Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 9/2012

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

A

gegn

Þróunarsamvinnustofnun Íslands

 

Val í starfsnemastöðu. Hæfnismat.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsti í maí 2012 eftir ungu háskólafólki í fjögurra mánaða starfsþjálfun í tengslum við verkefni á sviði þróunarsamvinnu. Kærandi, sem er karl, taldi að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum með því að velja konu í starfsþjálfunina en hann taldi sig vera hæfari eða jafnhæfan konunni sem valin var. Þróunarsamvinnustofnun Íslands taldi hins vegar að konan hefði verið honum fremri bæði hvað menntun snertir og starfsreynslu. Kærunefnd jafnréttismála taldi ekki rök til að horfa til ólokins meistaranáms þeirrar sem starfið hlaut, þannig að hvað menntun varðar stóðu þau jafnt. Á hinn bóginn var talið að starfsreynsla hennar væri meiri og félli betur að þeirri reynslu sem auglýst hafði verið eftir. Hafi hún því staðið kæranda framar í þeim efnum. Taldist Þróunarsamvinnustofnun Íslands því ekki hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 

  1. Á fundi kærunefndar jafnréttismála hinn 15. mars 2013 er tekið fyrir mál nr. 9/2012 og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
  2. Með kæru, dagsettri 17. september 2012, kærði A þá ákvörðun Þróunarsamvinnustofnunar Íslands að velja konu sem starfsnema í tengslum við verkefni á sviði þróunarsamvinnu erlendis hjá kærða. Kærandi telur að með valinu hafi kærði brotið gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
  3. Kæran ásamt fylgigögnum var kynnt kærða með bréfi, dagsettu 26. september 2012. Kærði óskaði eftir fresti til að skila greinargerð og barst hún 24. október 2012, og var kynnt kæranda með bréfi kærunefndar, dagsettu 30. október 2012.
  4. Kærunefndinni barst bréf kæranda, dagsett 10. nóvember 2012, með athugasemdum við greinargerð kærða sem kynnt var kærða með bréfi kærunefndar, dagsettu 19. nóvember 2012. Athugasemdir kærða bárust með bréfi, dagsettu 29. nóvember 2012.
  5. Með bréfi, dagsettu 3. janúar 2013, óskaði kærunefndin eftir nánari upplýsingum og gögnum frá kærða um ráðningarviðtöl vegna starfsins og námslok þeirrar er starfið hlaut. Frekari gögn bárust frá kærða með bréfi, dagsettu 10. janúar 2013. Kærunefndin óskaði eftir nánari upplýsingum frá kærða með tölvupósti þann 1. febrúar 2013. Svör kærða bárust með tölvupósti þann 12. febrúar 2013 og voru kynnt kæranda með tölvupósti samdægurs.
  6. Sjónarmið málsaðila þykja hafa komið nægilega fram í athugasemdum og greinargerðum til kærunefndar jafnréttismála. Var því ekki talin ástæða til að kalla málsaðila fyrir nefndina.

    MÁLAVEXTIR
  7. Kærði auglýsti vorið 2012 eftir ungu háskólafólki í fjögurra mánaða starfsþjálfun í tengslum við verkefni á sviði þróunarsamvinnu í þremur samstarfslöndum kærða, Malaví, Mósambík og Úganda.
  8. Í auglýsingu sem birtist á heimasíðu kærða voru gerðar eftirfarandi hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa lokið grunnnámi í háskóla (BA, BSc eða sambærilegri gráðu), gjarnan á sviðum þjóðfélagsfræða og skyldra greina eða umhverfis- og auðlindafræða og ekki vera eldri en 33 ára. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, þar á meðal geta til að skrifa góðan texta, góð tölvukunnátta og undirstöðuþekking í aðferðafræði. Gerð er krafa um sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð, áreiðanleika og lipurð í mannlegum samskiptum. Þekking á þróunarmálum, þróunarstarfi og afrískri menningu er ákjósanleg.
  9. Í auglýsingu var gerð grein fyrir inntaki starfsins þannig að um væri að ræða tilfallandi verkefni á skrifstofu eða fyrir þróunarverkefni stofnunarinnar og að meðal helstu verkefna væru upplýsingaöflun í tengslum við áætlanagerð, greining og úrvinnsla gagna og aðstoð við undirbúning og skipulag. Vegna starfsnemastöðunnar í Malaví var þess getið að sérstök áhersla væri lögð á menntamál og stjórnsýslu.
  10. Alls sóttu 49 umsækjendur um starfsnemastöðurnar. Þar af voru tekin viðtöl við 13 umsækjendur. Að loknu mati á umsækjendum var niðurstaðan að þrjár konur töldust hæfastar umsækjenda, en ein þar á meðal var talin hæfust til að gegna starfi starfsnema í Malaví.
  11. Kærandi óskaði eftir rökstuðningi fyrir ráðningu starfsnema í Malaví þann 25. júní 2012 og rökstuddi kærði ráðninguna með bréfi dagsettu 9. júlí 2012. Kærandi telur að með nefndri ráðningu hafi verið gengið framhjá honum á ómálefnalegan hátt meðal annars sem jafnhæfum eða hæfari einstaklingi af gagnstæðu kyni og þar með brjóti ráðningin í bága við jafnréttislög.

    SJÓNARMIÐ KÆRANDA
  12. Kærandi rekur að þann 9. júlí 2012 hafi honum borist rökstuðningur kærða fyrir ráðningu þeirrar sem valin var í starfsnemastöðu í Malaví. Kærandi gerir athugasemdir við þann rökstuðning. Að mati kæranda er í fyrsta lagi misræmi á milli hæfniskrafna sem gerðar voru í auglýsingu og þeirra sjónarmiða sem lögð voru til grundvallar við ráðninguna. Í öðru lagi bendir kærandi á að vafasamar aðstæður við birtingu auglýsingarinnar og grunsemdir um að ákvörðun hafi verið tekin áður en viðtöl fóru fram og jafnvel áður en ráðningarferlið hófst. Í þriðja lagi sé um að ræða gróft brot á lögum nr. 10/2008.
  13. Í fyrsta lagi hafi verið greint frá því í rökstuðningi kærða fyrir ráðningunni að sú sem var valin hafi lokið meistaragráðu í þróunarhagfræði, lokið grunnnámi í hagfræði og meistaranámi í fjárfestingastjórnun. Kærandi dragi ekki í efa að nám hennar í þróunarhagfræði nýtist henni í starfinu en gera verði athugasemdir við hve sterkar ályktanir hafi verið dregnar af meistararitgerð sem ekki var búið að meta í meistaranámi hennar þegar ráðning fór fram. Þá er tenging meistaragráðu í fjárfestingastjórnun við hæfniskröfur öllu vandséðari.
  14. Kærandi bendir á að hann hafi lokið meistaranámi frá Álaborgarháskóla í alþjóðasamskiptum. Í náminu, sem fram fór á ensku, hafi hann lagt töluverða áherslu á þróunarmál, svo sem með skrifum á misserisverkefni (20 ECTS einingar) um skort á góðum háttum (e. good governance) í Vestur-Afríku, spillingu, óstöðugt stjórnarfar og fleira.
  15. Í öðru lagi varði kærandi þriðja misseri meistaranáms síns í starfsnámi á Indlandi hjá þróunarstofnun sem vinni með nýkjörnum sveitarstjórnarfulltrúum, sem margir hverjir séu ólæsir og hafi enga formlega skólagöngu að baki. Í lok misserisins hafi kærandi skrifað misserisverkefni (30 ECTS) sem byggði á starfsnámsdvölinni. Af þessu megi vera ljóst að kærandi uppfyllti hæfniskröfumar um þekkingu á þróunarmálum, þróunarstarfi og afrískri menningu mjög vel. Sú sem valin var hafi hins vegar ekki haft starfsreynslu af þróunarmálum, þegar ráðning hennar kom til.
  16. Að mati kæranda er ljóst að í minnsta lagi sé hægt að leggja nám hans í alþjóðasamskiptum að jöfnu við nám þeirrar sem valin var í þróunarhagfræði, auk þess sem hann hafi meira nám að baki í greinum tengdum stjórnsýslu, meðal annars í stjórnmálafræðinámi sínu.
  17. Kærandi bendir á að kærði hafi talið sérstakan feng í því að fá þá sem valin var til starfa vegna lokaverkefnis hennar; „Use of randomized controlled trials in evaluating effectiveness of health programmes in developing countries“, en í rökstuðningi ákvörðunarinnar hafi verið sagt að ný verkefni væru að hefjast í Malaví á sviði heilbrigðismála, vatnsmála og menntamála og því ætti þessi þekking vel við. Í auglýsingu kærða hafi hvorki verið minnst á vatnsmál né heilbrigðismál og því sé um eftiráskýringu að ræða í rökstuðningi. Kæranda þykir rétt að árétta fyrrnefnda starfsreynslu hans af þróunarmálum á Indlandi, hjá stofnun sem sinni menntamálum með námskeiðahaldi.
  18. Kærandi álítur að við mat á þessum þætti beri að líta til reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Í 5. tölul. 4. gr. reglnanna sé kveðið á um skyldu stjórnvalds til þess að sjá til þess að í auglýsingu skuli að minnsta kosti vera upplýsingar um hvaða starf sé að ræða. Þar eigi að koma fram lýsing sem sé nægjanlega greinagóð til þess að væntanlegur umsækjandi geti gert sér glögga grein fyrir því í hverju starfið felist. Að mati kæranda er ljóst að við ráðninguna hafi verið lögð til grundvallar sjónarmið sem komu ekki fram í auglýsingu um starfið og verði það að teljast brot á framangreindum reglum, leiðbeiningarreglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
  19. Kærandi bendir á að þá hafi kærði litið til starfsreynslu þeirrar sem valin var, en hún hafi starfað sem sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækjum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Til samanburðar hafi kærandi BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, þar sem töluvert var fjallað um stjórnsýslu. Hvað varði störf þeirrar sem ráðin var hjá fjármálafyrirtækjum er tenging þeirra við hæfniskröfur starfsins óljós. Kærandi dragi ekki í efa að starfsferill hennar sé lengri en hans enda sé hún um sex árum eldri, en ekki verði séð að þar sé til að dreifa starfsreynslu sem tengist kröfum starfsnámsins.
  20. Kærandi rekur að í fjórða lagi hafi kærði vísað til viðtala í rökstuðningi sínum og þar hafi komið fram að sú sem valin var hafi náð bestum árangri umsækjenda í þeim þætti. Í því sambandi sé nefnd þekking hennar á aðferðafræði, hæfni í mannlegum samskiptum, mikil áhugasemi og góð þekking á þróunarmálum, þróunarstarfi og afrískri menningu. Þá sé nefnt að hún hafi ferðast til Malaví og Sambíu árið 2010 og kynnt sér þróunarstarf í löndunum. Kærandi hafi ekki aðgang að viðtalinu við hana en þyki einkennileg tilviljun að grunsamlegasta ráðningin þetta árið hafi skorað hæst á þætti sem engin leið sé að grennslast fyrir um, hvað varðar aðra umsækjendur.
  21. Kærandi bendir á að í sambandi við viðtöl við umsækjendur og ályktanir kærða sé þess að geta að kæranda hafi gengið afar vel í viðtalinu, en viti ekki hvar hann hafi lent í röð umsækjenda að loknum viðtölum, eða hvað upp á hafi vantað. Kærandi hafi mjög góða þekkingu á aðferðafræði og geti í því sambandi nefnt spyrlastörf sín við gerð skoðanakannana fyrir Gallup og Félagsvísindastofnun. Þá hafi kærandi náð mjög góðum árangri í áföngum sem snúa að aðferðafræði í háskólanámi sínu í stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum.
  22. Kærandi rekur að hann hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum sem hann hafi eflt til dæmis með þátttöku í ræðunámskeiðum og ræðukeppnum, félagsstarfi og íþróttum af ýmsum toga, hópastarfi, háskólanámi erlendis og síðast en ekki síst starfsnámi kæranda á Indlandi við gjörólíkar aðstæður og menningu frá því sem við þekkjum hérlendis og á Vesturlöndum almennt. Enn fremur hafi hann fylgst mjög vel með starfi kærða undanfarin tvö ár og til dæmis lesið Veftímarit um þróunarmál spjaldanna á milli.
  23. Kærandi hafi fylgst vel með þróun mála í Afríku í erlendum fjölmiðlum og kynnt sér þróunarmál mjög vel í námi og frítíma. Þess sé getið af hálfu kærða í rökstuðningi að í viðtali við þá sem valin var hafi komið fram að hún hafi verið mjög áhugasöm. Ekki viti kærandi hvaða ályktun hafi verið dregin um hans áhugasemi eftir viðtalið við hann, en ekkert skorti á áhuga hans á verkefnum kærða eða starfsnáminu og hafi þetta verið í annað sinn sem hann sæki um starfsnámsstöðu hjá kærða.
  24. Kærði hafi nefnt það í rökstuðningi sínum að sú sem var valin væri að ljúka meistaranámi við breskan háskóla og hafi hún mjög gott vald á enskri tungu og getu til að byggja upp góðan texta sem þarf til að sinna starfinu í Malaví. Kærandi áréttar að hann hafi einnig mjög gott vald á enskri tungu og getu til að byggja upp góðan texta og hefur lokið námi í alþjóðasamskiptum á ensku. Kærði hafi ekki lagt nein verkefni fyrir umsækjendur í því skyni að prófa tungumálakunnáttu og hafi því ekki forsendur til að dæma þá sem var valin hæfari í þessum efnum, hafi sú verið raunin.
  25. Kærði hafi nefnt félagsstörf þeirrar sem valin var í rökstuðningi sínum, sem að mati kæranda séu hvorki umfangsmeiri né hafi ríkari skírskotun til hæfniskrafna en kæranda. Þá hafi kærði tekið fram að sú sem valin var hafi að geyma þá persónulegu eiginleika sem kærði hafi verið að leita eftir og telja verði mikilvæga við störf í þróunarlöndum án þess að það sé skýrt á nokkurn hátt hvað í því felist. Kærandi hafi starfað að þróunarmálum í þróunarlandi og staðist þá prófraun mjög vel og það hafi aukið áhuga hans á þróunarstarfi.
  26. Kærði hefði getað óskað meðmæla/umsagna í tengslum við starf kæranda á Indlandi, en hafi ekki gert. Um það atriði segi í rökstuðningi kærða að ekki sé föst venja hjá stofnuninni að afla upplýsinga um meðmælendur eða hafa samband við meðmælendur hjá öllum sem kallaðir séu til viðtals og að slíkt sé aðeins gert ef þörf krefji. Að mati kæranda renni þetta stoðum undir þann grun að ákvörðun um ráðningu þeirrar sem valin var hafi legið fyrir þegar viðtal við kæranda fór fram.
  27. Kærandi veltir fyrir sér hvort ákvörðun um hvern skyldi velja í starfsnemastöðuna hafi verið tekin fyrirfram. Kærandi hafi tekið saman gögn sem sýni að í öllum starfsnemaauglýsingum fyrri ára frá kærða, sem honum hafi tekist að grafa upp, hafi hámarksaldur verið 32 ár, en í auglýsingunni fyrir árið 2012 sé hámarksaldurinn 33 ár í fyrsta sinn. Að mati kæranda er vandséð hvaða málefnalegu ástæður séu fyrir því. Að mati kæranda skýrist myndin þegar litið sé til þess að sú sem var valin var orðin 33 ára þegar starfið var auglýst. Því virðist hæfniskröfum starfsnámsins beinlínis hafa verið hagrætt frá því sem tíðkast hefur undanfarin ár, í því skyni að koma henni að. Að mati kæranda styrki þetta einungis grunsemdir hans um að ákvörðun um ráðninguna hafi legið fyrir áður en viðtalið við hann var tekið og raunar áður en auglýsingin hafi verið birt.
  28. Kærandi rekur að ráðið hafi verið í þrjár starfsnemastöður hjá kærða að þessu sinni og hafi konur verið ráðnar í þær allar. Frá árinu 2004, þegar starfsnám hjá kærða bauðst fyrst, til dagsins í dag, hafi 30 starfsnemar verið ráðnir. Af þeim hafi 26 verið konur, eða tæp 87%. Í rökstuðningi kærða komi fram varðandi kynjahlutfall umsækjenda að af 49 umsækjendum hafi verið 13 karlar og 36 konur. Af þeim 13 sem tekin voru viðtöl við voru tveir karlar og 11 konur. Kynjahlutfall umsækjenda að þessu sinni hafi verið í samræmi við það sem hafi verið undanfarin ár. Kærandi bendir á að ef þetta sé í samræmi við hlutföllin undanfarin ár sé ljóst að töluvert halli á karlana (rúm 26% umsækjenda í ár) við ráðningar starfsnema, eða umfram það sem talist getur tilviljun.
  29. Að mati kæranda stoðar lítið að vísa almennt til kynjahlutfalls íslenskra starfsmanna stofnunarinnar, heldur verði að greina stöðu innan hverrar deildar fyrir sig. Ljóst sé að hlutur karla í starfsnemastöðum í þróunarlöndum sé afar bágur og í raun varla til staðar. Í rökstuðningi kærða hafi sagt að kynjahlutföll hjá stofnuninni séu almennt tiltölulega jöfn og að af íslenskum starfsmönnum hjá stofnuninni starfi nú sex konur og átta karlar. Að mati kæranda er þetta útúrsnúningur, enda nauðsynlegt að bera saman hlutföll í sambærilegum stöðum. Með sams konar röksemdafærslu mætti tala um jafnan hlut karla og kvenna hjá fyrirtæki þar sem átta konur starfi við ræstingar á meðan átta karlar gegni stjórnunarstöðum.
  30. Kærandi bendir á að skv. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 sé sú krafa gerð að fyrirtæki stuðli að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Einnig skuli leggja sérstaka áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Verði ekki séð að gerð hafi verið nokkur tilraun til þess að jafna hlut kvenna og karla í starfsnemastöðum og sýnist frekar unnið markvisst að því að ráða tilteknar konur og ganga því framhjá jafnhæfum eða hæfari körlum.
  31. Kærandi telur sig ekki aðeins vera að minnsta kosti jafnhæfan þeim umsækjanda sem hlaut stöðuna, heldur telur kærandi nokkuð augljóst að önnur sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar við ráðninguna heldur en lagt hafi verið upp með í auglýsingunni. Þá hafi verið rík tilhneiging til þess að gefa konunni sem ráðin var sem hæst stig í öllum þeim þáttum sem ekki liggja fyrir skýr gögn um, eins og um áhugasemi, frammistöðu í viðtali og fleira. Hennar hlutur hafi verið fegraður á margvíslegan hátt. Til dæmis hafi starfsreynsla hennar verið tínd til á sviðum sem hafi lítið sem ekkert með þróunarstarf að gera og félagsstörf á borð við setu í skemmtinefndum einstakra starfsstöðva og svo framvegis.

    SJÓNARMIÐ KÆRÐA
  32. Af hálfu kærða er vísað til þess að auglýst hafi verið eftir ungu háskólafólki í fjögurra mánaða starfsþjálfun í tengslum við verkefni á sviði þróunarsamvinnu í þremur samstarfslöndum kærða. Starfstími skyldi vera frá 16. ágúst 2012 til 15. desember sama árs, en með möguleika á framlengingu í allt að einn mánuð á skrifstofu kærða í Reykjavík.
  33. Alls hafi 49 umsækjendur sótt um starfsnemastöðurnar. Þar af hafi 13 umsækjendur verið kallaðir í viðtal en viðtöl hafi farið fram á skrifstofu kærða í Reykjavík og hafi starfsmannastjóri kærða verið viðstaddur auk sálfræðings. Þegar legið hafi fyrir hvaða umsækjendur teldust hæfastir til að gegna umræddum starfsnemastöðum hafi öðrum umsækjendum verið send bréf, dagsett 14. júní 2012, þar sem þeim hafi verið þakkaður áhugi á starfsemi kærða ásamt upplýsingum um þá sem hlutu störfin.
  34. Með tölvupósti, dagsettum 25. júní 2012, hafi kærandi óskað eftir því að honum yrði veittur frekari rökstuðningur fyrir ráðningu þeirrar sem valin var í starfsnemastöðu í Malaví. Í tölvupóstinum hafi kærandi vísað meðal annars til þess að hann teldi ráðningu í stöðuna í Malaví hæpnari en í stöðurnar í Mósambík og Úganda og að hann telji sjálfan sig hæfari en þá sem valin var, byggt á því sem gefið hafi verið upp í svarbréfi kærða.
  35. Af hálfu kærða var gerð grein fyrir því í athugasemdum við kæru hvernig kærði velji starfsnema til starfa í samstarfslöndum sínum. Allt frá árinu 2004 hafi árlega verið ráðnir tveir til fjórir starfsnemar til að starfa að þróunarmálum á vegum stofnunarinnar. Ráðið sé í hverja stöðu til fjögurra mánaða með möguleika á að framlengja ráðningartíma um einn mánuð.
  36. Tilgangur með ráðningu starfsnema sé að auka áhuga ungs háskólafólks á þróunarstarfi stofnunarinnar og gefa því kost á að kynnast þeim verkefnum sem kærði stýri í viðkomandi þróunarlöndum. Aðferð við val á starfsnemum kærða fari fram í samræmi við áralanga venju hjá stofnuninni og í samræmi við löggjöf og kröfur við ráðningu í sambærileg störf hjá ríkisstofnunum. Vísast um það meðal annars til ákvæða laga nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og reglur fjármálaráðuneytisins nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.
  37. Starfsfólk kærða hafi útbúið drög að auglýsingu um starfsnemastöður og hafi umdæmisstjórum í viðkomandi löndum verið veitt tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Auglýsing var síðan birt í helstu fjölmiðlum landsins og á heimasíðu kærða.
  38. Þegar umsóknarfrestur hafi verið runninn út fóru skrifstofustjóri, sem er staðgengill framkvæmdastjóra kærða, og sálfræðingur, sem er sviðsstjóri félagsmála hjá kærða, yfir þær umsóknir sem höfðu borist. Á grundvelli þeirra skilyrða sem fram hafi komið í auglýsingu hafi umsóknir verið flokkaðar í þrjá meginflokka; þá sem hafi komið vel til greina, þá sem hafi komið til greina og þá sem ekki hafi komið til greina. Þær umsóknir sem hafi fallið í fyrsta flokkinn voru þar næst skoðaðar betur og hafi 13 úr þeim flokki verið boðaðir í viðtal.
  39. Kærði rekur að viðtölin hafi farið þannig fram að umsækjendur hafi verið spurðir sömu spurninga sem hafi gefið þeim sem tóku viðtölin tækifæri til að bera saman svör og frammistöðu umsækjenda. Að viðtali loknu hafi verið lagt mat á frammistöðu þeirra. Þegar öllum viðtölum hafi verið lokið hafi verið farið yfir frammistöðumat ásamt umsóknargögnum og hafi þá staðið eftir fjórir umsækjendur sem voru taldir hæfastir til að gegna stöðu starfsnema með vísan til heildarmats á öllum hæfnisþáttum og frammistöðu úr viðtali. Kærandi hafi ekki verið þar á meðal. Haft hafi verið samband við meðmælendur þeirra efstu og að því loknu hafi verið lagt heildarmat á umsóknargögn ásamt frammistöðumati þeirra til að leiða í ljós hvaða þrír umsækjendur voru taldir hæfastir til að gegna umræddum starfsnemastöðum. Á því var byggt af hálfu kærða að kynbundin sjónarmið hafi hvergi komið nálægt þeirri ákvörðun að ráða þá sem ráðin var í starfsnemastöðu í Malaví.
  40. Varðandi menntun þeirrar sem ráðin var taldi kærði hana uppfylla þær kröfur sem auglýsing gerði um þann þátt. Hún hafi lokið meistaranámi í þróunarhagfræði frá Háskólanum í Glasgow árið 2012 og þá hafi hún lokið grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaranámi í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008.
  41. Kærði rekur að lokaverkefni hennar í Háskólanum í Glasgow „Use of randomized controlled trials in evaluating effectiveness of health programmes in developing countries“ hafi einnig verið talið hafa ríka skírskotun til þróunarstarfs kærða í Malaví. Þar hafi verið fengist við ákveðna aðferðafræði sem hafi vakið athygli á síðustu árum og beinist að því að meta árangur þróunarverkefna á grundvelli tilrauna á vettvangi þar sem leitast sé við að finna orsakasamband milli inngripa og útkomu.
  42. Ný verkefni séu að hefjast í Malaví um þessar mundir á sviði heilbrigðismála, vatnsmála og menntamála og því hafi verið talinn sérstakur fengur að fá til starfa einstakling með góða þekkingu á þessu sviði. Eins og rakið hafi verið í auglýsingu um störfin felist verkefni starfsnema einkum í upplýsingaöflun í tengslum við áætlanagerð, greiningu og úrvinnslu gagna auk aðstoðar við undirbúning og skipulag. Menntun þeirrar sem ráðin var hafi verið talin falla vel að þeim verkefnum og var það mat kærða að sú menntun hafi skipað henni í röð hæfustu umsækjendanna og framar en kæranda.
  43. Þegar horft sé til menntunar kæranda þá hafi hann lokið grunnnámi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í alþjóðasamskiptum frá Álaborgarháskóla. Þá hafi komið fram að kærandi hafi stundað diplómanám í stjórnun í University College Nordjylland. Hann hafi því uppfyllt þær grunnkröfur sem auglýsing gerði. Við samanburð á umsækjendum hafi kærði horft meðal annars til lokaverkefnis kæranda í meistaranámi hans, „Changes in the Foreign Policy of Iceland after the Financial System Collapse in 2008“, og hafi það verið mat kærða að því yrði ekki jafnað saman við lokaverkefni þeirrar sem ráðin var í hennar meistaranámi.
  44. Námsbakgrunnur kæranda hafi verið talinn áhugaverður að mati kærða en hafi ekki verið talinn falla jafnþétt að starfi starfsnema í Malaví og námsbakgrunnur þeirrar sem ráðin var. Misserisverkefni kæranda í meistaranámi hans, einkum í Indlandi, hafi einnig komið til skoðunar en hafi ekki verið talið raska heildarmati kærða á því að menntun hennar félli betur að starfsnemastöðunni í Malaví. Að sama skapi hafi menntun kæranda tengd stjórnsýslu ekki breytt mati kærða sérstaklega með vísan til starfsreynslu þess umsækjanda sem ráðinn var, á því sviði.
  45. Kærði bendir á að sú sem ráðin var hafi komið einkar vel út úr starfsviðtali og hafi skorað í raun hæst allra umsækjenda úr þeim hluta. Viðtalið hafi meðal annars gefið til kynna að hún hafi mjög góða þekkingu á aðferðafræði, hún eigi auðvelt með mannleg samskipti, hafi verið mjög áhugasöm og hafi góða þekkingu á þróunarmálum, þróunarstarfi og afrískri menningu. Hún hafi ferðast árið 2010 til bæði Malaví og Sambíu og kynnt sér þróunarstarf í löndunzum. Þá hafi kærði einnig horft til þess að hún myndi hafa lokið meistaranámi við breskan háskóla áður en starfið hæfist, hún hafi verið búsett í Skotlandi og hafi því mjög gott vald á enskri tungu í ræðu og riti sem þurfi til að sinna starfinu í Malaví.
  46. Sú sem ráðin var hafi verið mjög skýr í öllum sínum svörum í starfsviðtalinu og hafi átt auðvelt með að tjá sig og svarað greiðlega. Hún hafi komið fyrir sjónir sem yfirveguð, skipulögð og hógvær, verið með þekkingu og áhuga á málefnum þróunarlanda og Afríku og með starfsreynslu af velferðarmálum. Af starfsviðtali við kæranda megi ráða að þótt viðtal hans hafi gengið nokkuð vel, þá hafi svör hans oft og tíðum verið stutt og hafi það verið mat spyrjenda að hann hafi vantað ákveðinn neista til að styðja betur við umsókn sína.
  47. Kærði rekur að sú sem ráðin var hafi starfað sem sérfræðingur hjá tveimur fjármálafyrirtækjum en sérstaklega hafi verið litið til starfsreynslu hennar hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um þriggja ára skeið, þar sem hún hafi haft fjárhagslega umsjón með ýmsum málaflokkum, meðal annars umsjón með greiningu og áætlun fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta ásamt því að sinna eftirliti, gæðamálum og uppgjöri. Í auglýsingu um starfið í Malaví hafi verið lögð áhersla á þekkingu af stjórnsýslu sem hún hafi þannig búið að.
  48. Starfsreynsla allra umsækjenda var metin og hún látin gilda við mat á hæfni þeirra, enda málefnalegt að líta til starfsreynslu umsækjenda um störf hjá hinu opinbera, jafnvel þótt auglýsing miði sérstaklega að ungu háskólafólki. Enda sé ljóst að ungt háskólafólk búi í langflestum tilvikum yfir starfsreynslu, svo sem úr sumarstörfum eða störfum sem það hefur sinnt eftir grunnám eða áður en haldið er í framhaldsnám á meistarastigi.
  49. Starfsreynsla kæranda hafi verið skoðuð með hliðsjón af framangreindu. Í umsókn hans kemur fram að hann hafi starfað sem spyrill hjá Gallup og Félagsvísindastofnun í hlutastörfum samhliða háskólanámi. Þá hafi hann verið blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og verið starfsnemi um fjögurra mánaða skeið hjá Institute for Local Self-Government and Responsible Citizenship í Udaipur Rajasthan á Indlandi. Þrátt fyrir að starfsnám kæranda í Indlandi hafi gefið góða innsýn í þekkingu hans á þróunarmálum var starfsreynsla hans að öðru leyti af skornum skammti og hafi því ekki verið tilefni til að færa hann ofar en þá sem ráðin var.
  50. Þegar kærði mat heildstætt framkomin sjónarmið var það niðurstaða kærða að sú sem ráðin var hafi verið hæfust allra umsækjenda til að gegna starfi starfsnema kærða í Malaví. Sjónarmið um menntun og persónulega eiginleika voru tiltekin í auglýsingu kærða um starfsnemastöður auk þess sem sjónarmið um starfsreynslu umsækjenda voru leiddar af þeim hæfniskröfum sem getið var í auglýsingunni. Í ljósi þess að ekki sé um að ræða lögbundnar hæfiskröfur, umfram þær sem lög nr. 70/1996 tilgreina þá hafi kærði ákveðið svigrúm til mats á því hvaða sjónarmið ráði för. Í því sambandi hafi kærði í umrætt sinn tekið tillit til þess hvernig þarfir hans yrðu best uppfylltar við ráðningu í starfsnemastöðu í Malaví.
  51. Kærði telur að þau sjónarmið sem rakin hafa verið fyrir ráðningu þeirrar sem valin var séu málefnaleg og uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til opinberra stofnana við ráðningu starfsmanna. Hún hafi, að því er varðar þau sjónarmið sem nefnd hafa verið, staðið öllum umsækjendum framar, þ. á m. kæranda. Hvergi í ráðningarferlinu hafi kynferði umsækjenda komið til skoðunar heldur hafi verið staðið að ráðningunni í samræmi við viðteknar venjur stofnunarinnar og því svigrúmi sem henni sé játað í þessum efnum. Kærði telur þannig að ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 við umrædda ráðningu.
  52. Kærði rekur að í ágúst 2004 hafi ný jafnréttisstefna tekið gildi hjá kærða sem hafi verið samþykkt af stjórn stofnunarinnar. Markmið jafnréttisstefnunnar sé að stuðla að kynjajafnrétti í samstarfslöndum kærða með því að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í verkefni kærða auk þess að stuðla að jöfnum rétti kvenna og karla hjá kærða þannig að tryggt verði að mannauður kærða nýtist sem best. Jafnréttisstefna kærða sé nú í endurskoðun og sé það í samræmi við þingsályktun frá 10. júní 2011 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014. Yfirstjórn kærða sé því mjög meðvituð um að stuðla að kynjajafnrétti í starfsemi kærða og einnig meðvituð um þá dómvenju sem hafi skapast um að ráða skuli umsækjanda af því kyni sem er í minnihluta á tilteknu starfssviði þegar fyrir liggur að umsækjendur af hvoru kyni séu að minnsta kosti jafnhæfir.
  53. Kærði bendir á að ráðið sé í þrjár starfsnemastöður á hverju ári. Ráðningarnar séu til skamms tíma eða að hámarki í fimm mánuði. Kynjahlutföll umsækjenda í þessar stöður hafi um árabil verið mjög skökk og það sé staðreynd að undanfarin ár hafi fleiri konur en karlar verið ráðnar í umræddar starfsnemastöður. Sú staðreynd hafi hins vegar ekkert með kynferði umsækjenda að gera heldur sé ráðið í starfsnemastöður eftir menntun, reynslu, hæfni og persónulegum eiginleikum umsækjenda. Kynjahlutföll hjá kærða séu almennt tiltölulega jöfn en af íslenskum starfsmönnum hjá stofnuninni starfi nú níu konur og níu karlar. Af útsendum starfsmönnum stofnunarinnar starfi nú samtals fjórar konur og fimm karlar.
  54. Kærði telur nauðsynlegt að fjalla um og mótmæla sérstaklega ýmsum fullyrðingum og rangfærslum sem komi fram í rökstuðningi kæranda. Í fyrsta lagi telur kærði rétt að gera athugasemdir við þá skoðun kæranda að hann hafi ekki dregið í efa að nám þeirrar sem ráðin var í þróunarhagfræði muni nýtast henni í starfinu, en tenging gráðunnar í fjárfestingastjórnun við hæfniskröfur sé öllu langsóttari.
  55. Af hálfu kærða er vísað til þess að sú sem ráðin var hafi lokið þremur háskólagráðum og sé meistaranám í fjárfestingastjórnun ein þeirra. Hinar tvær séu grunnnám í hagfræði við Háskóla Íslands og meistaranám í þróunarhagfræði frá háskólanum í Glasgow. Að mati kærða uppfylli það vel þær kröfur sem raktar hafi verið í auglýsingu og taldi kærði að gott samræmi í menntunarferli hennar hafi skipað henni ofarlega á blað meðal umsækjenda að þessu leyti og ofar en kæranda. Telur kærði að horfa verði heildstætt á menntun viðkomandi umsækjanda og hafi það verið gert í umrætt sinn.
  56. Reynsla þeirrar sem ráðin var af stjórnsýslu verði helst rakin til starfa hennar hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um þriggja ára skeið þar sem hún hafi haft fjárhagslega umsjón með ýmsum málaflokkum, meðal annars umsjón með greiningu og áætlun fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta, ásamt því að sinna eftirliti, gæðamálum og uppgjöri. Að mati kærða var hún talin standa flestum umsækjendum framar hvað þessa kröfu varðar, þ. á m. kæranda.
  57. Í öðru lagi bendir kærði á að kærandi hafi haldið því fram að um eftiráskýringu hafi verið að ræða í rökstuðningi fyrir ákvörðun kærða að velja þá sem ráðin var, þar sem sé vikið að því að lokaverkefni hennar í háskólanum í Glasgow hafi ríka skírskotun til þróunarverkefna í Malaví. Að mati kærða virðist kærandi sleppa að vísa til meginhluta rökstuðnings kærða þar sem segi: „Sú aðferðafræði sem þar er fengist við hefur vakið athygli á síðustu árum og beinist að því að meta árangur þróunarverkefna á grundvelli tilrauna á vettvangi þar sem leitast er við að finna orsakasamband milli inngripa og útkomu.“ Kærði telur að umrætt lokaverkefni og sú aðferðafræði sem þar er fengist við geti talist málefnalegt sjónarmið við mat á hæfni þeirrar sem ráðin var í starf starfsnema í Malaví. Slíkt verði leitt af þeim kröfum sem raktar eru í auglýsingu, svo sem menntunarkröfum, undirstöðuþekkingu á aðferðafræði og greiningu og úrvinnslu gagna. Hafi því kærða verið heimilt að telja framangreint sjónarmið saman með öðrum þáttum í heildstæðu mati á hæfni þeirrar sem ráðin var til að gegna umræddri stöðu.
  58. Kærði telur sig ekki hafa brotið gegn reglum fjármálaráðuneytis nr. 464/1996 heldur hafi auglýsing uppfyllt öll skilyrði reglnanna. Þar hafi komið fram upplýsingar um starfið auk nægjanlega greinagóðrar lýsingar á starfinu þannig að umsækjendur gætu gert sér glögga grein fyrir í hverju það fælist. Þá verði ekki séð hvernig leiðbeiningar- og rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin eða hvernig þær tengjast kæruefninu enda sé það ekkert frekar rakið í rökstuðningi kæranda.
  59. Þá mótmælir kærði þeirri skoðun kæranda að starfsreynsla þeirrar sem ráðin var hafi ekki tengst kröfum starfsnámsins. Kærði ítrekar að hann telji sér heimilt að leggja til grundvallar þá reynslu sem sú sem ráðin var öðlaðist í starfi sínu hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Varðandi störf hennar fyrir fjármálafyrirtækin þá hafi slík störf komið til skoðunar í tengslum við heildstætt mat á starfsreynslu og telur kærði sér heimilt að leggja slíka reynslu til grundvallar ásamt öðrum þáttum í heildstæðu mati á viðkomandi umsækjanda. Vissulega kunni slík reynsla að vega léttar á metunum en starfsreynsla hennar úr starfinu hjá Reykjavíkurborg en kærði telur að með hliðsjón af meginreglum opinbers starfsmannaréttar verði svigrúmi stofnunarinnar ekki sniðinn svo þröngur stakkur að óheimilt sé að líta til þeirrar reynslu ásamt öðrum þáttum í heildstæðu mati. Að mati kærða geti öll starfsreynsla gefið upplýsingar um almenna mannkosti viðkomandi umsækjenda, svo sem um tölvukunnáttu, sjálfstæði í vinnubrögðum, ábyrgð, áreiðanleika og lipurð í mannlegum samskiptum.
  60. Kærði mótmælir þeirri staðhæfingu kæranda að umrædd ráðning hafi verið grunsamlegasta ráðningin þetta árið. Kærði telur að með þessu orðum sé kærandi ekki aðeins að vega að heiðri kærða sem opinberrar stofnunar heldur einnig að ráðningu annarra starfsnema og þeirra sem taldir voru standa honum framar í ráðningarferlinu. Af þessu tilefni ítrekar kærði það að viðtöl við umsækjendur hafi farið fram með stöðluðum spurningum og hafi verið framkvæmd af þeim starfsmönnum kærða sem hafi áralanga reynslu af því að taka ráðningarviðtöl og þeir hafi haldgóða þekkingu á störfum starfsnema kærða og innsæi í þá kosti sem þeir þurfa að búa yfir. Sé slík aðferðafræði í fullu samræmi við kröfur annarra ríkisstofnana þegar ráðið sé í sambærilegar starfsnemastöður og ráðningarferlið hér í raun enn vandaðra með vísan til eðlis starfanna, þ.e. þróunarverkefni með aðsetur í þróunarlöndum.
  61. Tekið er fram af hálfu kærða að við mat á tungumálakunnáttu hafi ekki verið lagt próf fyrir umsækjendur. Kærði hafi hins vegar lagt mat á þennan hæfnisþátt með því að skoða gögn sem umsækjendur lögðu fram eða þeir vísuðu til, ellegar með vísan til þess hvort viðkomandi hefði starfað, menntað sig eða búið í enskumælandi landi. Kærði hafi því ekki talið þá sem ráðin var neitt sérstaklega hæfari í þessum efnum eins og kærandi haldi fram, heldur hafi þetta verið sjónarmið sem kom til skoðunar í heildstæðu mati stofnunarinnar. Hún hafi stundað nám og búið í enskumælandi landi og hafi það því verið eitt af þeim atriðum sem lagt var til grundvallar í heildstæðu mati á hæfni hennar til að gegna umræddri starfsnemastöðu.
  62. Kærði áréttar að vísun til persónulegra eiginleika þeirrar sem ráðin var hafi einkum komið fram í ráðningarviðtali en í rökstuðningi til kæranda hafi verið vísað til þess að hún hefði komið mjög vel út úr þeim hluta ráðningarferlisins og meðal annars gefið til kynna að hún væri mjög áhugasöm og hefði góða þekkingu á þróunarmálum. Að mati kærða verði almennt að telja að félagsstörf umsækjenda teljist málefnalegt sjónarmið sem geti komið til skoðunar þegar lagt mat sé á hæfni umsækjenda um starfsnemastöður. Slíkt sé til þess fallið að veita upplýsingar um persónulega eiginleika og áhugasvið umsækjenda. Sé því um að ræða sjónarmið sem kærði telji sér heimilt að horfa til sem einn af þáttum í heildstæðu mati, þótt ekki sé um ráðandi sjónarmið að ræða.
  63. Hvað varðar athugasemdir kæranda þess efnis að ekki hafi sérstaklega verið óskað eftir meðmælum eða umsögnum í tengslum við starfsnám hans í Indlandi og að breyting á hámarksaldri starfsnema í 33 ár hafi styrkt grunsemdir kæranda um að ákvörðun um ráðningu hafi legið fyrir þá getur kærði þess að ekkert í ráðningarferlinu gefi til kynna að ákvörðun hafi verið tekin um ráðningu starfsnema áður en öllum ráðningarviðtölum hafi verið lokið og áður en heildstætt mat hafi verið lagt á alla hlutaðeigandi umsækjendur.
  64. Kærði áréttar að það sé ekki föst venja að afla upplýsinga um meðmælendur eða hafa samband við meðmælendur allra þeirra sem tekið sé viðtal við. Kærði hagi þessu í samræmi við algenga og víðtekna venju hjá öðrum ríkisstofnunum að upplýsingar frá meðmælendum séu einkum nýttar á allra síðustu stigum umsóknarferlisins, svo sem þegar mjög mjótt sé á munum milli tveggja eða fleiri umsækjenda eftir að metnar séu hæfniskröfur umsækjenda á grundvelli umsóknargagna og frammistöðu úr viðtali. Þar sem svo hafi ekki háttað til um kæranda að þessu sinni, hafi ekki verið kallað eftir slíkum upplýsingum frá kæranda sjálfum eða meðmælendum hans.
  65. Fyrir breytingu á aldursskilyrðum frá því sem verið hefur úr 32 árum í 33 liggi ákveðnar skýringar. Það hafi helgast af því mati stjórnenda kærða að það hafi verið hæfilegt að miða við tíu ár ofan á 23 ára aldur með vísan til þess að íslenskir stúdentar hefji háskólanám síðar en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Þegar litið sé til alþjóðastofnana séu starfsnemastöður gjarnan bundnar aldursskilyrði. Þau skilyrði eru nokkuð mismunandi en gjarnan sé miðað við 21 ár sem neðri mörk en efri mörk eru á bilinu 30–35 ár. Með þessu gefist háskólamenntuðum Íslendingum sem útskrifast á réttum tíma úr grunnnámi, þ.e. við 23 ára aldur, tækifæri til að sækja um starfsnám hjá kærða í allt að tíu ár frá þeim tímapunkti. Breytingin miði að því að jafna aðstöðu íslenskra starfsnema við aðstöðu jafnaldra þeirra frá öðrum löndum. Hafi þessi breyting verið lögð til nokkru áður en auglýsing um starfsnemastöðuna var birt og á þeim tímapunkti var engin vitneskja til staðar um væntanlega umsækjendur um starfsnemastöðurnar.
  66. Hvað kynjahlutfall þeirra starfsnema sem ráðnir hafa verið frá árinu 2004 snertir þar sem töluvert halli á karla við ráðningar getur kærði þess að það hafi að mati kærða ekkert haft með kynbundin sjónarmið að gera og svo hafi heldur ekki verið við ráðningu þeirrar sem valin var. Enginn þeirra karla sem sótt hafi um starfið, þar með talið kærandi, hafi verið jafnhæfir eða hæfari til að gegna starfinu.
  67. Kærði áréttar að um sé að ræða tiltölulega litla stofnun með um 20 íslenskum starfsmönnum. Af skipuriti kærða megi ráða að stofnunin hafi mjög fáa starfsmenn á hverju sviði. Þá beri í þessu sambandi að nefna að það getur verið málefnalegt að vísa til íslenskra starfsmanna hjá kærða í þessum efnum, þar sem hjá stofnuninni starfi einnig erlendir staðarráðnir starfsmenn í viðkomandi þróunarlöndum. Þá telur kærði eðlilegt að vísa til kynjahlutfalla allra útsendra starfsmanna hjá stofnuninni með vísan til þess að starfsnemastöður séu aðeins veittar til fjögurra mánaða í senn og með vísan til þess að útsendir starfsmenn vinni saman að einstökum verkefnum þótt yfir slíkum verkefnum séu titlaðir verkefnastjórar og umdæmisstjórar gegni yfirmannsstöðum í einstökum samstarfslöndum.
  68. Kærði telur sig uppfylla þær kröfur sem raktar eru í 1. mgr. 18. gr. jafnréttislaga og sé tekið mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í 5. mgr. 26. gr. skuli það leiða til þeirrar niðurstöðu að ákvæði 4. mgr. 26. gr. laganna hafi ekki verið brotið með ráðningu þeirrar sem valin var í starfsnemastöðu í Malaví.
  69. Kærði telur að hæfasti umsækjandinn hafi hlotið starf starfsnema í Malaví og með því hafi ekki verið brotið gegn lögum nr. 10/2008.

    ATHUGASEMDIR KÆRANDA
  70. Kærandi telur að hann hefði átt að raðast ofar meðal umsækjenda en sú sem starfið hlaut þegar horft var til starfsreynslu. Kærandi hafi starfsreynslu frá þróunarlandi sem sé nokkuð sem hún hafi ekki haft. Mat á reynslu umsækjenda eigi lögum samkvæmt að snúast fyrst og fremst um hversu vel fyrri menntun og reynsla falli að þessu tiltekna starfi út frá hæfniskröfum í auglýsingu, en ekki hversu langa reynslu viðkomandi hafi af hinu og þessu sem ekki tengist hæfniskröfunum beint.
  71. Kærandi ítrekar skoðun sína á því að ákvæði reglna nr. 464/1996, einkum 4. gr., hafi verið brotin þegar kærði horfði til og mat sérstaklega lokaverkefni þeirrar sem ráðin var en viðfangsefni verkefnisins hafi ekki komið fram í auglýsingu um starfið.
  72. Kærandi óskar eftir frekari skilgreiningu kærða á því hvað hann eigi við með því að gott samræmi hafi verið í menntunarferli þeirrar sem fékk starfið. Kærandi bendir á að býsna algengt sé að fólk með BA-gráðu í stjórnmálafræði sæki sér framhaldsnám í alþjóðasamskiptum, enda skyldar greinar. Enn fremur starfi fjöldi stjórnmálafræðinga að þróunarmálum og ekki sé heldur óalgengt að fólk með gráðu í alþjóðasamskiptum starfi innan þessa geira, enda oft um alþjóðasamstarf að ræða, svo sem í starfi kærða með samstarfslöndum.
  73. Að mati kæranda virðist sem flestir hæfnisþættir hafi verið túlkaðir þeirri sem ráðin var í vil, óháð því hve góð skírskotun hafi verið til hæfniskrafna. Eins og að hún hafi verið talin standa kæranda framar í þekkingu á stjórnsýslu og vísað til starfa hennar hjá Reykjavíkurborg. Varðandi þekkingu á stjórnsýslu hafi kærandi vísað í nám sitt í stjórnmálafræði. Lokaritgerð hennar hafi verið talin vega þyngra en starfsreynsla kæranda af þróunarmálum á Indlandi, þrátt fyrir að hún hefði enga sambærilega starfsreynslu með eins ríka skírskotun til hæfniskrafna.
  74. Kærandi vekur athygli á staðfestingu kærða á því að um eftiráskýringu hafi verið að ræða í rökstuðningi fyrir ráðningu þeirrar sem valin var, þar sem vísað hafi verið til þess að lokaverkefni hennar falli vel að starfinu. Áherslurnar í lokaverkefninu hafi ekki verið tilgreindar í auglýsingu heldur sé um eftiráskýringu að ræða.
  75. Kærandi telur skýringu á hækkun hámarksaldurs starfsnema í 33 ár ótrúverðuga og krefst nánari skýringa af hálfu kærða og vísunar í gögn málinu til stuðnings, séu þau fyrir hendi.
  76. Kærandi telur að kærði hafi rangtúlkað orð sín varðandi hlutfall karla og kvenna sem ráðnir hafa verið sem starfsnemar undanfarin ár. Kærandi áréttar að hann eigi við að karlar ættu að vera u.þ.b. 26% þeirra 30 starfsnema sem kærði hafi ráðið frá upphafi til dagsins í dag í samræmi við hlutfall karla meðal umsækjenda undanfarin ár, eins og kærði hafi lýst yfir. Staðreyndin sé hins vegar að þeir séu aðeins 13% af þessum 30 manna hópi. Kærandi veltir fyrir sér hvort konur hafi ævinlega verið látnar njóta vafans í gegnum tíðina, þegar um álíka hæfa umsækjendur hafi verið að ræða.
  77. Kærandi telur óeðlilegt að oftar sé vísað til óbeinna eða afleidda hæfniskrafna en þær beinu sem fyrir komu í auglýsingu, í því skyni að réttlæta ráðningu þeirrar sem ráðin var. Kærandi stendur að því sögðu við allar fullyrðingar sínar í kæru og telur ekkert nýtt hafa komið fram í umsögn kærða sem bendi til þess að hún hafi verið hæfari til að gegna starfsnámsstöðunni í Malaví.
  78. Kærandi gerir athugasemd við ályktanir sem dregnar hafi verið af símaviðtölum við hann og þá sem starfið hlaut enda gefi símaviðtöl ekki eins góða mynd af umsækjendum og viðtöl í eigin persónu. Kærandi gagnrýnir að kærði hafi ekki lagt fram svör umsækjenda við spurningum sem spurðar hafi verið í viðtalinu. Þá hafi kærði ekki leitað umsagnar um frammistöðu kæranda í sambærilegu starfsnámi á Indlandi.
  79. Þá gerir kærandi athugasemd við órökstuddar fullyrðingar í minnisblaði kærða um viðtölin, til að mynda um að reynsla kæranda og áherslur hafi ekki verið taldar eins áhugaverðar fyrir stofnunina. Kærandi telur þetta benda til þess að ákvörðunin hafi ekki verið byggð á faglegum eða hlutlægum sjónarmiðum en samkvæmt óskráðri meginreglu stjórnsýsluréttar beri að byggja niðurstöðu á málefnalegum sjónarmiðum, svo sem á menntun, starfsreynslu, hæfni og eftir atvikum þeim persónulegu eiginleikum sem taldir séu skipta máli við rækslu starfsins.
  80. Kærandi bendir á að í rökstuðningi kærða frá 9. júlí 2012 hafi viðtal við þá er starfið hlaut verið nefnt sem lykilástæða fyrir ráðningu. Samantekt úr viðtalinu sýni ekki nægilega fram á það. Kærandi vekur athygli á misræmi milli viðbótargagna og þess er áður hafi komið fram hjá kærða. Í þeim rökstuðningi segi að einkum hafi verið horft til þess að sú er starfið hlaut myndi ljúka meistaragráðu í þróunarhagfræði áður en starfið hæfist. Kærandi bendir á að samkvæmt viðbótargögnum frá kærða hafi sú er starfið hlaut lokið námi 4. september 2012 en starfið hafist 16. ágúst s.á. Kærði hafi dregið afar sterkar ályktanir um meistararitgerð þeirrar er starfið hlaut þrátt fyrir að henni hafi ekki verið lokið. Meginrök kærða fyrir ráðningunni hafi verið efni og aðferðafræði ritgerðar þeirrar sem starfið hlaut og góð frammistaða í viðtali. Kærandi telur verulega annmarka á mati beggja þátta. Þá vekur kærandi athygli á að meistaranám þeirrar er starfið hlaut í þróunarhagfræði hafi verið nám til eins árs en nám kæranda í alþjóðasamskiptum hafi verið nám til tveggja ára, þar af eitt ár með megináherslu á þróunarmál.

    ATHUGASEMDIR KÆRÐA
  81. Kærði ítrekar sjónarmið sín og tekur meðal annars fram að það hafi verið málefnalegt að horfa til lokaverkefnis þeirrar sem stöðuna fékk þegar menntunarkröfur hafi verið metnar þar sem í því hafi falist tiltekin aðferðafræði við mat á árangri þróunarverkefna. Það hafi ekki skipt höfuðmáli þótt að við verkefnið hafi verið einblínt á árangur heilbrigðisverkefna heldur hafi það verið aðferðafræðin sem horft hafi verið til.
  82. Að mati kærða hafi kærandi hvorki sýnt fram á að hann hafi verið jafnhæfur ellegar hæfari en sú sem valin var til að gegna stöðu starfsnema í Malaví árið 2012, né hafi hann leitt líkur að því að hafa verið beittur mismunun á grundvelli kynferðis þannig að í bága fari við ákvæði laga nr. 10/2008.
  83. Kærði tekur fram að ekki sé til að dreifa sérstökum samtímagögnum með einkunnum eða niðurröðun umsækjenda. Hins vegar hafi fjórir umsækjendur verið taldir henta best fyrir þær þrjár starfsnemastöður sem lausar hafi verið og þeim því skipað framar en öðrum umsækjendum sem komist hafi í viðtöl. Það hafi verið mat kærða að af þessum fjórum hafi sú er starfið hlaut staðið þeim öllum framar hvað varðaði kröfur til menntunar, þekkingar, reynslu og persónulegra eiginleika. Þá bendir kærði á að ráðningarferlið hafi miðað að því að finna starfsnema sem hentuðu best til að rækja störf í viðkomandi samstarfslöndum. Þannig hafi meðal annars verið horft til mismunandi starfsumhverfis og áhersluþátta í hverju landi við mat á því hvaða umsækjandi hentaði best. Niðurstaða úr heildarmati hafi verið lögð fyrir framkvæmdastjóra kærða og umdæmisstjóra í viðkomandi löndum. Þessir aðilar hafi svo ákveðið hvaða þrír umsækjendur skyldu fá hinar lausu starfsnemastöður eftir að samband hafi verið haft við meðmælendur.
  84. Þá tekur kærði fram að þegar starfsviðtöl hafi farið fram hafi ekki legið fyrir skrifleg gögn um meistararitgerð þeirrar er starfið hlaut. Hún hafi upplýst um heiti ritgerðar og efnistök í umsókn ásamt því að hún hafi verið spurð nánar út í efnið í viðtali. Ekki sé venja hjá kærða að óska eftir staðfestingum eða frekari gögnum umfram það sem auglýsing tilgreini nema sérstakt tilefni gefist til slíks. Að mati kærða hafi ekki verið tilefni til þess við ráðningu í starfið.

    NIÐURSTAÐA
  85. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, kemur fram að markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laganna er atvinnurekendum óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns. Ef leiddar eru líkur að beinni eða óbeinni mismunun vegna kynferðis skal atvinnurekandi sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, sbr. 4. mgr. 26. gr. sömu laga. Við mat á því hvort ákvæði 26. gr. laganna hafi verið brotin skal taka mið af menntun, starfsreynslu, sérþekkingu eða öðrum sérstökum hæfileikum sem krafa er gerð um í viðkomandi starfi samkvæmt lögum eða reglugerðum eða telja verður annars að komi að gagni í starfinu. Verkefni kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga þessara hafi verið brotin, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna. Samkvæmt 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu atvinnurekendur og stéttarfélög vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
  86. Með auglýsingu sem birtist í dagblöðum og á heimasíðu kærða var auglýst eftir ungu háskólafólki í fjögurra mánaða starfsþjálfun í tengslum við verkefni á sviði þróunarsamvinnu í þremur samstarfslöndum stofnunarinnar, Malaví, Mósambík og Úganda. Þess var getið að umsækjendur skyldu hafa lokið grunnnámi í háskóla (BA, BSc eða sambærilegri gráðu), gjarnan á sviðum þjóðfélagsfræða og skyldra greina eða umhverfis- og auðlindafræða og ekki vera eldri en 33 ára. Mjög góð enskukunnátta var sett sem skilyrði, þar á meðal geta til að skrifa góðan texta, góð tölvukunnátta var áskilin og undirstöðuþekking í aðferðafræði. Gerð var krafa um sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð, áreiðanleika og lipurð í mannlegum samskiptum. Þekking á þróunarmálum, þróunarstarfi og afrískri menningu var talin ákjósanleg. Hvað stöðuna í Malaví snertir var lögð sérstök áhersla á menntamál og stjórnsýslu.
  87. Alls sóttu 49 umsækjendur um starfsnemastöðurnar. Þar af voru tekin viðtöl símleiðis við 13, þar á meðal kæranda. Að þessum viðtölum loknum mun valið hafa staðið á milli fjögurra umsækjenda sem að mati kærða voru taldir hæfastir til að gegna stöðu starfsnema með vísan til heildarmats á öllum hæfnisþáttum og frammistöðu úr viðtali. Kærandi var ekki þar á meðal. Svo fór, eftir frekari umfjöllun, að þrjár konur voru taldar hæfastar til að gegna umræddum starfsnemastöðum. Kærandi telur að lög nr. 10/2008 hafi verið brotin með ráðningu konu í starfsnemastöðu í Malaví.
  88. Af hálfu kærða var ekki gerð skrifleg samantekt um hæfni umsækjenda en kærði vísar til samanburðar á umsóknargögnum umsækjenda og upplýsingum úr starfsviðtölum. Kærandi og sá sem starfið hlaut voru í hópi þeirra 13 umsækjenda sem kærði tók viðtöl við símleiðis. Í kjölfar þessa afréð kærði að ráða konu til starfsins í Malaví, að sögn á grundvelli heildarmats sem byggði á tilliti til menntunar hennar, starfsreynslu og persónulegra eiginleika sem kærði taldi falla best að þeim kröfum sem gerðar væru til starfsnema á vegum kærða.
  89. Kærði greindi frá því að miklu hafi varðað í þeim efnum að nám þess umsækjanda sem starfið hlaut hafi fallið vel að starfinu og þá sérstaklega sú aðferðafræði sem fjallað hafi verið um í lokaritgerð í meistaranámi hennar í þróunarhagfræði frá háskólanum í Glasgow sem hafi haft ríka skírskotun til þróunarverkefna í Malaví. Þar hafi ný verkefni verið að hefjast á sviði heilbrigðismála, vatnsmála og menntamála og því hafi verið talinn sérstakur fengur af því að fá til starfa einstakling með góða þekkingu á þessu sviði. Þá hafi starfsreynsla hennar og þá sérstaklega reynsla af stjórnsýslu, sem verði helst rakin til starfa hennar hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um þriggja ára skeið, ráðið miklu í heildarmati á hæfni hennar. Að auki hafi persónulegir þættir sem auglýst hafi verið eftir komið mjög vel út í starfsviðtali.
  90. Sú sem starfið hlaut er með BSc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands sem hún lauk á árinu 2005 og hefur lokið meistaranámi í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Þá lauk hún meistaranámi í þróunarhagfræði frá Háskólanum í Glasgow síðla árs 2012 eftir að hún var ráðin í starfsnemastöðu í Malaví. Þegar horft er til menntunar kæranda þá lauk hann BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og meistaranámi í alþjóðasamskiptum frá Álaborgarháskóla árið 2011. Þá mun kærandi hafa lagt stund á diplómanám í stjórnun í University College Nordjylland frá 2011. Hlutrænt liggur fyrir að kærandi og sú sem starfið hlaut höfðu áþekkt mikla menntun þegar ráðið var í starfsnemastöðuna í Malaví, þó á ólíku sviði hafi verið. Ekki þykja forsendur til að gera greinarmun á inntaki náms þeirra með tilliti til hins auglýsta starfs.
  91. Kærði hefur jafnframt greint frá því að horft hafi verið til námsverkefna sem kærandi og sú sem starfið hlaut hafa gert grein fyrir, umsóknum sínum til stuðnings. Annars vegar „Changes in the Foreign Policy of Iceland after the Financial System Collapse in 2008“, sem var lokaverkefni kæranda í meistaranámi hans og hins vegar ritgerð með heitinu „Use of randomized controlled trials in evaluating effectiveness of health programmes in developing countries“, sem sú sem starfið hlaut ritaði sem lokaverkefni í meistaranámi sínu í þróunarhagfræði frá háskólanum í Glasgow. Taldi kærði síðarnefndu ritgerðina fela í sér efni sem gæti haft beina þýðingu í þróunarstarfi og hefði þannig ríka skírskotun til þróunarstarfs kærða í Malaví og félli að auglýstum kostum um þekkingu á aðferðafræði. Að mati kærunefndar jafnréttismála þykir varhugavert að leggja mikinn þunga við mat á hæfni á ólokna námsritgerð sem kærði hafði hvorki undir höndum né þekkti efnislega til af eigin raun. Sýnast vart rök til að gera slíkri ólokinni ritgerð hærra undir höfði en áfangaritgerð sem kærandi ritaði að aflokinni námsdvöl á Indlandi, sem var hluti af meistaranámi hans. Stóðu kærandi og sú sem starfið hlaut nokkuð jafnt hvað menntun snertir þegar ráðning fór fram.
  92. Hvað starfsreynslu varðar stendur sú sem starfið hlaut kæranda töluvert framar enda eldri og búin að vera lengur á vinnumarkaði. Hún hafði áður starfað hjá tveimur fjármálafyrirtækjum og svo hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um þriggja ára skeið. Kærandi býr á hinn bóginn að takmarkaðri starfsreynslu en hefur einkum vísað til námsdvalar um einnar annar skeið á Indlandi sem var hluti af meistaranámi hans í alþjóðasamskiptum. Námsdvöl þessi, þó í þróunarlandi hafi verið, breytir því ekki að starfsreynsla þeirrar sem starfið hlaut er fjölbreyttari auk þess sem hún fellur beint að auglýstum kostum þar sem þess var getið í auglýsingu að sérstök áhersla væri lögð á stjórnsýslu. Að slíkri reynslu býr sú sem starfið hlaut eftir starf í þágu Reykjavíkurborgar. Stendur kærandi henni því að baki hvað starfsreynslu áhrærir.
  93. Kærði hefur ekki látið í té gögn sem fela í sér umfjöllun um mat á nokkrum af skilgreindum hæfnisþáttum samkvæmt auglýsingu um starfið, svo sem sjálfstæði í vinnubrögðum, ábyrgð, áreiðanleika og lipurð í mannlegum samskiptum. Í athugasemdum til kærunefndar hefur kærði ekki vikið beinum orðum að samanburði á kæranda og þeirri sem starfið hlaut í þessum efnum. Fyrir liggur samanburður í almennum orðum um frammistöðu beggja í starfsviðtölum sem fram fóru símleiðis, þar sem sú sem starfið hlaut var talin hafa staðið sig betur. Ekki nýtur við samtímagagna, samantekta eða minnispunkta sem skjóta stoðum undir hvernig komist var að þeirri niðurstöðu. Kærði hefur áréttað að vinnulag við ráðninguna hafi tekið mið af því að um ráðningu til stutts tíma hafi verið að tefla. Með hliðsjón af framanrituðu vinnulagi þykja ekki forsendur til að gera greinarmun á kæranda og þeirri sem starfið hlaut í þessu tilliti.
  94. Eins og fram er komið er starfsreynsla þeirrar sem starfið hlaut nokkru meiri en kæranda en nám beggja svo ámóta að ekki standa rök til að gera greinarmun þar á. Þá liggja ekki fyrir áþreifanleg rök fyrir þeirri afstöðu að sú sem starfið hlaut búi að betri mannkostum en kærandi þannig að ekki eru forsendur til að byggja á slíkum staðhæfingum. Það sem milli skilur er starfsreynsla þeirrar sem starfið hlaut sem fellur betur að auglýstum kostum. Námsvist kæranda á Indlandi vegur þann mun ekki upp.
  95. Kærandi hefur vakið sérstaka athygli á því að í auglýsingu hafi verið vikið frá áralangri venju að miða við að hámarksaldur umsækjenda sé 32 ár og miðað í auglýsingu við 33 ár. Sú sem starfið hlaut var þá 33 ára. Kærði hefur greint frá því að þessi breyting hafi verið lögð til nokkru áður en auglýsing um starfsnemastöðuna var birt og á þeim tímapunkti hafi engin vitneskja verið til staðar um væntanlega umsækjendur um starfsnemastöðurnar. Þótt þessi breyting veki athygli og veiti vísbendingu um að auglýsing hafi verið sniðin að þeim umsækjanda sem starfið hlaut þykja ekki líkindi til þess að það tengist kynferði sérstaklega.
  96. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af 5. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 er það mat kærunefndar jafnréttismála að ekki hafi verið leiddar líkur að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna, sbr. 4. mgr. 26. gr. sömu laga. Verður ekki talið að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, þegar ákvörðun var tekin um að ráða konu í starfsnemastöðu í Malaví.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

Þróunarsamvinnustofnun Íslands braut ekki gegn ákvæðum laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við ráðningu starfsnema til starfa í Malaví í júní 2012.

 

Björn L. Bergsson

Arnar Þór Jónsson

Þórey S. Þórðardóttir


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta