Hoppa yfir valmynd

Nr. 65/2019 - Úrskurður

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 65/2019

Þriðjudaginn 28. maí 2019

A

gegn

Barnavernd Reykjavíkur

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Lára Sverrisdóttir lögfræðingur, Guðfinna Eydal sálfræðingur og Sigríður Ingvarsdóttir lögfræðingur.

Með bréfi 12. febrúar 2019 kærði A, til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur frá 15. janúar 2019 um að hafa ekki frekari afskipti af og loka máli samkvæmt 1. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 (bvl.), vegna sonar kæranda, B.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Drengurinn B er X ára en hann er sonur kæranda og C. Foreldrarnir fara sameiginlega með forsjá drengsins en drengurinn á lögheimili hjá kæranda. Kærandi hefur höfðað forsjármál á hendur móður þar sem þess er krafist að hann fari einn með forsjá drengsins. Málið er fyrir dómstólum.

Mál drengsins barst Barnavernd Reykjavíkur fyrst með tilkynningu frá kæranda X 2018 þar sem fram kom að móðir væri að [...]. Fram kom í tilkynningunni að móðir væri [...]. Einnig kom fram að móðir hefði farið með drenginn til [læknis] og fengið gerða á honum aðgerð án vitneskju kæranda.

Þann 13. september 2018 barst tilkynning lögreglu, dags. 16. ágúst 2018. Þar kom fram að tilkynnt hefði verið um [...] á heimili móður og [...] en [...]. Þann X 2018 barst einnig tilkynning lögreglu um að móðir hefði komið á lögreglustöð X til að leita ráða vegna [...] sem hún sagði ofsækja sig. Hinn X 2018 var drengnum bætt við bókun hjá lögreglu og málið sent barnavernd sem tilkynning.

Fjórða tilkynningin í máli drengsins barst X 2018. Lögregla tilkynnti þar að X 2018 hefði móðir lagt fram kæru á hendur [...] vegna [...]. Um hafi verið að ræða X atvik sem átt hafi sér stað í D í X 2018. Drengurinn var ekki [...].

X tilkynningar liggja fyrir þar sem kærandi hafði samband við bakvakt Barnaverndar Reykjavíkur. Fyrst hafði kærandi samband við bakvakt X 2018 og greindi frá því að móðir hefði [...]. Kærandi hefði áhyggjur af því hvers konar umhverfi drengnum væri búið hjá móður en hún væri [...]. Kvaðst kærandi ekki vita hvar þau væru og að móðir ansaði ekki í síma. Kærandi hafi einnig haft samband við bakvakt X og X desember 2018 . Kærandi kvað móður hafa sótt drenginn, ekki skilað honum heim og [...]  desember . Kærandi hafi haft áhyggjur af ástandi móður. Að mati barnaverndar hafi ekki verið hægt að aðhafast í málinu þar sem drengurinn væri í umsjá forsjáraðila og ekkert gæfi til kynna að hann væri í bráðri hættu. Daginn eftir, X desember , hafi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur haft samband við [...] og fengið þær upplýsingar að drengurinn væri [...].

Tilkynning barst frá lögreglu X desember 2018 um ágreining foreldra á [...] E. Í tilkynningu kom fram að móðir hafi verið í uppnámi og sagt kæranda hafa rifið drenginn úr höndum hennar, gegn vilja hennar og drengsins. Síðan hafi [...] sem var þar í fylgd kæranda [...]. Kærandi sagði móður hafa [...]. Sá hafi brugðist við með því að [...] með þeim afleiðingum að hún hafi [...].

Tilkynning barst frá E X desember 2018 vegna framangreinds atviks á [...]. Í tilkynningu kom einnig fram að móðir [...]. Átök væru á milli foreldra í [...] fyrir framan drenginn og [...]. Drengurinn sýndi vanlíðan og gréti. Það væri mat [...] að móðir hugsaði ekki um hagsmuni drengsins þegar hún [...] og blandaði [...] í forræðisdeilu foreldra. Rætt hafi verið við foreldra í kjölfar tilkynningarinnar.

Í málinu liggur loks fyrir tilkynning lögreglu  X desember 2018. Efni tilkynningar er að móðir hringdi í neyðarlínu og sagðist hafa séð föður [...]. Þetta hafi hún séð inn um glugga að F. Í dagbók lögreglu vegna atviksins segir að móðir hafi átt við [...] veikindi að stríða. Ekki hafi verið gripið til aðgerða að höfðu samráði við barnavernd.

Málið var tekið fyrir á úthlutunarfundi barnaverndar  X september 2018 og ákveðið að það yrði sett í farveg könnunar en sett á bið. Málinu var úthlutað til könnunar X október 2018. Undirritað samþykki foreldra um könnun máls er dagsett X október 2018. Þar kemur meðal annars fram að leitað verði eftir upplýsingum frá foreldrum, skóla og frístundaheimili, heilsugæslu, þjónustumiðstöð og lögreglu.

Könnunarviðtöl við foreldra vegna málsins voru tekin X október og X nóvember 2018.

Í niðurstöðu könnunar Barnaverndar Reykjavíkur 15. janúar 2019 kemur fram að um sé að ræða dreng sem standi vel námslega og félagslega. Ekki séu gerðar neinar athugasemdir við utanumhald drengsins. Deilur á milli foreldra séu þó áhyggjuefni og hafi haft áhrif á drenginn. Mikilvægt sé að foreldrar leiti leiða til að finna lausn á umgengnisdeilu sinni. Í millitíðinni sé mikilvægt að þau haldi drengnum frá deilum sínum. Málinu hafi verið lokað hjá Barnavernd Reykjavíkur og forsjáraðilum sent bréf um lokun máls.

II.  Sjónarmið kæranda

Kærandi gerir ekki kröfur í málinu en skilja verður kæru hans svo að þess sé krafist að ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur verði felld úr gildi. Hann óskar þess að Barnavernd Reykjavíkur láti drenginn njóta vafans og horfi á aðstæður heildstætt.

Kærandi telur að Barnavernd Reykjavíkur hafi ekki með fullnægjandi hætti aflað nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður í málinu, sérstaklega þegar komi að persónulegum högum móður. Fyrir vikið hafi mat á þörf fyrir viðeigandi úrræði samkvæmt bvl. verið skakkt og niðurstaða um að loka málinu, án frekari íhlutunar af hálfu barnaverndar, ekki verið rétt.

Kærandi telur að eins og atvikum var háttað hafi verið ríkt tilefni til að kanna heimilisaðstæður, [...] og félagslega stöðu móður. Hún hafi mætt til fundar við fulltrúa barnaverndar við upphaf málsins og veitt samþykki sitt fyrir könnun. Eftir það hafi hún hætt að svara fulltrúanum í síma og ekki svarað boðum um að mæta í frekari viðtöl. Þá hafi hún ekki viljað kynna sér þau gögn sem barnavernd hafi safnað og haldið því fram við fulltrúa barnaverndar að allar tilkynningar yrðu dregnar til baka og hún beðin afsökunar. Slíkur skortur á samstarfsvilja og ranghugmyndir af hennar hálfu hefðu átt að gefa til kynna að ástæða væri til að kanna aðstæður hennar frekar.

Móðir hafi glímt við [...],[...] og hafi verið [...] í lengri tíma. Hún hafi að mati kæranda sýnt augljós merki um [...]. Kærandi telji bersýnilegt að hegðun og aðstæður móður séu ekki æskilegar fyrir drenginn og geti jafnvel talist skaðlegar og falið í sér hættu fyrir hann, jafnt andlega sem líkamlega. Brýnt sé að árétta að ekki sé nauðsynlegt að skaði hafi þegar orðið heldur sé nægilegt til að réttlæta inngrip að hætta sé á ferðum, verði aðstæður ekki færðar til betri vegar.

Aðstæður móður hafi farið versnandi undanfarin ár og staða hennar nú verði að teljast verulega slæm. Kærandi telji að með nánari könnun á aðstæðum hennar hefði það átt að blasa við fulltrúa barnaverndar. Móðir hafi á tímabili haft [...] en í X hafi hún upplýst kæranda um að hún væri flutt þaðan. Hún hafi síðar nefnt við kæranda að hún [...] en hafi ekki viljað gefa upp nákvæma staðsetningu þess. Eftir að kærandi hafi óskað eftir því að barnavernd grennslaðist fyrir um málið hafi kærandi fengið staðfestar grunsemdir sínar um að móðir hafi [...] en þar hafi hún verið með drenginn og sé þar enn (X febrúar 2019). Hún hafi verið með drenginn þar síðan X febrúar 2019 er hún hafi [...]. Hún hafi hvorki farið með drenginn í [...] X né X febrúar heldur tilkynnt um veikindi. Hún hafi ekki látið ná í sig.

Kærandi vísar enn fremur til þess að í júní 2017 hafi móðir farið með drenginn í [aðgerð] hjá [lækni] án samþykkis og/eða vitundar kæranda. Í desember  á meðan barnaverndarmál hafi verið opið og könnun barnaverndar hafi staðið yfir hafi orðið uppákoma á [...] E þar sem móðir hafi [...] í samskiptum við kæranda og sýnt af sér [...] sem leitt hafi til tilkynningar [...] til barnaverndar. Þar komi fram það mat [...] að móðir hafi ekki borið hag barnsins fyrir brjósti. Þá hafi móðir hringt í neyðarlínu á X 2018  og logið upp á kæranda [...]. Lögregla og barnavernd hafi metið þá tilkynningu ótrúverðuga. Þrátt fyrir þetta og allar aðstæður hafi verið tekin ákvörðun um að loka málinu án frekari könnunar eða íhlutunar af hálfu barnaverndar. Sá starfsmaður barnaverndar sem hafi haft málið til meðferðar hafi þurft frá að hverfa en í stað þess að úthluta málinu til annars starfsmanns og afla frekari gagna hafi málinu verið lokað.

Kærandi hafi nú látið birta móður stefnu og fari fram á að fá einn forsjá drengsins. Málið hafi verið þingfest  X 2019. Kærandi sé vel meðvitaður um að mál sem leyst sé úr á grundvelli barnalaga eins og forsjármál, geti reynst foreldrum og börnum erfið. Foreldrar kunni að vera ósammála og aðstæður sem upp kunni að koma í tengslum við forsjárdeilu foreldra geti verið flóknar og ósamrýmanlegar. Ekki sé þar með sagt nema síður sé að nauðsynlegt sé að barnavernd hafi afskipti af málefnum fólks við slíkar aðstæður. Í þessu tilviki telji kærandi að um sé að ræða spurningu um orsök og afleiðingu. Kærandi fari fram á breytta forsjá fyrir dómstólum vegna þess að hann telji að móðir drengsins sé vanhæf til þess að fara með forsjá vegna [...]. Sú vanhæfni sé án efa tilefni til frekari afskipta og könnunar barnaverndar og þess að ekki skuli afgreiða málið eingöngu sem „hefðbundna“ forsjárdeilu.

Að mati kæranda sé nauðsynlegt að grípa til viðeigandi ráðstafana af hálfu barnaverndar og nýta þær heimildir sem fyrir hendi séu samkvæmt bvl. til að kanna stöðu móður og veita henni viðeigandi sálfræðilega og/eða félagslega ráðgjöf.

III.  Sjónarmið Barnaverndar Reykjavíkur

Í greinargerð Barnaverndar Reykjavíkur 20. mars 2019 er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. bvl. sé markmið könnunar máls að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum bvl., allt í samræmi við hagsmuni og þarfir barns. Þá segi jafnframt að í þessu skyni skuli kappskostað að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi barns, svo sem andlegt og líkamlegt ásigkomulag, tengsl þess við foreldra eða aðra, hagi foreldra, aðbúnað barns á heimili, skólagöngu, hegðun og líðan þess.

Við könnun málsins hafi verið aflað upplýsinga frá foreldrum, skóla og frístundaheimili, heilsugæslu, þjónustumiðstöð og lögreglu. Í tilkynningum lögreglu hafi komið fram að drengurinn hefði ekki verið viðstaddur þau atvik sem þær vörðuðu, utan deilu foreldra á [...]  X desember 2018. Hjá þjónustumiðstöð og heilsugæslu hafi ekki komið fram áhyggjur af aðbúnaði eða aðstæðum drengsins. Þá hafi verið ljóst af upplýsingum frá skóla og frístundaheimili að allt utanumhald um drenginn væri mjög gott, honum liði vel í skóla og frístund og ekki væru áhyggjur af aðstæðum hans, heilsu eða velferð. Deilur foreldra hefðu þó haft áhrif á drenginn og áréttað hafi verið í gögnum Barnaverndar Reykjavíkur að mikilvægt væri að foreldrar leituðu lausna á umgengnisdeilu sinni og héldu drengnum utan við hana.

Rétt sé að undirstrika sérstaklega að lögheimili drengsins sé hjá kæranda og liggi fyrir að engar tilkynningar varði aðstæður drengsins í umsjá kæranda. Lúti tilkynningarnar fyrst og fremst að hegðun móður gagnvart drengnum, áhrifum [...]á líðan drengsins og aðstæður hans í hennar umsjá. Komið hafi fram við könnun máls að foreldrar hafi lýst vilja til að undirgangast sáttameðferð hjá sýslumanni og hafi verið að bíða eftir viðtali þegar könnun málsins hafi lokið. Það hafi verið niðurstaða Barnaverndar Reykjavíkur að miðað við stöðu málsins, þegar tekin hafi verið ákvörðun um lokun þess 15. janúar 2019, ættu foreldrar að geta leyst úr þeim vanda á grundvelli barnalaga með aðstoð embættis sýslumanns og/eða dómstóla en úrræði á grundvelli bvl. breyttu ekki þeirri stöðu.

Með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir hafi legið í málinu hafi ekki verið þörf á að kanna hagi og heimilisaðstæður foreldra umfram það sem gert hafi verið við könnun málsins. Talið sé að ákvæða 41. gr. bvl. hafi verið gætt í hvívetna við könnun málsins, þ.e. að málið hafi verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin og að könnun hafi verið hraðað eins og kostur sé. Þá hafi könnun ekki verið umfangsmeiri en nauðsyn hafi krafið.

Með vísan til alls framangreinds hafi aðstæður drengsins talist viðunandi. Ekki hafi því verið lagaskilyrði til að halda málinu opnu sem barnaverndarmáli og því hafi borið að loka málinu og tilkynna það forsjáraðilum, sbr. 21. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004.

Með hliðsjón af framangreindu og gögnum málsins er þess krafist að ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur um að loka máli B verði staðfest.

VI.  Niðurstaða

Drengurinn B er X ára og lýtur forsjá beggja foreldra. Kærandi, sem er faðir drengsins, hefur höfðað forsjármál gegn móður þar sem hann fer fram á að fá forsjána einn. Málið er fyrir dómstólum.

Með hinni kærðu ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur frá 15. janúar 2019 var ákveðið að loka barnaverndarmáli drengsins í kjölfar könnunar málsins.

Kærandi krefst þess að ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur verði felld úr gildi.

Barnavernd Reykjavíkur krefst þess að hin kærða ákvörðun verði staðfest.

Samkvæmt 22. gr. bvl. er það markmið könnunar máls að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum bvl., allt í samræmi við hagsmuni og þarfir barns. Í þessu skyni skal barnaverndarnefnd kappkosta að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi barns, svo sem andlegt og líkamlegt ásigkomulag, tengsl við foreldra eða aðra, hagi foreldra, aðbúnað á heimili, skólagöngu, hegðun og líðan þess. Leita skal aðstoðar sérfræðinga eftir því sem þörf krefur. Um könnun máls, rannsóknarheimildir barnaverndarnefnda, skyldu til að láta barnaverndarnefndum í té upplýsingar og málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd almennt, gilda ákvæði VIII. kafla bvl.

Í 1. mgr. 41. gr. bvl. kemur fram að barnaverndarnefnd skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því, sbr. einnig rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með þessu er reynt að tryggja að ákvarðanir nefndanna séu bæði löglegar og byggðar á réttum grunni. Ekki verða settar fram nákvæmar reglur um það hvernig staðið skuli að könnun máls og hverra gagna skuli aflað, enda er það matsatriði og breytilegt eftir eðli máls hverju sinni. Í því sambandi ber þó að gæta að 2. mgr. 41. gr. bvl. þar sem fram kemur að könnun barnaverndarmáls skuli ekki vera umfangsmeiri en nauðsyn krefji og skuli henni hraðað svo sem kostur er. Í þessu felst meðal annars að barnaverndarnefnd skuli ekki ganga lengra í gagnaöflun og könnun máls hverju sinni en nauðsynlegt er. Í þessu felst einnig að ekki séu notaðar harkalegri aðferðir við könnun máls og öflun gagna en efni standa til.

Í 2. gr. bvl. segir að markmið laganna sé að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Í málinu liggja fyrir alls tíu barnaverndartilkynningar frá tímabilinu X til og með X 2018; X frá skóla drengsins, X frá kæranda sjálfum og X frá lögreglu. Tilkynningar lögreglu varða allar móður drengsins nema ein tilkynning er varðar deilu foreldra sem átti sér stað [...].

Samkvæmt gögnum málsins komu kærandi og [...] til könnunarviðtals X október 2018. Í máli þeirra hafi meðal annars komið fram að drengurinn hafi verið X ára þegar foreldrar skildu og hefði forsjá alltaf verið sameiginleg. Hefðu samskipti á milli foreldra alla tíð verið erfið, móðir væri [...] og væru samskipti að þeirra mati nú fullreynd. [...]. Móðir hefði flutt til G í janúar 2018 og hefði hún reynt að fá drenginn með sér en kærandi hefði ekki samþykkt það. Drengurinn hafi farið til hennar í sumarið 2018 en þar hafi hann orðið vitni að [...]. Móðir hafi komið til Íslands frá  í byrjun ágúst X og þá hafi byrjað mikið áreiti frá henni. Hafi hún undanfarið komið nær daglega í [...] án vitundar kæranda. Þetta hafi skapað mikla streitu hjá drengnum. Í viðtalinu hafi einnig komið fram að móðir stæði aldrei við samkomulög sem gerð væru um umgengni. Þá hafi komið fram að samskiptin við hana hefðu orðið enn erfiðari í X 2017 en X hafi móðir farið með drenginn í [aðgerð] [...] án vitneskju kæranda. Hafi drengurinn verið með umbúðir í X vikur og á sterkum verkjalyfjum. Hafi móðir haldið drengnum frá kæranda á tímabilinu. Móðir væri mjög upptekin af [...].

Samkvæmt gögnum málsins kom móðir til könnunarviðtals á skrifstofu Barnaverndar Reykjavíkur X nóvember  2018. Farið hafi verið yfir efni tilkynninga. Hafi móðir upplýst um að hún hefði óskað eftir að fá lögheimili drengsins til sín er hún hafi flutt til I í [...] og einnig er hún flutti til G, en kærandi hafi neitað henni um það. Í bæði skiptin er hún hafi [...] og hitt drenginn. Sagðist hún treysta kæranda, hann væri góður faðir. Hún sæi það nú að það hafi verið best fyrir drenginn að vera hjá kæranda er hún flutti til G, en þangað hefði hún flutt til að láta reyna á [...]. Móðir hafi flust aftur til H þar sem hún saknaði drengsins. Kvað móðir [...] ekki vandamál hjá sér. Sagði hún kæranda stundum vera dónalegan við sig þegar hún spyrði frétta af drengnum eða reyndi að nálgast hann. Þá hunsaði hann stundum samskipti við hana. Kvaðst hún ekki áreita drenginn [...]. Varðandi [aðgerð] á drengnum sagði hún að ekki hafi verið um [...] að ræða heldur hafi verið um að ræða [...] og að henni hafi verið ráðlagt að láta [...]. Sagði móðir að hún myndi ekki gera slíkt aftur, næst myndi hún hafa kæranda með í ráðum. Kom fram að móðir vildi hafa samskipti við kæranda góð og sagðist þrá fleiri samverustundir með drengnum. Sagði hún það hvorki rétt að hún virti ekki umgengni né að ekki væri hægt að treysta orðum hennar.

Undirritað samþykki foreldra um könnun máls, samkvæmt 21., 22. og 43. gr. bvl., er dagsett X október 2018. Þar kemur meðal annars fram að áætlað tímabil könnunar væri frá þeim degi til X janúar 2019. Leitað yrði eftir upplýsingum frá foreldrum, skóla og frístundaheimili, heilsugæslu, þjónustumiðstöð og lögreglu.

Í upplýsingum frá J X 2018 kom fram að engin vinnsla hafi verið í máli drengsins eða kæranda hjá J. Móðir hafi fyrst leitað eftir þjónustu árið 2015 og hafi síðan þá af og til fengið [...]. Engar áhyggjur hafi verið um líðan, velferð eða uppeldisaðstæður drengsins.

Upplýsingar, dags.  X nóvember 2018, hafi borist frá lögreglunni [...]. Þar komi fram að hjá lögreglu séu skráð X afskipti af móður á tímabilinu frá janúar 2017 , öll vegna [...]. Drengurinn hafi ekki verið á vettvangi í neinu þessara tilvika.

Upplýsingar, dags. X nóvember 2018, bárust frá skóla drengsins. Þar kemur fram að drengnum líði vel. Hann komi jákvæður í skólann, sé sterkur persónuleiki og standi með sjálfum sér. Vel sé hugsað um hann, hann sé alltaf snyrtilegur, komi klæddur eftir veðri og vel sé passað upp á heimalærdóm. Drengurinn sé góður námsmaður og gangi vel að læra. Hann eigi nokkra mjög góða vini í bekknum sem hann leiki sér mest við en hann sé líka duglegur að leika sér við aðra. Samskipti umsjónarkennara við foreldra hafi verið mjög góð. Kærandi hafi verið duglegri að hafa samband í haust vegna aðstæðna þar sem drengurinn hafi verið meira hjá honum. Kærandi hafi haldið mjög vel utan um drenginn og skólagöngu. X hafi móðir viljað taka drenginn úr skólanum í X vikur og fara með hann til G vegna þess að hún hafi verið að [...]. Hafi það verið frekar óljóst hvernig hún hafi viljað haga skólagöngu drengsins þann tíma. Móðir hafi sagt umsjónarkennara að hún væri búin að fá leyfi hjá skólastjóra. Síðar hafi komið í ljós að hann hafi aldrei verið beðinn um leyfið og í framhaldi hafi verið ákveðið að veita ekki leyfi, enda hafi kærandi verið mótfallinn því frá upphafi. Fram komi að í X hafi móðir sent umsjónarkennara póst nokkrum sinnum þar sem hún óskaði eftir að fá að taka drenginn X mínútum fyrr úr kennslustund. Aðaltilgangurinn hafi virst sá að [...]. Þetta hafi gerist X og hafi kærandi ekki verið sáttur.

Fyrir liggja upplýsingar frá frístundaheimili drengsins X desembe 2018 . Það var mat starfsmanna að drengnum liði almennt vel og stæði vel félagslega. Hann ætti ekki við nein sýnileg vandamál að stríða en liði þó fyrir deilur foreldra sinna. Móðir hafi mætt [...]. Í einhverjum tilvikum hefði móðir [...].

Upplýsingar frá Heilsugæslunni K hafi borist X janúar 2019. Þar komi fram að drengurinn virðist hraustur. Tekið sé fram að í X hafi verið gerð aðgerð á drengnum þar sem [...]. Samkvæmt sjúkraskrá virðist þetta hafa verið gert án vitundar kæranda sem hafi verið ósáttur við að hann hafi ekki verið upplýstur og hafður með í ráðum.

Kærandi telur að Barnavernd Reykjavíkur hafi ekki með fullnægjandi hætti aflað nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður í málinu, sérstaklega þegar komi að persónulegum högum móður. Fyrir vikið hafi mat á þörf fyrir viðeigandi úrræði samkvæmt bvl. verið skakkt og niðurstaðan um að loka málinu án frekari íhlutunar af hálfu barnaverndar ekki verið rétt.

Það er mat Barnaverndar Reykjavíkur að með tilliti til þeirra upplýsinga, sem fyrir hafi legið í málinu, hafi ekki verið þörf á að kanna málið umfram það sem gert var. Talið sé að ákvæða 41. gr. bvl. hafi verið gætt við könnun málsins, þ.e. að málið hafi verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin og að könnun hafi verið hraðað eins og kostur var. Þá hafi könnun ekki verið umfangsmeiri en nauðsyn krafði. Aðstæður drengsins hafi talist viðunandi og því hafi ekki verið lagaskilyrði til að halda málinu opnu sem barnaverndarmáli. Því hafi borið að loka málinu.

Samkvæmt 22. gr. bvl. sem vísað er til hér að framan er markmið könnunar máls samkvæmt lögunum að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum bvl. Í máli því sem hér um ræðir voru upplýsingar frá skóla og frístundaheimili samhljóma um að drengnum liði vel og að hann væri bæði námslega og félagslega sterkur. Vel væri hugsað um hann og hans þarfir. Hafi það ekki síst verið talið vegna þess hve kærandi héldi vel utan um hann, en drengurinn hefur dvalið meira hjá kæranda en móður. Var þó tekið fram í tilkynningu frá skóla að forsjárdeila foreldra ylli drengnum vanlíðan.

Upplýsingar frá öðrum aðilum, svo sem lögreglu, varpa fyrst og fremst ljósi á óstöðugleika móður, en þar kemur þó ekkert fram sem bendir til þess að drengurinn búi við óviðunandi aðstæður eða sé í þörf fyrir úrræði, svo sem stuðning eða meðferð, samkvæmt bvl. Ber einnig að geta þess að drengurinn var ekki viðstaddur í neinu því tilvika er lögregla hafði afskipti af móður.

Við úrlausn málsins ber úrskurðarnefndinni að leysa úr því hvort barnaverndin hafi réttilega metið að ekki hafi verið þörf á að leita úrbóta eða beita sérstökum úrræðum samkvæmt ákvæðum bvl. að könnun lokinni og því ætti að loka málinu. Í greinargerð 15. janúar 2019, sem tekin var saman af hálfu barnaverndarinnar um könnun málsins samkvæmt 23. gr. bvl., er niðurstöðum könnunar lýst og jafnframt ítarlega rakið á hverju niðurstöðurnar eru byggðar.

Úrskurðarnefndin telur með vísan til þess sem að framan er rakið að rétt hafi verið af hálfu barnaverndarinnar að loka málinu. Í því sambandi er jafnframt litið til þess sem fram kemur í athugasemdum með 22. gr. bvl., en þar segir að við framkvæmd 22. gr. bvl. beri að hafa í huga að öll afskipti barnaverndarnefnda af málefnum fjölskyldu feli í sér íhlutun í mál sem venjulega myndu teljast einkamál. Af þeim sökum sé það meginregla að könnun máls gangi ekki lengra en þörf sé á hverju sinni.

Samkvæmt ofangreindu telur úrskurðarnefndin að lagaskilyrði séu ekki fyrir hendi til að hafa málið opið sem barnaverndarmál. Því verður að telja að Barnavernd Reykjavíkur hafi borið að loka málinu samkvæmt 23. gr. bvl., eins og gert var með hinni kærðu ákvörðun.

Með vísan til þess telur úrskurðarnefndin að staðfesta verði hina kærðu ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur.


 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur frá 15. janúar 2019, um að loka máli vegna drengsins B, er staðfest.

 

F. h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Lára Sverrisdóttir

Guðfinna Eydal                                                        Sigríður Ingvarsdóttir


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta