Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 18/2020 - Úrskurður

KÆRUNEFND HÚSAMÁLA

ÚRSKURÐUR

uppkveðinn 20. apríl 2020

í máli nr. 18/2020

 

A

gegn

B

 

Kærunefndina skipa í þessu máli Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og Eyþór Rafn Þórhallsson verkfræðingur. 

Aðilar málsins eru:

Sóknaraðili: A.

Varnaraðili: B.

Krafa sóknaraðila er að viðurkennt verði að varnaraðila beri að endurgreiða tryggingarfé að fjárhæð 440.000 kr. ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.

Varnaraðili krefst þess að málinu verði vísað frá kærunefnd. Til vara krefst varnaraðili þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað.

Með rafrænni kæru, dags. 26. febrúar 2020, beindi sóknaraðili til nefndarinnar erindi vegna ágreinings við varnaraðila. Með bréfi kærunefndar, dags. 26. febrúar 2020, var varnaraðila gefinn kostur á að tjá sig um efni kærunnar. Greinargerð varnaraðila, dags. 4. mars 2020, ásamt fylgiskjölum barst kærunefnd 6. mars 2020. Kærunefnd sendi sóknaraðila greinargerð og gögn varnaraðila með bréfi, dags. 6. mars 2020, til upplýsingar og var sóknaraðila veittur frestur til að koma að athugasemdum. Athugasemdir bárust ekki.

I. Helstu málsatvik og ágreiningsefni

Aðilar gerðu leigusamning um leigu sóknaraðila á íbúð varnaraðila að C. Ágreiningur er um endurgreiðslu tryggingarfjár.

II. Sjónarmið sóknaraðila

Sóknaraðili lýsir samskiptum aðila í aðdraganda lok leigutíma og fer fram á viðurkenningu á því að varnaraðila beri að endurgreiða tryggingarféð ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.

III. Sjónarmið varnaraðila

Varnaraðili segir að eftir að sóknaraðili hafi lagt kæruna fram í máli þessu hafi hún höfðað dómsmál á hendur honum þar sem hún gerir sömu kröfur og í þessu máli og hafi stefna verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. mars 2020.

Vegna framangreinds beri að vísa kærumáli þessu frá nefndinni þar sem bera megi úrskurð nefndarinnar undir dómstóla en ljóst sé að dómur í því máli, sem sóknaraðili hafi nú höfðað, muni ganga framar úrskurði nefndarinnar og því hafi sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úr máli þessu skorið fyrir nefndinni, auk þess sem hliðsettur dómstóll hafi þá þegar fjallað um kröfuna og því ekki mögulegt að fá úrlausn héraðsdóms á kærunefndinni, fái málið framgang fyrir nefndinni.

IV. Niðurstaða            

Kæra sóknaraðila barst kærunefnd 26. febrúar 2020 vegna kröfu hennar um að varnaraðila beri að endurgreiða henni tryggingarfé að fjárhæð 440.000 kr. ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Samkvæmt upplýsingum og gögnum frá varnaraðila var stefna þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. mars 2020 þar sem sóknaraðili gerir þá dómkröfu að varnaraðila verði gert að endurgreiða tryggingarfé að fjárhæð 440.000 kr. ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þessu hefur ekki verið mótmælt af hálfu sóknaraðila. Kærunefnd brestur heimild til að fjalla um mál sem einnig er rekið fyrir dómstólum, sbr. til hliðsjónar 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og með vísan til litis pendis reglu stjórnsýsluréttar, þ.e. að ekki skuli fjalla efnislega um mál fyrir tveimur handhöfum ríkisvalds á sama tíma. Verður því að vísa málinu frá.

 

ÚRSKURÐARORÐ:

Málinu er vísað frá kærunefnd.

 

Reykjavík, 20. apríl 2020

 

Auður Björg Jónsdóttir

 

Valtýr Sigurðsson                                          Eyþór Rafn Þórhallsson

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta