Hoppa yfir valmynd

Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. maí 2011

Mál nr. 29/2011                   Eiginnafn:     Huxley

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. 29/2011 en erindið barst nefndinni 7. apríl.

Hinn 27. apríl 2011 kvað mannanafnanefnd upp úrskurð í máli þessu. Eftir að sá úrskurður var upp kveðinn komu fram gögn um að nafnið fullnægði skilyrðum um hefð í íslensku máli samkvæmt vinnureglum mannanafnanefndar og 5. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Fyrir mistök lágu þær upplýsingar ekki fyrir nefndinni við uppkvaðningu úrskurðarins þann 27. apríl. Mannanafnanefnd tilkynnti aðilum málsins símleiðis um hinar nýju upplýsingar og einnig að fyrirhugað væri að fella fyrri úrskurð úr gildi og kveða upp nýjan úrskurð á grundvelli réttra gagna. Aðilar málsins gerðu ekki athugasemdir við þá málsmeðferð.

Í samræmi við framangreint er hér með felldur úr gildi úrskurður nefndarinnar frá 27. apríl sl. Afturköllun fyrri úrskurðar byggist á 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Upp er kveðinn nýr úrskurður, svohljóðandi:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. þrjú hér að ofan. Ritháttur nafnsins Huxley (kk.) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls miðað við að það sé borið fram /hökslí/ eða /hökslei/. Á nafnið Huxley er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn. Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru fjórir karlar með eiginnafnið Huxley sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og er sá elsti þeirra fæddur 1968. Þá kemur nafnið fyrir í manntölunum 1901 og 1910. Það telst því vera hefð fyrir þessum rithætti.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Huxley (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 32/2011                    Eiginnafn:     Sigurðz

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 32/2011 en erindið barst nefndinni 4. maí:

Halldór Frank Sigurðs fer þess á leit að rithætti þriðja eiginnafns hans verði breytt í þjóðskrá úr Sigurðs í Sigurðz.

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. þrjú hér að ofan. Eiginnafnið Sigurðz (kk.) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls en bókstafurinn ‘z’ var felldur brott úr íslenskri stafsetningu árið 1974, sbr. auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu nr. 132/1974. Þó má nota bókstafinn z’ í nútímamáli í eiginnöfnum (af erlendum uppruna) þar sem rithátturinn hefur unnið sér hefð, dæmi: Zóphanías, og ættarnöfnum, dæmi: Eggerz. Til er ættarnafnið Sigurz, en það hefur ekki áhrif á mál þetta, enda hefur það ættarnafn verið til hér á landi frá 1918 og í notkun óslitið síðan, auk þess sem það eiginnafn sem hér er sótt um er ekki ritað með sama hætti og ættarnafnið. Á eiginnafnið Sigurðz (kk.) er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn.

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár ber enginn á Íslandi eiginnafnið Sigurðz. Það telst því ekki vera hefð fyrir þessum rithætti.

Eiginnafnið Sigurðz uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Sigurðz (kk.) er hafnað.

 

 

 

Mál nr. 33/2011                    Millinafn:       Linddal

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 33/2011 en erindið barst nefndinni 9. maí:

Millinafnið Linddal er dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Millinafnið Linddal uppfyllir þannig ákvæði 6. gr. fyrrnefndra laga.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Linddal er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 Mál nr. 37/2011                    Eiginnafn:     Benidikt

Hinn 18. maí kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 37/2011 en erindið barst nefndinni 13. maí:

Eiginnafnið Benidikt (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfelli, Benidikts, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Benidikt (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 38/2011                    Eiginnafn:     Lynda

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 38/2011 en erindið barst nefndinni 13. maí:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Í máli þessu reynir á skilyrði nr. þrjú hér að ofan. Ritháttur nafnsins Lynda (kvk.) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem rittáknið y er ekki ritað í íslenskum orðum nema það styðjist við uppruna. Upphaflega táknaði y í íslensku hljóð sem var svipað y í dönsku og varð til við viss skilyrði. Það á ekki við um það nafn sem hér er sótt um. Í uppruna þess orðs er ekkert sem styður ritháttinn Lynda. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn.

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er engin kona skráð með eiginnafnið Lynda sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna. Það telst því ekki vera hefð fyrir þessum rithætti.

Eiginnafnið Lynda uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Lynda (kvk.) er hafnað.

 

 

Mál nr. 39/2011                    Eiginnafn:     Maísól

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 39/2011 en erindið barst nefndinni 13. maí:

Eiginnafnið Maísól (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Maísólar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Maísól (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 40/2011                    Eiginnafn:     Módís

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 40/2011 en erindið barst nefndinni 13. maí:

Eiginnafnið Módís (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Módísar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Módís (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

Mál nr. 42/2011                    Eiginnafn:     Kía

Hinn 18. maí 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 42/2011 en erindið barst nefndinni 13. maí:

Eiginnafnið Kía (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kíu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Kía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

Mál nr. 43/2011                    Eiginnafn:     Ripley

Hinn 18. maí  2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 43/2011 en erindið barst nefndinni 12. maí:

Eiginnafnið Ripley (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Ripleyjar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ripley (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta