Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 129/2011

Úrskurður

Á fundi úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða þann 21. desember 2011 var kveðinn upp svohljóðandi úrskurður í máli A nr. 129/2011.

1.

Málsatvik og kæruefni

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða hefur borist kæra A, með bréfi, dags. 3. október 2011. Af kærunni verður ráðið að kærandi hafi ranglega verið sakaður af Greiðslustofu Vinnumálastofnunar um að hafa ekki gefið upp tekjur á sama tíma og hann hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Úrskurðarnefndin óskaði eftir öllum gögnum málsins hjá Vinnumálastofnun og gaf stofnuninni kost á að tjá sig um málið með bréfi, dags. 6. október 2011. Í bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 4. nóvember 2011, kemur fram að Vinnumálastofnun hafi, með bréfi dags. 7. september 2011, óskað eftir upplýsingum um tekjur frá X ehf., sem kærandi hafi fengið í júní 2011. Í svarbréfi kæranda til stofnunarinnar, dags. 11. september 2011, segist kærandi ekki hafa fengið greidd laun frá X ehf. Kærandi upplýsi í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dags. 3. október 2011, ástæðu þess að tekjur hafi borist frá X ehf. Enn fremur kemur fram í bréfi Vinnumálastofnunar að engin ákvörðun hafi verið tekin í máli kæranda og hafi atvinnuleysistryggingar verið greiddar til dags afskráningar kæranda er hann hóf störf hjá Y þann 10. ágúst 2011. Telji Vinnumálastofnun að ekki hafi verið tekið ákvörðun í máli kæranda sem uppfylli skilyrði 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og að vísa beri málinu frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

 

2.

Niðurstaða

Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, er hlutverk úrskurðarnefndar atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerða að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna.

Af hálfu Vinnumálastofnunar hefur komið fram að ekki hefur verið tekin kæranleg ákvörðun í máli kæranda. Það er því ljóst að í máli þessu er ekki til staðar ágreiningsefni í skilningi 2. mgr. 11. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Málinu er vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

 

Úrskurðarorð

Kæru A er vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

 

 

Brynhildur Georgsdóttir, formaður

Hulda Rós Rúriksdóttir

Helgi Áss Grétarsson




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta