Mál nr. 37/2021 Úrskurður 25. mars 2021
Mál nr. 37/2021 Aðlögun kenninafns: Stefánsdóttir
Hinn 25. mars 2021 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 37/2021 en erindið barst nefndinni 15. mars.
xxx fer þess á leit að fella niður kenninafnið xxx og taka þess í stað upp kenningu til föður. Faðir er frá Rússlandi og heitir Stepan og er óskað eftir að eiginnafn föður verði lagað að íslensku máli og kenninafnið verði Stefánsdóttir.
Ekkert er í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, sem stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Fallist er á föðurkenninguna Stefánsdóttir.