Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 76/2003

Þriðjudaginn, 2. mars 2004

  

A

gegn

Tryggingastofnun ríkisins

  

Úrskurður

  

Mál þetta úrskurðuðu Guðný Björnsdóttir hdl., Gunnlaugur Sigurjónsson læknir og Heiða Gestsdóttir, lögfræðingur.

Þann 6. nóvember 2003 barst úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála kæra A, dagsett sama dag.

  

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar:

Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof (ffl.) er hlutverk úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna. 

Í bréfi kæranda dagsettu 6. nóvember 2003 kemur fram að hún kæri til bráðabirgða synjun Tryggingastofnunar ríkisins á umsókn hennar um greiðslu í fæðingarorlofi. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins eru allar líkur á að fallist verði á kröfur kæranda. Með hliðsjón af því er málinu vísað frá að svo stöddu þar sem ekki verður séð að ágreiningur sé milli kæranda og Tryggingastofnunar ríkisins um túlkun laga nr. 95/2000. Komi upp ágreiningur síðar getur kærandi á þeim tímapunkti kært málið til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála.

  

ÚRSKURÐARORÐ:

Kæru A er vísað frá að svo stöddu þar sem ekki verður séð að ágreiningur sé milli kæranda og Tryggingastofnunar ríkisins um túlkun laga nr. 95/2000.

  

  

Guðný Björnsdóttir

Heiða Gestsdóttir

Gunnlaugur Sigurjónsson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta