Hoppa yfir valmynd

Nr. 1124/2024 Úrskurður

Hinn 14. nóvember 2024 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 1124/2024

í stjórnsýslumáli nr. KNU24040101

 

Kæra [...]

  • 1Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

    Hinn 15. apríl 2024 barst kærunefnd útlendingamála sjálfkrafa kæra, samkvæmt 3. málsl. 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, á ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar hér á landi umsókn konu er kveðst heita [...], vera fædd [...], og vera ríkisborgari Afganistan (hér eftir kæranda), um alþjóðlega vernd og vísa henni frá landinu.

    Samkvæmt 6. mgr. 8. gr. laga um útlendinga skal nefndin meta að nýju alla þætti kærumáls og getur ýmist staðfest ákvörðun, breytt henni eða hrundið að nokkru eða öllu leyti. Þá getur nefndin einnig vísað máli til meðferðar að nýju til þeirrar stofnunar sem tók hina kærðu ákvörðun. Við meðferð kæru þessarar fer fram endurskoðun á ákvörðun Útlendingastofnunar sem m.a. felur í sér sjálfstætt efnislegt mat á því hvort taka eigi mál kæranda til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli 36. gr. laganna. Auk þess fer fram skoðun á því hvort formreglum laga um útlendinga og stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið fullnægt.

    Kærandi gerir kröfu um að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að umsókn hennar verði tekin til efnismeðferðar samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga um útlendinga. Þá krefst kærandi þess að henni verði veitt dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga.

  • 2Málsmeðferð

    Kærandi lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi 4. mars 2024. Við leit að fingraförum kæranda í Eurodac gagnagrunninum sama dag, kom í ljós að fingraför hennar höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Hollandi. Hinn 13. mars 2024 var beiðni um viðtöku kæranda og umsóknar hennar um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Hollandi á grundvelli b-liðar, 1. mgr. 18. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 604/2013 (hér eftir nefnd Dyflinnarreglugerðin). Í svari frá hollenskum yfirvöldum, dags. 22. mars 2024, samþykktu þau viðtöku kæranda á grundvelli b-liðar, 1. mgr. 18. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem kærandi er með umsókn um alþjóðlega vernd til meðferðar þar í landi. Kærandi kom til viðtals hjá Útlendingastofnun 19. mars 2024, ásamt löglærðum talsmanni sínum. Útlendingastofnun ákvað 11. apríl 2024 að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd hér á landi ekki til efnismeðferðar og að henni skyldi vísað frá landinu. Útlendingastofnun taldi að kærandi hefði ekki slík tengsl við Ísland að nærtækast væri að hún fengi hér vernd eða að sérstakar ástæður mæltu annars með því að taka bæri umsókn kæranda til efnismeðferðar, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Það var mat stofnunarinnar að 42. gr. laga um útlendinga kæmi ekki í veg fyrir að kærandi yrði send til viðtökuríkis. Ákvörðunin var birt fyrir kæranda sama dag og 24. apríl 2024 barst kærunefnd greinargerð kæranda. Þá bárust viðbótarupplýsingar frá kæranda 29. apríl 2024.

  • 3Greinargerð til kærunefndar

    Farið hefur verið yfir greinargerð kæranda og mat lagt á öll sjónarmið er þar koma fram. Verða aðeins reifuð hér helstu atriði greinargerðarinnar.

    Í greinargerð er vísað til greinargerðar kæranda til Útlendingastofnunar og viðtals hennar hjá stofnuninni hvað málsatvik varða. Kærandi telur að Útlendingastofnun hafi ekki gætt að mannúðarsjónarmiðum við afgreiðslu máls hennar. Jafnframt gerir kærandi athugasemd við að Útlendingastofnun hafi gert framfærsluskyldu og umönnunarþörf að skilyrði við mat á sérstökum tengslum hennar við landið.

    Í greinargerð eru færð rök fyrir því að aðstæður kæranda falli undir 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga þar sem hún eigi dóttur hér á landi sem búsett sé hér ásamt fjölskyldu sinni og njóti alþjóðlegrar verndar. Jafnframt sé fjölskylda tengdasonar kæranda búsett hér á landi. Kærandi hafi umgengist ættingja sína daglega í heimaríki. Kærandi þjáist af þunglyndi og kvíða en dregið hafi úr einkennum þess eftir að hún hafi komið til Íslands en hér upplifi hún öryggi og njóti umhyggju fjölskyldu sinnar. Dóttir kæranda og tengdasonur hafi lýst því að kærandi hafi verið í djúpri geðlægð á meðan hún hafi dvalið í Hollandi og það hafi reynst henni erfitt að vera ein. Kærandi sé ólæs en það komi ekki fram í viðtali hennar hjá Útlendingastofnun. Það gefi auga leið að erfitt sé fyrir einstakling sem geti ekki lesið eða skrifað að vera án fjölskyldu sinnar í ókunnugu samfélagi. Ólæsi hennar hafi í för með sér að hún sé ófær um að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína með tölvubréfum eða textaskilaboðum. Kærandi telji að umönnunarþörf sé fyrir hendi vegna þess að hún sé ólæs sem reynist henni erfitt í vestrænu samfélagi. Kærandi telji að ef hún fengi alþjóðlega vernd í Hollandi gæti hún ekki umgengist fjölskyldu sína með því að ferðast reglulega til Íslands heldur yrði fjölskylda hennar að koma til hennar með tilheyrandi kostnaði.

    Jafnframt telur kærandi að hún uppfylli skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna, sbr. 74. gr. laga um útlendinga þar sem hún sé ólæs.

    Í viðbótargreinargerð kæranda koma fram nánari upplýsingar um tengsl hennar við Ísland. Kærandi vísar til þess að um sé að ræða rík tengsl og gerir kröfu um veitingu dvalarleyfis á þeim grundvelli.

  • 4Umsókn um alþjóðleg vernd
    1. Lagagrundvöllur

    Í máli þessu gilda einkum ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016, reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga, ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944 og mannréttindasáttmáli Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Jafnframt ber að líta til ákvæða alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna frá 1951, ásamt viðauka við samninginn frá 1967, og annarra alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda eftir því sem tilefni er til.

    Ákvæði laga um útlendinga, reglugerðar um útlendinga sem og önnur ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem máli skipta við úrlausn umsóknar kæranda um alþjóðlega vernd verða reifuð í viðeigandi köflum hér að neðan.

    1. Aðstæður kæranda

    Kærandi er kona á [...]sem kom einsömul hingað til lands. Kærandi greindi frá því að dóttir hennar væri handhafi alþjóðlegrar verndar hér á landi og byggi hér ásamt fjölskyldu sinni. Þá ætti kærandi eiginmann sem búsettur væri í heimaríki. Kærandi hafi lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd í Hollandi 15. febrúar 2024 og dvalið þar þangað til hún kom hingað til lands og lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd 4. mars 2024. Kærandi greindi frá því að hafa dvalið í Hollandi í um tuttugu daga en hún hafi verið í varðhaldi í fjórtán daga. Kærandi hafi svo dvalið í flóttamannabúðum þar sem hún hafi fengið mat og fjárhagsaðstoð. Jafnframt hafi kærandi fengið heilbrigðisþjónustu og haft aðgang að gjaldfrjálsri lögfræðiþjónustu. Kærandi greindi frá því að glíma við sykursýki, háa blóðfitu, verk í hné og háan blóðþrýsting. Andleg heilsa hennar væri betri eftir komuna til Íslands en hún hafi upplifað atburði á flótta sínum frá heimaríki sem hefðu áhrif á hana. Þá sé kærandi ólæs.

    1. Niðurstaða um 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga

    Í 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga segir að umsókn um alþjóðlega vernd skuli tekin til efnismeðferðar nema:

    c. heimilt sé að krefja annað ríki, sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli samninga sem Ísland hefur gert um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um alþjóðlega vernd sem lögð er fram hér á landi eða í einhverju samningsríkjanna, um að taka við umsækjanda.

    Í III. kafla Dyflinnarreglugerðarinnar koma fram viðmið, í ákveðinni forgangsröð, um hvaða ríki skuli bera ábyrgð á umsókn um alþjóðlega vernd. Ábyrgð Hollands á umsókn kæranda er er byggð á b-lið 1. mgr. 18. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar, þar sem kærandi er með umsókn um alþjóðlega vernd til meðferðar þar í landi. Af þeim sökum skal kærandi endursend til Hollands enda bera hollensk yfirvöld ábyrgð á umsókn hennar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni.

    1. Landaupplýsingar

    Lagt hefur verið mat á aðstæður á Ítalíu, m.a. með hliðsjón af eftirfarandi skýrslum og gögnum.

  • Upplýsingar af vefsíðu upplýsinganets um menntun í Evrópu (Eurydice, https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice);
  • 5Frávísun

    Kærandi sótti um alþjóðlega vernd 4. mars 2024. Eins og að framan greinir hefur umsókn hennar um alþjóðlega vernd verið synjað um efnismeðferð og hefur hún því ekki tilskilin leyfi til dvalar. Verður kæranda því vísað frá landinu á grundvelli c-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, sbr. 2. og 5. mgr. 106. gr. laganna, enda bendir allt til þess að hún hafi verið hér á landi í innan við níu mánuði þegar málsmeðferð umsóknar hennar hófst hjá Útlendingastofnun.

    Kærandi skal flutt til Hollands innan tilskilins frests nema ákveðið verði að fresta réttaráhrifum úrskurðar þessa að kröfu kæranda, sbr. 6. mgr. 104. gr. laga um útlendinga.

  • 6Athugasemdir, samantekt og leiðbeiningar
  • 2023 Country Reports on Human Rights Practices – The Netherlands (U.S. Department of State, 22. apríl 2024);
  • Amnesty International Report 2022/23 - Netherlands (Amnesty International, 27. mars 2023);
  • Asylum Information Database, Country Report: Netherlands (European Council on Refugees and Exiles, 10. júlí 2024);
  • Asylum Information Database, Housing out of reach. The reception of refugees and asylum seekers in Europe (European Council on Refugees and Exiles, 29. maí 2019);
  • Country report – Immigration Detention in the Netherlands: Prioritising Returns in Europe and the Caribbean (Global Detention Project, 27. febrúar 2020);
  • ECRI Report on the Netherlands (fifth monitoring cycle) (European Commission against Racism and Intolerance, 4. júní 2019);
  • Freedom in the World 2024 - Netherlands (Freedom House, mars 2024);

Í greinargerð krefst kærandi þess að henni verði veitt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt 74. gr. laga um útlendinga. Auk þess séu fjölskyldutengsl kæranda slík hér á landi að hún eigi rétt á dvalarleyfi á grundvelli þeirra.

Samkvæmt orðalagi 74. gr. laga um útlendinga kemur ekki til skoðunar að veita útlendingi dvalarleyfi á grundvelli þess nema umsókn um alþjóðlega vernd hafi verið tekin til efnismeðferðar. Eins og að framan greinir er kærandi umsækjandi um alþjóðlega vernd í Hollandi og var umsókn hennar hér á landi ekki tekin til efnismeðferðar. Kemur því ekki til skoðunar hvort hún uppfyllir skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga. Þá kemur ekki til skoðunar hvort veita eigi kæranda dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla hennar enda hefur hún ekki lagt fram slíka umsókn til Útlendingastofnunar.

Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest.

Athygli kæranda er vakin á því að samkvæmt 6. mgr. 104. gr. laga um útlendinga frestar málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið ekki framkvæmd hennar. Að kröfu útlendings getur nefndin þó ákveðið að fresta réttaráhrifum endanlegrar ákvörðunar sé talin ástæða til þess. Krafa þess efnis skal gerð ekki síðar en sjö dögum frá birtingu endanlegrar ákvörðunar. Skal frestun bundin því skilyrði að útlendingur beri málið undir dómstóla innan fimm daga frá birtingu ákvörðunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð. Nú er beiðni um flýtimeðferð synjað og skal þá mál höfðað innan sjö daga frá þeirri synjun. Þó getur nefndin tekið ákvörðun um að fresta framkvæmd ef sýnt er fram á að verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að endanleg ákvörðun var tekin.


 

Úrskurðarorð:

 

Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest.

 

The decision of the Directorate of Immigration is affirmed.

 

 

 

Valgerður María Sigurðardóttir

 

 

 

Bjarnveig Eiríksdóttir                                                                  Sandra Hlíf Ocares


 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta