Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. mars 2005
Mál nr. 14/2005
Eiginnafn: Tímoteus (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Tímoteus telst vera annar ritháttur eiginnafnsins Tímóteus, sem þegar er á mannanafnaskrá, tekur eignarfallsendingu (Tímoteusar) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Fallist er á ritháttinn Tímoteus og skal færa nafnið á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 15/2005
Millinafn: Gnarr
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Gnarr telst fullnægja ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Gnarr er tekin til greina og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 16/2005
Eiginnöfnin: Andrá og Anndrá (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Andrá tekur eignarfallsendingu (Andrár) og telst að öðru leyti uppfylla 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Eiginnafnið Anndrá er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfyllir þ.a.l. ekki skilyrði tilvitnaðrar lagagareinar. Beiðni um nafni Anndrá er því hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Andrá er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Beiðni um eiginnafnið Anndrá er hafnað.“
Mál nr. 17/2005
Eiginnafnið: Matti (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Matti tekur eignarfallsendingu (Matta) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Matti er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 18/2005
Eiginnafnið: Dæja (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Dæja tekur eignarfallsendingu (Dæju) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Dæja er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 19/2005
Eiginnafnið: Gloría
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Gloría tekur eignarfallsendingu (Gloríu) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Gloría er tekin til greina og skal færa nafnið á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 20/2005
Eiginnafnið: Estefan (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Estefan tekur eignarfallsendingu (Estefans) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Estefan er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 21/2005
Eiginnafnið: Sólkatla (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Sólkatla tekur eignarfallsendingu (Sólkötlu) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sólkatla er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 22/2005
Millinafnið: Hofland
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Hofland telst fullnægja skilyrðum 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Hofland er tekin til greina og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 23/2005
Eiginnafnið: Blær (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Mannanafnanefnd hefur nokkrum sinnum fjallað um eiginnafnið Blæ, sbr. úrskurð mannanafnanefndar frá 24. júní 1998 og úrskurð nefndarinnar 4. október 2001, sbr. mál nr. 96/2001. Nafnið Blær telst vera karlmannsnafn og með vísan til 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn er beiðn um eiginnafnið Blær sem kvenmannsnafn hafnað.
Úrskurðarorð:
Beiðni um nafnið Blær (kvk.) er hafnað.“
Mál nr. 24/2005
Eiginnafnið: Tímótheus (kk.)
Fjallað var um eiginnafnið Tímótheus í úrskurði mannanafnanefndar þann 19. ágúst 2004, sbr. mál nr. 66/2004, og var því hafnað þar sem það telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku máli. Forsendur eru óbreyttar og því telst ekki tilefni til endurupptöku málsins.
Úrskurðarorð:
Beiðni um endurupptöku er hafnað. “
Mál nr. 25/2005
Eiginnafn: Hávarr (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Fjallað var um eiginnafnið Hávarr í máli nr. 92/1999, á þeim á þeim forsendum að nafnið teldist ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og væri andstætt íslenskri hljóðþróun. Í úrskurð mannanafnanefndar þann 18. desember 2001, sbr. mál nr. 118/2001, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að taka málið upp aftur með vísun til forsendna úrskurðar nr. 92/1999. Forsendur eru óbreyttar og því er máli þessu vísað frá nefndinni.
Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá mannanafnanefnd.“
Mál nr. 26/2005
Eiginnafnið: Sven (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Sven er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og rithátturinn Sven telst ekki hafa unnið sér hefð í íslensku máli og uppfyllir því ekki skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sven er hafnað.“
Fleira gerðist ekki. Fundi lauk kl. 13:45.
AJ