Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 4/2018 Úrskurður 26. janúar 2018

Mál nr. 4/2018                       Millinafn:       Danske

 


Hinn 26. janúar 2018 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 4/2018 en erindið barst nefndinni 23. janúar:

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Millinafnið Danske er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, sbr. 4. mgr. 6. gr. laganna. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 um íslenskar ritreglur. Af framangreindu leiðir að millinafnið Danske telst ekki uppfylla þau skilyrði sem getið er í 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um millinafnið Danske er hafnað.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta