Hoppa yfir valmynd

Nr. 333/2017 - Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Þann 22. júní 2017 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 333/2017

í stjórnsýslumáli nr. KNU17030061

Kæra [...] á ákvörðun

Útlendingastofnunar

 

I.         Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

Þann 30. mars 2017 kærði [...], kt. [...], ríkisborgari [...] (hér eftir nefndur kærandi), ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 23. mars 2017, um að synja honum um endurnýjun á dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar.

Kærandi gerir ekki sérstakar kröfur í málinu.

Fyrrgreind ákvörðun var kærð á grundvelli 7. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og barst kæran fyrir lok kærufrests.

II.           Málsatvik og málsmeðferð

Í hinni kærðu ákvörðun kom fram að kærandi hafi fengið útgefið dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar [...] þann 13. mars 2015 með gildistíma til 12. mars 2016. Kærandi hafi lagt fram umsókn um endurnýjun leyfisins þann 2. febrúar 2016 en hafi verið synjað með hinni kærðu ákvörðun, dags. 23. mars 2017, [...]. Kærandi kærði ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála þann 30. mars 2017 og þann 12. apríl sl. bárust kærunefnd athugasemdir frá kæranda. 

III.          Ákvörðun Útlendingastofnunar

Í ákvörðun Útlendingastofnunar kom fram að [...], og var kæranda því synjað um endurnýjun á dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins.

IV.       Athugasemdir kæranda

Í athugasemdum kæranda kemur fram að hann hafi skilið við maka sinn. Því til staðfestingar hefur kærandi lagt fram afrit af leyfi til lögskilnaðar frá sýslumanninum [...]. Þá kveðst kærandi hafa leigt íbúð með [...], sem fær stoð í framlögðum gögnum frá kæranda.

V.        Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. laga um útlendinga er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi hér á landi hyggist hann flytjast hingað til lands til að búa með maka sínum eða sambúðarmaka. Skilyrði þess er að makinn hafi rétt til fjölskyldusameiningar samkvæmt VIII. kafla laga um útlendinga og að hann sé annaðhvort í hjúskap eða sambúð, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 70. gr. laganna.

Með hinni kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar var kæranda synjað um endurnýjun á dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar [...]. Kærandi kærði þá ákvörðun til kærunefndar þann 30. mars 2016 en hefur nú lagt fram gögn sem sýna að hjúskapi þeim, sem um ræðir í málinu, er lokið. Er þá þegar ljóst að skilyrði 2. málsl. 1. mgr. 70. gr. laga um útlendinga eru ekki uppfyllt og þar af leiðandi ekki grundvöllur til að veita kæranda dvalarleyfi hér á landi, sbr. einnig b-lið 1. mgr. 55. gr. laganna. Verður ákvörðun Útlendingastofnunar því staðfest.

Með hliðsjón af breyttum aðstæðum kæranda telur kærunefnd rétt að leiðbeina kæranda um að unnt sé að leggja fram nýja umsókn um dvalarleyfi á grundvelli VIII. kafla laga um útlendinga, [...].

 

Úrskurðarorð

 

Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest.

The decision of the Directorate of Immigration is affirmed.

 

Anna Tryggvadóttir

 

Anna Valbjörg Ólafsdóttir                                                                                                              Árni Helgason


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta