Mál nr. 75/2022 Úrskurður 24. maí 2022
Mál nr. 75/2022 Eiginnafn: Sæmey (kvk.)
Hinn 24. maí 2022 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 75/2022 en erindið barst nefndinni sama dag. Nefndina skipa í máli þessu Auður Björg Jónsdóttir, formaður, Finnur Ágúst Ingimundarson og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson en fundur fer fram í gegnum fjarfundabúnað.
Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:
- Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
- Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
- Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
- Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Eiginnafnið Sæmey (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Sæmeyjar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sæmey (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.