunnar.

II.  Sjónarmið kæranda

Í kæru koma fram áhyggjur kæranda af aðstæðum dóttur hennar í umsjón föður barnsins og er þess óskað að gripið verði inn í aðstæður barnsins. 

III.  Niðurstaða

Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. bvl. geta aðilar barnaverndarmáls skotið úrskurði eða ákvörðun samkvæmt 6. gr. laganna til úrskurðarnefndar velferðarmála innan fjögurra vikna frá því að viðkomandi var tilkynnt um úrskurð eða ákvörðun.

Hlutverk úrskurðarnefndar velferðarmála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar, sbr. 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Ljóst er af kæru að kærandi hefur áhyggjur af aðstæðum dóttur sinnar en ekki verður séð að fyrir liggi ákvörðun af hálfu Barnavernd Kópavogs sem sé kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kæru er því vísað frá úrskurðarnefndinni.


Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Kári Gunndórsson

 

 

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta