Hoppa yfir valmynd

Nr. 298/2018 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Þann 28. júní 2018 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 298/2018

í stjórnsýslumáli nr. KNU18050054

 

Beiðni [...] um endurupptöku

 

Þann 20. mars 2018 var kæru […], fd. […], ríkisborgara Kirgistan (hér eftir nefnd kærandi) á ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 6. febrúar 2018, vísað frá kærunefnd útlendingamála. Niðurstaða kærunefndar var send talsmanni kæranda þann 21. mars 2018. Þann 28. maí 2018 óskaði kærandi eftir endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa með beiðni þess efnis. Viðbótargögn, ásamt fylgiskjölum, bárust kærunefnd þann 7. og 11. júní 2018.

Krafa kæranda um endurupptöku máls hennar er byggð á 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 28. gr. sömu laga. Kærandi krefst þess að mál hennar verði tekið til efnismeðferðar með vísan til 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, sbr. 17. gr. reglugerðar ráðs Evrópusambandsins nr. 604/2013. Þá krefst kærandi þess til vara að henni verði veitt dvalarleyfi með vísan til 75. gr. laga um útlendinga.

Þann 12. júní 2018 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar þar sem lagt var til að aðili fengi ríkisborgararétt, sbr. 57. tölul. 1. gr. laga um veitingu ríkisborgararéttar nr. 68/2018. Í ljósi þess er það mat kærunefndar að aðili eigi ekki lengur lögvarinna hagsmuna að gæta við úrlausn beiðni þessarar.

Að öllu framangreindu virtu er það mat kærunefndar að vísa beri beiðni þessari frá nefndinni.

 

Úrskurðarorð

 

Kröfu kæranda er vísað frá.

 

The applicant’s request is dismissed.

 

 

Hjörtur Bragi Sverrisson              

 

Þorbjörg Inga Jónsdóttir                                                                                             Erna Kristín Blöndal


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta