Mannanafnanefnd, úrskurðir 21. janúar 2010
Mál nr. 2/2010 Eiginnafn: Kittý
Hinn 21. janúar 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í málinu 2/2010:
Eiginnafnið Kittý (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kittýjar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Kittý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 3/2010 Eiginnafn: Jannika
Hinn 21. janúar 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í málinu 3/2010:
Eiginnafnið Jannika (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Janniku, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Jannika (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 4/2010 Eiginnafn: Júdea
Hinn 21. janúar 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í málinu 4/2010:
Eiginnafnið Júdea (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Júdeu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Júdea (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 5/2010 Eiginnafn: Þrúða
Hinn 21. janúar 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í málinu 5/2010:
Eiginnafnið Þrúða (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Þrúðu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Þrúða (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 7/2010 Eiginnafn: Adrian
Hinn 21. janúar 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í málinu 7/2010:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.
Ritháttur nafnsins Adrian (kk.) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls miðað við að nafnið sé borið fram Adrían. Eiginnafnið Adrian uppfyllir þar af leiðandi ekki skilyrði 2. málsl. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Adrian (kk.) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Adrían (kk.) á mannanafnaskrá, sem eiginnafn.