Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 44/2011

Úrskurður

Á fundi úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða þann 9. ágúst 2011 var kveðinn upp svohljóðandi úrskurður í máli A nr. 44/2011.

1.

Málsatvik og kæruefni

Málsatvik eru þau að með bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 22. nóvember 2010, ákvað stofnunin á grundvelli 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til A, vegna upplýsinga um að hann hefði verið í vinnu samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur og án þess að tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar. Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða vegna þessarar ákvörðunar með kæru móttekinni 10. mars 2011. Af því tilefni óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu Vinnumálastofnunar til málsins.

bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 21. júní 2011, kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í máli kæranda sé ákvörðun í máli hans frá 22. nóvember 2010. Hafi honum þann sama dag verið leiðbeint skriflega um kærufrest til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða. Í ljósi þess að kæra til úrskurðarnefndarinnar sé dagsett þann 1. mars 2010 telji Vinnumálastofnun að þriggja mánaða kærufrestur hafi verið liðinn og að vísa beri málinu frá úrskurðarnefndinni, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Kæranda var með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 24. júní 2011, sent afrit af bréfi Vinnumálastofnunar og þeim gögnum sem frá henni bárust og gefinn kostur á að koma frekari athugasemdum á framfæri fyrir 8. júlí 2011. Kærandi hefur ekki nýtt sér það.

2.

Niðurstaða

Hin kærða ákvörðun var samkvæmt gögnum málsins tekin 22. nóvember 2010 en kæran var móttekin 10. mars 2011. Þegar kæran barst var hinn þriggja mánaða kærufrestur liðinn, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekkert í gögnum málsins gefur til kynna að afsakanlegt hafi verið að kæran hafi borist að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Af þessum sökum verður að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

 

Úrskurðarorð

Kæra í máli A er vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.

 

 

Brynhildur Georgsdóttir, formaður

Hulda Rós Rúriksdóttir

Helgi Áss Grétarsson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta