Mannanafnanefnd, úrskurður 14. október 2005
Fundur í mannanafnanefnd haldinn föstudaginn 14. október 2005. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir (KLÍ), Baldur Sigurðsson (BS) og Erlendur Jónsson (ES).
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
Ár 2005, föstudaginn 14. október er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið:
mál nr. 97/2005
Eiginnafn: Manuela Sirrý (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Um er að ræða nafnrétt barns af erlendum uppruna samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 10. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Mál af því tagi heyra ekki undir mannanafnanefnd heldur eru þau afgreidd hjá Hagstofu Íslands – Þjóðskrá. Málinu er því vísað frá manna-nafnanefnd og úrskurðarbeiðanda bent á að snúa sér til Hagstofunnar með erindi sitt.
Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá mannanafnanefnd.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.