Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 3/2001. Úrskurður kærunefndar:

Úrskurður kærunefndar útboðsmála 4. júlí 2001

í máli nr. 3/2001:

R. Sigmundsson ehf.

gegn

Ríkiskaupum

Með bréfi 26. júní 2001, sem barst kærunefnd útboðsmála 4. júlí sama árs, framsendi fjármálaráðuneytið nefndinni kæru R. Sigmundssonar ehf. á útboði Ríkiskaupa nr. 12730 GPS-landmælinga tæki" með vísan til XIII. kafla laga nr. 94/2001 um opinber innkaup.

Kærandi krefst þess að kærða verði gert að endurtaka útboðið.

Kærða hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um málið. Hann krefst þess að kröfu kæranda verði hafnað.

Í máli þessu liggur fyrir að samningur hefur verið gerður í framhaldi af því útboði sem kærandi krefst að verði endurtekið. Með vísan til 29. gr. laga nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda, sbr. 2. gr. laga nr. 55/1993, er þegar af þessum ástæðum ekki unnt að verða við kröfu kæranda um að útboðið verði endurtekið, sbr. nú 1. mgr. 83. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup. Þar sem kærandi hefur ekki uppi aðrar kröfur í málinu en þá sem að framan greinir telur nefndin ekki efni til þess að hún fjalli um efnislega um lögmæti umrædds útboðs.

Úrskurðarorð:

Kröfu kæranda, R. Sigmundssonar ehf., vegna útboðs kærða, Ríkiskaupa, nr. 12730 GPS-landmælinga tæki" er hafnað.

Reykjavík, 4. júlí 2001.

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta